7.10.2010 | 22:00
Hvað sagði Göran Persson ?
Göran Persson, sem var forsætisráðherra Svíþjóðar þegar mikill samdráttur dundi á þjóð hans, hélt fyrirlestur hér á landi rétt í kjölfar Hrunsins.
Boðskapur hans var skýr: Þið verðið að taka á ykkur allan vandann strax, þótt það kunni að sýnast alltof sársaukafullt. Ef þið dragið að taka að fullu á vandanum þegar í stað og undanbragðalaust mun hann aðeins verða verri og mun erfiðara en ella að ná þjóðinni upp úr öldudalnum.
Með því að ráðast ekki að fullu strax að vandanum mun kreppan verða lengri og enn dýpri en hún þyrfti að verða.
Nú eru liðin tæp tvö ár síðan Persson mælti þessi orð og fréttin, sem þetta blogg er tengt við, sýnir að hann hafði lög að mæla.
Vanskil og vextir hlaðast upp og skuldirnar vaxa hröðum skrefum. Það leiðir hratt og örugglega til þess að ástandið verði æ erfiðara viðfangs.
Ef óhjákvæmilegt reynist að verja miklum fjármunum í að afstýra stórkostlegum óförum heimila og fyrirtækja mun það bara bitna á ríkissjóði sem þarf þá að taka á sig skellinn, því að þótt gagrýna megi bankana hart er það ljóst að ekki má verða hér annað bankahrun.
Svo kann að fara að aðeins ríkissjóður geti afstýrt bankahruni á sama tíma sem skorið er inn að beini og allt að því aflimað í velferðarkerfinu.
Aðvörunarorð Perssons koma í hugann þegar horft er á ástandið.
Ég held að tillaga Framsóknarmanna um 20% flata afskrift af öllum skuldum hafi hvorki verið sanngjörn né skynsamleg.
Hún hafði þó einn kost: Hún var afar einföld og virkaði strax.
Ég var einn þeirra sem taldi að réttara væri að ráða fram úr hverju skuldamáli útaf fyrir sig. En forsenda þess var að það gerðist hratt og örugglega með hjálp af skýrum og einföldum reglum og miklum afköstum í fjármálakerfinu.
En það er sitthvað að orða hlutinn eða framkvæma hann og nú er að koma í ljós að þrátt fyrir vilja og orð gengur þetta verk alltof, alltof hægt og heildarvandinn vex og verður æ erfiðari viðfangs.
Aðvörunarorð Perssons áttu greinilega fullan rétt á sér enda mælt af reynslu.
![]() |
Brot af tapi heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2010 | 15:20
Nýta þarf öll sambönd.
Fundur Bjarna Benediktssonar með David Cameron er af hinu góða. Við Íslendingar þurfum að nýta okkur öll þau sambönd og áhrif sem við getum haft erlendis í okkar málum.
Vonandi hefur Bjarni komið því til skila til Camerons hve ósanngjarnt það er að hve íslenskur skattborgari sé krafinn um 25 sinnum hærri upphæð en breskur skattborgari vegna máls sem siðferðilega er á ábyrgð stjórnvalda beggja þjóða, burtséð frá lagatæknilegum atriðum.
![]() |
Íslendingar taki ekki á sig byrðarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2010 | 14:37
Maður að meiri.
Ásbjörn Óttarsson er maður að meiri þegar hann nú biðst afsökunar á því að hafa í fljótræði verið full hvassyrtur í garð listamanna og sýnt þeim lítinn skilning.
Ég bloggaði um þetta tafarlaust á eyjunni þar sem ég benti á að með orðum sínum væri Ásbjörn, fyrstur þingmanna svo vitað væri, að leggja til að þurrkaður sé út útgjaldaliður, sem verið hefur við líði í heila öld, jafnvel í kreppunni miklu þegar þjóðin var mun verr stödd en nú.
Hann hefði þess vegna geta spurt: "Af hverju fékk Laxness sér ekki bara vinnu eins og venjulegt fólk?"
Ásbjörn hefur vafalaust verið fræddur á "fínum og uppfræðandi" fundi um þá veltu og útflutnginstekjur sem skapast af íslenlistsköpun, bæði beint og óbeint.
Síðasta dæmið er uppfærsla Vesturports í London en nefna má þær tekjur sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa skapað, bæði við eigin kvikmyndatökur og einnig með því að lokka erlenda kvikmyndagerðamenn til landsins.
![]() |
Ætlaði ekki að vega að starfsheiðri manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2010 | 09:46
Skrýtin tilviljun.
Það er skrýtin tilviljun að ég skuli í gær vera með tvo bloggpistla sem snerta frétt Morgublaðsins um gamla fólkið sem tekur sparnað út úr bönkunum og setur hann í bankahólf til að komast hjá skatti og skerðingu bóta.
Annar pistill minn hét "með peningana undir koddanum" en hinn, aðeins nokkurra klukkustunda gamall, fjallar um það að "þeir sem bruðla mest komast best af."
Nú er það svo að ekki má alhæfa um þá sem vilja geyma fé sitt "undir koddanum".
Þó er líklegt að þeir sem græði mest á því að koma fé undan og borga jafnvel undir bankahólf til þess arna séu einmitt þeir sem eigi mest fjármagn.
![]() |
Með peninga í bankahólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2010 | 22:32
Þeir sem bruðla mest komast oftast best af.
Hrafn Gunnlaugsson er nálægt kjarna þess máls sem nú brennur heitt á þjóðinni. Í gegnum alla Gróðabóluna gekk sá hugsunarháttur í fjármálakerfi landsins að þeir, sem mest bruðluðu og bárust á, fengu mest lánað, en hinir sem ekki bárust á urðu útundan.
Hófsemi þeirra og ábyrgðartilfinning gerði það að verkum að þeir báru ekki utan sér að eiga mikið undir sér.
Síðan gerist æ ofan í æ, bæði hér á landi og erlendis, að þegar viðkomandi fyrirtæki hefur verið blásið nógu mikið út er það orðið svo stórt að ekki er talið hættandi á að setja það í þrot.
Viðurkennt er, til dæmis á Írlandi, að bankinn þar, sem nú þarf að fá afskrifðar hvorki meira né minna en 5000 milljarða króna, sé einfaldlega of stór til þess að hægt sé að láta hann rúlla.
Hér á landi hefði útgerðin, sem gumað var af að væri rekin af hagkvæmni sem þakka ætti kvótakerfinu, samkvæmt því átt að borga skuldir sínar niður í margra ára samfelldu gróðæri.
Í staðinn skuldaði sjávarútvegurinn meira en 500 milljarða króna 2008. Og nú nýta fyrirtækin sér það að teljast vera orðin svo stór að ekki sé hægt að láta þau rúlla, rétt eins og írski bankinn.
Kvótagreifar sem slógu lán til að borga sjálfum sér hundruð milljóna króna í arð sitja áfram að eigum sínum, stórum einbýlishúsum, sumarhöllum, ofurjeppum o. s. frv. án þess að nokkuð fái við þeim og kvótaeign þeirra haggað.
Á meðan bitna afleiðingar Gróðabólunnar og Hrunsins meðal annars á þeim sem minnst mega sín.
Þessu fer fram af því að það telst vera byggt á lögum. Þess vegna eru mótmælendur nú staddir á hárréttum stað þegar þeir standa fyrir framan Alþingishúsið því að inni í því sitja löggjafinn og framkvæmdavaldið sem líta á ríkjandi lög eins og Guðs lög sem enginn geti breytt.
Hrafn er líka aldeilis á réttu róli að mínu mati þegar hann gagnrýnir að ekkert bóli á persónukjöri.
Um það skrifaði ég hvassa Morgunblaðsgrein í ársbyrjun 2009 þar sem meðal annars kom fram, að meirihluti frambjóðenda þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að komast ekki á þing ef flokkur þeirra setur þá nógu ofarlega á framboðslista sinn.
Það er ekki einasta að það sé búið að koma í veg fyrir að persónukjör verði tekið upp heldur er framboðum ekki einu sinni leyft að bjóða fram óraðaða lista þar sem þau bjóði kjósendum sinum að raða á listana upp á sitt eindæmi.
Fögru orðin um aukið lýðræði með því að opna glugga fyrir persónukjör hafa gufað upp vegna þverpólitískrar samkenndar þingmanna sem óttast um sína stöðu.
![]() |
Bankarnir áttu að fara í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.10.2010 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2010 | 18:21
Styðjum hvert annað.
Í dag, tveimur árum eftir Hrunið, er ekki síður þörf á samstöðu, skilningi og hjálp en þá. Fólk, sem stundar hjálp og sálgæslu er afar mikilvægt í þessu efni.
Fyrir tveimur árum koma saman hópur tónlistarfólks sem söng lagið "Styðjum hvert annað" sem var sett á disk sem seldur var og rann allt kaupverðið óskipt til Mæðrastyrksnefndar.
Þetta lag er hér til vinstri á tónlistarspilaranum á bloggsíðunni og var sungið fólki til hugarhægðar og uppövrunar.
![]() |
Mikið álag hjá prestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2010 | 15:30
Gott hjá Þórhalli.
Þjóðkirkjan á ekki að taka afstöðu með eða á móti stjórnmálaflokkum og ekki að skipta sér af því sem er kallað pólitík. Það þýðir þó ekki að hún eigi sem stofnun að vera múlbundin og þykjast ekki sjá það sem aflaga fer í þjóðfélagi okkar.
Ég held að það sé rétt hjá séra Þórhalli Heimissyni að ekki sé nóg að einstakir prestar fjalli um þjóðfélagsástandið á hispurslausan og opinskáan hátt, fjölmiðlum og á bloggsíðum.
Þjóðkirkjan sem stofnun, biskupar, prófastar og Kirkjuráð geta ekki og eiga ekki að líta undan og taka engan þátt í þjóðfélagsumræðunni.
Kristur talaði um kalkaðar grafir þegar hann gagnrýndi andlega stétt síns tíma. Kirkjur okkar mega ekki verða þannig heldur lifandi vettvangur andlegra hræringa hjá fólkinu og þess sem á því brennur.
![]() |
Tími þagnarinnar liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2010 | 13:06
Og nú þurfa verk og samstaða að fylgja í kjölfarið.
Ef mótmælin á Austurvelli hafa átt þátt í því að "gott samtal" hafi átt sér stað milli ráðherra og forráðamanna Hagsmunasamtaka heimilanna hafa þau ekki verið til einskis.
Orð eru til alls fyrst. En verk, samstaða og áframhaldandi samráð verða að fylgja í kjölfarið og það strax. Fréttirnar af nauðungaruppboðum á Suðurnesjum eru uggvænlegar. Það er ekki eftir neinu að bíða.
![]() |
Þetta var gott samtal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2010 | 22:22
Undir koddanum, ef það er eitthvað ?
Allt frá föstudeginum eftirminnilega þegar fólk flykktist á Íslandi til að ná peningum út úr bönkunum, hefur ríkt ástand fáránleikans hér á landi í þessum málum.
Svo mjög brenndu flestir sig á viðskiptum við fjármálastofnanir að mörg ár munu líða þar til von á að vera um eðlilegt ástand í þessum efnum.
Gríðarleg tortryggni hefur breiðst út um þjóðfélagið þegar upplýst er um stórfellda mismunun hvað varðar það hvernig bankarnir umgangast viðskiptavini sína.
Nú síðast í dag er upplýst að átta sjávarútvegsfyrirtæki hafi fengið afskrifaðar skuldir upp á tæpar 55 milljarða króna og þegar horft er á það að svona fyrirtæki skulda víst um 400 milljarða virkar hálf einkennilega allt talið um hagkvæmni útgerðarinnar.
Einkum virkar hún sérkennilega þegar í ljós kemur að allt önnur og skárri staða er hjá vinnslufyrirtækjunum.
Skýringin skyldi þó ekki vera sú að kvótagreifarnir margir hverjir hafi braskað með kvótann og flutt stór verðmæti í aðra starfsemi eða jafnvel úr landi?
Þegar horft er yfir allt sviðið skal engan undra að upp úr sjóði þegar þrýstingurinn er orðinn svo mikill að lokið lyftist af potti hinnar kraumandi óánægju þúsunda fólks.
Vantraust á fjármálakerfið verður síðan til þess að margt fólk reynir að koma eigum og peningum undan og geyma peningana kannski frekar undir koddanum heldur en að láta þá inn í bankann þar sem óvíst er um ávöxtun en skattmann hins vegar nærri til að næla sér í sneið.
![]() |
Viðhorf bankanna hafa breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.10.2010 | 13:09
Öfugt við Landeyjahöfn? Eða hvað?
Ég hef fyrir allnokkru bloggað um þá mótsögn að Vegagerðin hafi annars vegar byggt garða út í ár til um allt land að safna sandburði að þeim, vegna þess að slíkir garðar "drepa" strauminn svo að sandurinn sekkur til botns við garðana, - en hins vegar látið sér koma það á óvart að tveir slíkir garðar sem ganga út frá ströndinni sitt hvorum megin við Landeyjahöfn virki nákvæmlega eins, það er, dragi að sér sand sem fylli höfnina af sandi.
Nú ætlar Siglingastofnun að laða sand að Víkurfjöru með því að gera svona garð út í sjóinn þar og mun mörgum sem fljúga eða sigla meðfram suðurströndinni þykja stinga í augu að þeir sem geri svona garða búist við gerólíkum áhrifum af þeim.
Nú er það svo að það er að sjálfsögðu háð sjávarstraumum hvernig svona garðar virka, en ég bendi á athyglisverða blaðagrein eftir Pál Imsland nýlega þar sem hann færir að því rök að vandamálið með sandburð í Landeyjahöfn verði fyrir hendi um alla framtíð, burtséð frá eldgosum og framburði af þeirra völdum.
![]() |
Hugmyndir um garð út í sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)