22.11.2023 | 18:47
Gagnrýni á fyrirkomulag vegna aðgerða varðandi jarðskorpuhreyfingar.
Haraldur Sigurðsson jarðeðlis- og eldfjallafræðingur skrifar mjög athyglisverðan pistil á bloggsíðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir það fyrirkomulag og valdheimildir sem eru í gildi hér á landi vegna jarðskorpuhreyfinga. Stjórnunin sé í ólestri ofanjarðar, enda skorti alla sérþekkingu meðal þeirra sem þar eru falin völd á þeim atriðum neðanjarðar, sem aðeins til þess bærir sérfræðingar geti dæmt um.
Haraldur nefnir Bandaríkin og mörg fleiri lönd þar sem sérstakar stofnanir sjái um slíkt, enda þurfi sem besta þekkingu til þess að beita við svo sértæk svið allt frá upphafi mannvirkjagerðar.
Nefnt hefur verið í bloggpistlum að allt frá 1954 hafi legið fyrir vitneskja um sprungur og misgengi í bæjarstæðinu í Grindavík.
Fara af neyðarstigi: Íbúar fá rýmri heimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2023 | 17:11
Tólf kílómetra "afgangsstærð" í "jaðarbyggð"?
Of hefur það verið haft á orði á þessari bloggsíðu og hliðstæðum vettvangi hvílíka gersemi er að finna á útjaðri byggðar í Strandasýslu.
Hefur verið tekið svo djúpt í árinni, að enginn, sem hefur sleppt því að fara landveg alla leið norður í Ófeigsfjörð, geti sagt að hann hafi kynnst þessum kynngimögnuðum slóðum.
Af þessum sökum er það þyngra en tárum taki að frétta af því að enn eina ferðina ætli fjárveitingavaldið að svíkja gefin loforð um að lagfæra þá tólf kílómetra sem útaf standa á Veiðileysuhálsi svo að hægt verði að koma á viðunandi vegasambandi allt árið út á þessar tðfraslóðir aðdáenda Árneshrepps og íbúa hans.
Bjarsýnustu vonir að myrkvast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2023 | 19:33
Eitthvað hamlar því að Ronaldo býr ekki lengur yfir yfirburðahraðanum.
Á bestu árum Ronaldo hér fyrr á árum, aflaði hann sé mikillar aðdáunar fyrir þann ofurhraða, sem hann bjó yfir auk frábærrar skottækni.
Í leiknum við Íslendinga í gær virtust yngri leikmenn en hann vera að spila sig inn í landsliðið, og hinn gríðarlegi hraði "í skrefinu", "á fimm metrunum" virðist ekki lengur skapa Ronaldo þá yfirburðastöðu sem hann hafði árum saman hvað snerti snerpu og viðbragð.
Landsliðsþjálfarinn virðist sjá einhverja aðra kosti Ronaldos, sem réttlæti það að hann haldi landsliðsstöðu sinni, en við það að horfa á allan leikinn í gær var ekki að sjá hraðinn mkli, sem meira að segja var eitt sinn á árum áður var mældur í því að láta þá taka viðbragð og spretti saman í tilraunaskyni í sérstakri keppni við fljótasta spretthlaupara landsins, væri hraðann mikla að sjá.
Ronaldo eins og hann sé 18 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2023 | 07:31
Flóknara langtímavandamál í Grindavík en í Vestmannaeyjum.
Þótt íbúar Vestmannaeyja hafi verið fleiri við upphaf Eyjagoss en ibúar Grindavíkur eru núna, sýnist lausn mála fyrir Grindvíkinga geta orðið meira álitaefni.
Ástæðan er sú, að fljótlega kom í ljós í Eyjum, að aðeins myndi gjósa á einum stað á einum kvikugangi, og að hægt var að lýsa yfir goslokum eftir að gosið lognaðist útaf eftir hálft ár.
Þótt hluti bæjarins færi undir ösku og hraun, voru húsin, sem eftir stóðu, heilleg og dreifikerfi og innviðir, óskemmt.
Þetta auðveldaði úrlausn mála, höfnin varð betri ef eitthvað var og atvinnuhúsnæði brúklegt að mestu.
Nú þegar er ljóst, hvort sem gýs fljótlega eða ekki, að öll hús og mannvirki eru stórlega skemmd í Grindavík, og almennt er ekki hægt að lýsa örugglega yfir goslokum á öllum Reykjanesskaganum.
Uppbygging og endurnýjum mannvirkja, húsa og alls annars verður víðfeðmara og flóknara úrlausnarefni en varð í Eyjum fyrir hálfri ðld.
Neyðargarður fyrir Grindavík í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2023 | 23:18
"Landnámið fyrir landnám" langtímaverkefni fræðimanna?
Það má alveg halda því fram, að þjóðhátíðin 1874 á "þúsund ára afmæli landnáms Íslands" hafi verið haldið á röngum tíma, og jafnvel á kolröngum tíma.
Rannsóknir á ýmsum möguleikum þess að hér hafi verið byggð löngu fyrir 870 eru í raun varla komnar af byrjunarstigi ef ný og endurbætt tækni gefur tækifæri til að kafa betur og nánar ofan í þá merku fortíð, sem hér var "áður en sögur hófust."
Leysa bandarískir vísindamenn ráðgátuna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2023 | 23:39
"Ólík skjálftavirkni"?
Það er erfitt að finna upp einhverja algilda formúlu um það hvernig aðdragandi eldgosa í mismunandi eldstöðvum sé. Enda ekki til nein formúla um aðstæður á hverju jarðeldasvæði.
Og setja má spurningamerki við það sem stendur í fyrirsögninni í viðtengdri frétt á mbl. is ekki síst vegna þess sem Kristín Jónsdóttir lýsti vel í viðtali nú síðdegis, að skjálftavirknin og önnur atriði hafa einmitt verið býsna lík í eldgosunum syðra.
Kristín benti á, að ef aðdragandi að eldgosi nú yrði svipaður og í fyrri gosum, væru líkurnar mestar á því að skammt væri í upphaf goss nú.
Hafði að vísu sama fyrirvarann á og kollegar hennar, að auðvitað gæti enn komið til þess að það gæti dregist lengur að jarðeldur brytist út.
Ólík skjálftavirkni í síðustu þremur eldgosum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjótlega eftir upphaf Kröfluelda hófst mikið jarðskjálftatímabil á svæði sem náði allt frá Leirhnjúki og norður í Öxarfjörð. Harður jarðskjálfti stórskemmdi mannvirki á Kópaskeri og mikið misgengi, nýjar gjár og sprungur skóku sveitina mánuðum saman.
Síðuhafi fylgdist með þessu eftir föngum og miðlaði myndum í fréttirnar eftir því sem ástæða þótti til.
Aldrei minnist hann þess þó að lýsingar jarðvísindamanna á þessum hamfðrum hafi hvelfst um kvikuganga á skjálftasvæðinu á nyrsta hluta þessa svæðis, heldur var í frásögnum af stöðu mála, sem miðaðist við kvikuganga og láréttri hreyfingu kviku í tvær gagnstæðar áttir frá Leirhnjúki.
Þær mælingar, sem voru í gangi, miðuðust að mestu við einfaldan hallamæli í stððvarhúsinu, sem var reist fyrir virkjunina, og alls urðu níu eldgos á syðri hluta umbrotasvæðis, sem náði frá Leirhnjúki norður undir Hrútafjðð, en ekkert á skjálftasvæðinu á nyrsta hlutanum.
Ný mælitækni svo sem GPS var víðsfjarri í den, og þess vegna eru aðstæður vísindamanna margfalt betri nú en þá til að gefa ótrúlega góðar lýsingar og greiningar á því, sem er að gerast.
Kvika líklega komið beint upp úr dýpra hólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.11.2023 kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2023 | 22:53
Ósýnilegir óvinir eru ávallt erfiðir viðfangs.
Eftir því sem mælitækni við það viðfangsefni að þekkja sem skást þann ósýnilega vágest, sem hraunkvikan í og við bæjardyr Grindavíkur er, verða fjölbreyttari og nákvæmari, er svo að sjá, að þessi rannsóknarframför geti með ósýnileika sínum gert spár og mat vísindamannanna orðið efni í skekkjum í túlkun þeirra.
Flakkarinn svonefndi í hrauninu í Eyjagosinu "sigldi" efst í hraunstraumnum þar eins og ógnandi risaflykki, nokkur hundruð metra í láréttri fjarlægð frá jaðri hins seigfljótandi hraunflæðis, var að hluta til sýnilegur allan tímann og það gerði auðveldara en ella að berjast við hraunið með stórfelldlri dælingu kælivatns á hraunið til að hamla framrás þess.
Ástandið í Grindavík og sýnileg áhrif hraunkvikunnar þar, eru hins vegar ekki sjáanleg nema með því að skoða aflögun yfirborðsins yfir kvikunni og aflestur af mælum á sigi hinnar miklu sigdældar sem gerir þessi eldsumbrot svo sérstæð og erfið viðfangs.
Kvikan gæti verið komin á 400 metra dýpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2023 | 13:36
Margt óvænt gerðist 1973 í Heimaey.
Eftir að Ólafur Jóhannesson tók af skarið með það að taka slaginn í Eyjum, þótt útlitið virtist kolsvart, gerðist margt óvænt, sem mönnum hafði ekki dottið í hug að gæti snúið atburðarásinni við.
Hraunflæðið sýndist stefna beint í höfnina, en þessi stefna baráttuandans, Óli Jó túlkaði, reyndist happadrjúg, því að farið var út í það að prófa að kæla hraunflæðið með öflugum dælum frá Bandaríkjamönnum og með því tókst að verja höfnina, sem raunar varð betri eftir að gosinuu lauk, ef eitthvað var.
Strikað yfir Grindavík og Bláa lónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2023 | 20:00
1973: "Vestmannaeyjar skulu rísa!"
Fyrir hálfri öld stóð þjóðin frammi fyrir miklum vanda vegna þess að fimm þúsund manna bær hafði verið rýmdur og eldgos var í gangi í jaðri bæjarins.
Í umræðum um málið í beinni útsendingu í sjónvarpinu voru ræddar margir möguleikar, hvernig skyldi bregðast við því að höfnin lokaðist og eyjan yrði óbyggileg.
Voru reifaðar hugmyndir um nýja höfn og byggð við Dyrhólaey auk ýmislegs annars.
Augljóst var, að flestir þátttakendur í þessum umræðum voru í áfalli þar sem þeir sátu hnípnir, enda samsvaraði flótti 5000 manna tvöfalt fleiri flúnum en núna, ef miðað var við stærð þjóðarinnar.
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sat hljóður og rólegur lengi vel, en þegar umræðan var komin á þann stað að málið virist ætla að snúast um það, hvar uppi á landi ný höfn og byggð skyldu risa, rauf hann þögnina og sagði af svo miklum þunga og myndugleik, að seint mun gleymast:
"Vestmannaeyjar skulu rísa!"
Við þetta sló svo áhrifaríki þögn á viðstadda, að umræðunum lauk og ekki var framar minnst á hafnargerð og byggingu útgerðarbæjar uppi á landi.
Bæjarfélagið verður aldrei samt eftir þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)