31.3.2010 | 12:16
Munum: Einn maður hefur þegar farist.
Það eru takmörk fyrir því hve nálægt hraunjöðrum er óhætt að fara. Þetta kom í ljós í Heklugosinu 1947 þegar glóandi hraunmoli féll úr hraunbrúninni og banaði Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi.
1947 hafði verið ívenju langt goshlé á Íslandi. Hekla hafði ekki gosið í 102 ár. Grímsvatnagos var 1934 en síðast gaus á aðgengilegum stað fyrir austan Heklu 36 árum fyrr.
Engir Íslendingar höfðu því reynslu árið 1947 af því að ganga nálægt glóandi hraunstraumum og bröttum hraunjöðrum.
Ekki á að ofvernda fólk á gosstöðvum en hins vegar að byggja að reynslu frá fyrri gosum þegar girt verður í kringum nýja hraunið á Fimmvörðuhálsi. Gott væri að með í för við að afgirða svæðið væri maður sem vanur er umgengni við glóandi hraun.
![]() |
Hraunið verður afgirt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2010 | 10:16
Fólk greiðir atkvæði með hjólunum.
Sagt var á sinni tíð að Austur-Þjóðverjar greiddu atkvæði með fótunum með því að flýja yfir til Vestur-Þýskalands í stórum stíl.
Í vestrænum samfélögum greiðir fólk hins vegar atkvæði "með hjólunum", þ. e. fer þangað á almenningsfarartækjum, bílum, vélhjólum og reiðhjólum sem því finnst henta sér.
Meðan þetta er svona verður miðja höfuðborgarsvæðisins stærstu krossgötur landsins við Elliðaár, - miðja verslunar og þjónustu.
Þungamiðja byggðar á höfuborgarsvæðinu er innst í Fossvogsdal og þungamiðja atvinnustarfsemi er á austurleið, komin vel austur fyrir Kringlumýrarbraut.
Þannig flutti Tryggingamiðstöðin nýlega starfsemi sína frá Ingólfstorgi inn í Síðumúla.
Frá þessari miðju er styttra í Smárann en niður í gamla miðbæinn og vegalengdin til Hafnarfjarðar er ekkert tiltökumál.
Við hjónin, Helga og ég, eigum sjö börn og myndum helst óska þess að þau ættu heima sem næst okkur í Háaleitishverfinu. Eitt barnanna er fatlað og á heima í 105 Reykjavík.
Einu þeirra hugnast best að eiga heima í 101 Reykjavík.
En fimm þeirra eiga öll heima austan Elliðaáa og meirihluta afkomenda okkar býr nú í Mosfellsbæ.
Þetta er barnafólk og líkar betur að búa nálægt jaðri byggðar þar sem stutt er í ósnortin svæði en inni í borginni.
Frá Mosfellsbæ eru 10 kílómetrar að krossgötunum við Elliðaár, en frá Vesturbænum í Reykjavík eru 6-7 kílómetrar þangað.
Það er að sönnu mikilvægt að þétta byggð og stytta vegalengdir. Þó eru takmörk fyrir því hvað hægt er að komast langt í því efni því að fólkið kýs með hjólunum.
Ég tel að fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að minnka eldsneytiskostnað og útblástur sé að búa til hvata til meiri sparnaðar með auknum almenningssamgöngum og raunhæfari skattlagningu á bíla en nú er. Þetta tvennt sparar mikið rými í gatnakerfinu.
Eins og nú er borga bílaeigendur ekkert fyrir malbikið og samgöngumannvirkin sem þeir nota. Þetta er á skjön við það sanngirnismál að þeir borgi sem nota.
Lengd bílanna skiptir miklu máli í því sambandi varðandi umferðartafir. Tölurnar eru nefnilega ótrúlega stórar.
Dæmi: Um Miklubrautina eina fara 100 þúsund bílar á dag. Ef meðallengd bílanna minnkaði úr ca 4,50 m niður í 4 metra, sem er lengd á meðalstórum smábíl, (Skoda Fabia, VW Polo, Opel Corsa) myndu 50 kílómetrar af malbiki verða auðir á hverjum degi sem bílarnir þekja nú.
Japanir hafa um áratuga skeið ívilnað þeim sem nota litla bíla með stærðargjaldi á stærri bíla og það hefur svínvirkað.
Þaðan er
![]() |
Fólk greiðir atkvæði með fótunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2010 | 08:44
Eins og í Sumargleðinni.
Uppákoman á leikvanginum í Króatíu minnir mig á eitt skemmtilegasta atriðið úr Sumargleðinni forðum daga.
Það var þegar Bessi heitinn Bjarnason kom í gervi þvottakarls inn í salinn með fötu og kúst og fór að skúra og truflaði þar með samkomuna, reifst í samkomugestum og öllum, sem á vegi hans urðu á ógleymanlega fyndinn hátt.
Hann fór líka upp á sviðið og eyðilagði listaflutning þar og gerði í raun allt vitlaust í húsinu, bæði í sal og á sviði. Bessi gerði þetta á þann hátt sem honum einum var lagið og engu öðru líkt, einkum vegna þess, að þetta atriði hans var gerólíkt frá sýningu til sýningar og byggðist mjög á mismunandi viðbrögðum áhorfenda.
Stuðmenn gerðu svipað með hjálp Flosa Ólafssonar í mynd sinni þótt ekki væri það með þeim ólíkindum sem Bessa tókst að gæða sitt frábæra atriði, sem aldrei var fest á mynd.
Nei, svona lagað klikkar ekki, það virðist ljóst.
![]() |
Ótrúleg uppákoma í Króatíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2010 | 22:30
Mistök Eiðs Smára að fara til Mónakó?
Sú spurning vaknar eftir góða innkomu Eiðs Smára Guðjohnsens í ensku knattspyrnuna hvort hann hafi gert mistök með því að fara frá Barcelona yfir til Mónakó. Hann á greinilega miklu fremur heima í ensku knattspyrnunni en nokkurs staðar annars staðar og bölvað vesen fyrir hann að bera búinn að tjóðra sig við þá frönsku.
"Það er ekki hægt að berja fólk til ásta" sagði faðir minn heitinn stundum og líklega hvorki gott fyrir Eið eða Mónakó að hann fari þangað aftur.
En þeir feðgar, hann og Arnór, búa yfir góðri reynslu í þessum "bísness" og verða þá bara að vinna sig út úr þessu ástandi.
![]() |
Mónakó vill fá Eið Smára til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2010 | 15:43
Stysta leiðin.
Nú er komin reynsla á það hvaða áhrif það hafi á þverár Krossár að hraun steypist ofan í þær. Hún sýnir að ekki er hætta á að þær vaxi svo að veruleg vandræði verið af eða meiri en af vatnavöxtum vegna mikils úrhellis á sumrin.
Gönguleiðin þarna upp er mun styttri en leiðin upp Fimmvörðuháls að sunnan og fyrir þá, sem eiga sæmilega jeppa, er stytsta leiðin úr Reykjavík einfaldlega að fara á þeim austur að heppilegri gönguleið upp hálsinn að norðanverðu.
Spáð er eindreginni norðanátt alveg fram að páskahelgi og þess vegna er engin hætta á gosefnum þarna.
Í þessum efnum mun reynast betur að segja ekki "nei, nei, nei," heldur "já, ef" og fylgja síðan vel fram skilyrðum leyfis og standa þarna góða vakt eins og verið hefur aðalsmerki þeirra sem hafa veitt ómetanlega aðstoð og leiðbeiningar vegna þessa goss.
![]() |
Margir komnir í Þórsmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2010 | 03:56
Magnaðar breytingar á gígnum.
Ég var að koma úr ferð að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og grauta í afrakstrinum.


Um leið og byrjaði að lægja klukkan fimm í gær var lagt upp frá Sólheimahjáleigu.

Myndirnar sem eiga að fylgja þessum pistli verða nokkurn veginn í réttri tímaröð.
Það tekur tíma að færa þær inn á síðuna og því koma þær hægt og bítandi.
Raunar er einhver óvenjuleg tregða núna og sendi ég því pistilinn út en set myndirnar inn síðar, - verð að fara að halla mér.
Ég fór í þetta sinn einn á einhverjum ódýrasta jöklajeppa landsins, litlum Geo Tracker (Suzuki Vitara, stuttur) blæjubíl, sem er svo léttur (1220 kíló) að á 35 tommu dekkjum hefur hann sama flot á snjónum eða jafnvel betra en stóru drekarnir, sem ég var í samfloti með.
Undi sér best fljótandi á snjóþekjunni utan við djúpu hjólförin eftir stóru jeppana.
Í leiðangrinum voru þrír góðir Moggamenn, Ragnar Axelsson, Pétur Blöndal og Árni Johnsen.
Á leiðinni var útsýnið stórkostlegt þegar komið var vestur af Goðabungu með gosstöðvarnar framundan í vestri og Goðaland, Þórsmörk, Almenninga, krýnd af Tindfjallajökli.


Ekki var útsýnið síðara yfir hinn hrikalega krika í vestanverðum Mýrdalsjökli með Emstrur í norðri.
Ekki brugðust jarðeldasýningar nýja hraunfossins, sem fellur niður í Hraunagil og gígsins, sem hefur breyst alveg ótrúlega mikið síðan ég sá hann síðast á föstudaginn var.
Þá sneri op hans í suður og hraunáin féll í austur, en nú er hann búinn að hlaða svo miklu hrauni upp að straumar renna nú í norður og norðvestur.
Væntanlega munu myndir RAX prýða Morgunblaðið í fyrramálið og næstu daga, en sjálfur náði ég góðum kvikmyndum og ljósmyndum af hraunfossinum og gjósandi gígnum í ljósaskiptunum.

Margt var um manninn á gosstöðvunum og nú er gósentíð hjá ferðaþjónustufólkinu.
Ferð með jeppa eða stórum fjallabíl á gosstöðvarnar getur kostað frá 15 þúsund krónum og allt upp í 40-50 þúsund krónur á mann fyrir útlendingana, sem eru tilbúnir að borga mikið fyrir upplifun, sem þeim býðst ekki nema einu sinni á ævinni.


![]() |
Gosórói er aftur að vaxa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2010 | 10:54
Fer eftir hugarfari áhorfandans.
Margt það sem sagt er eða sýnt og þykir umdeilanlegt byggist á hugarfari áhorfandans eða áheyrandans.
Gott dæmi um það er ósköp sakleysisleg mynd af Jósef og Maríu, sem hefur valdið úlfaþyt.
Má segja að sá úlfaþytur komi fremur upp um hugarfar gagnrýnenda en þess sem myndina gerði.
Gildir um slíkt hið fornkveðna:
Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er /
svo andann gruni ennþá fleira en augað sér.
Eða vísa K. N.
Á undan mér hofróðan hraðaði för. /
Í hálsmáli kjólinn var fleginn. /
Á bakinu öllu engin spjör /
en er nokkuð hinum megin?
![]() |
Bólfimi Jósefs ekki særandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2010 | 15:49
Eldgos geta haft lækningamátt.
Ég get vitnað um það að eldgos geta haft lækningamátt.
Þegar eldgosið á Fimmvörðuhálsi braust út voru réttar fjórar vikur liðnar frá því ég fótbrotnaði og ég var enn í gifsi og á hækjum.
Átti að fara í endukomu eftir hálfa viku og reiknað var með tveimur vikum í viðbót, eða sex vikum alls til þess að brotið greri að fullu, ef það væri ekki byrjað að gliðna.
En staðreyndirnar tala sínu máli: Um leið og gosið hófst henti ég hækjunum og hef ekki notað þær síðan.
Gipsið var tekið og reyndist fótbrotið ekki hafa gliðnað. Það er að vísu ekki gróið að fullu, læknirinn áætlar að eina viku eða rúmlega það vanti upp á það
Síðan tekur við endurhæfing auk þess sem huga þarf að slæmu ástandi hins hnésins, sem tvívegis hafði verið skorið og þoldi ekki álagið sem fylgdi því að taka að sér hlutverk beggja fótanna.
Ég sakna gifsins ekki nema að einu leyti.
Þegar ég var með það og hækjurnar sögðu sumir við mig: "Hvað ósköp ertu eitthvað aumur" eða "ósköp ertu eitthvað linur að sjá". Þá reiddi aðra hækjuna á loft og lamdi eins fast og ég gat á brotna hnéð, svo buldi í, og svaraði: "Það er nú eitthvað annað. Ég hef aldrei verið harðari!" "Þetta geta ekki margir gert!"
![]() |
Fór lamaður að eldgosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.3.2010 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2010 | 13:15
Fagnaðarefni.
![]() |
Sátt um Reykjavíkurflugvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2010 | 23:44
Almennar reglur á heimsvísu.
Um flug við gosstöðvarnar gilda svipaðar reglur og gilda í flestum löndum um flug utan flugstjórnarsviðs.
Flugstjórnarsvið er ofan við 3000 feta hæð yfir sjó (915 m) eða í meiri hæð en 1000 fet (305 m) frá jörðu þar sem jörðin er meira en 2000 feta há yfir sjó (610m)
Í fyrsta flugi mínu yfir svæðið stakk ég upp á því að við, sem þar værum á flugi, hefðum samband okkar á milli á bylgjunni 123,45. Þegar ég kom til Reykjavíkur stakk ég upp á því við flugstjórn að valin yrði sérstök bylgja fyrir þetta flug og varð bylgjan 118,1 fyrir valinu.
Flugmenn sem fljúga yfir og við gosstaðinn hafa stillt inn á þessa bylgu og láta aðra vita af sér og hafa samskipti eftir þörfum.
Allir flugmenn, sem annt er um öryggi sitt, nýta sér þetta í samvinnu við aðra, sem fljúga á svæðinu.
![]() |
Mikil flugumferð við gosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)