12.9.2023 | 07:24
Það besta í matargerð getur oft verið ódýrt og einfalt.
Á ferðalögum erlendis blasir oft við hvað einfaldir matarréttir geta oft verið bæði ljúffengir og saðsamir og að hvert land eða hérað lumar oft á óvæntum tilbrigðum í því efni.
Á ferð um Normandí í Frakklandi undanfarna daga hefur sérstök gerð af grjótnagraut glatt bragðlaukana á hverjum degi, og byggist gerð þessa matar mjög á þeirri aðferð sem notuð er við að sjóða hann.
Sðmuleiðis hefur oft komið í ljós, að eins einfaldur fiskréttur og þorskur er, býður upp mikla sundurgerð í útfærslum á matardiskinum.
Hafragrautur sem bragðast eins og kaffikaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2023 | 16:52
Áhættuspil með gullegg.
Villtur Íslandslax er eitt þeirra gulleggja, sem nú er verið að setja í kaldrifjað áhættuspil.
Ótal váboðar og teikn eru á lofti, en menn virðast harðir í því að gefa skít í landeldi og stefna í hættuspil af áður óþekktri stærð.
Telur strokulaxa í Ísafjarðará ógna uppbyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2023 | 06:39
Jafnvægisleysi sem of mikil uppsveifla skapar.
Stanslaus krafa nútíma hagstjórnar um takmarkalausan og stanslausan hagvöxt getur tekið á sig sérkennilegar myndir eins og atvikið í Zurich sýnir glögglega.
Vandamálið hríslast niður eftir launastiganum og samsetningu þjóðfélagsins, því að ævinlega eru það láglaunastéttir og innflytjendur, sem á endanum þurfa að koma til skjalanna til að leysa grunnvandann, sem er skortur á nauðsynlegri gerð vinnuafls.
Inn í þá keðju vandans sogast eftirsókn flóttafólks og útlendinga eftir störfum, sem mjög tíðkast að bolva án þess að huga nægilega að því, hver grunnorsökin er.
Farþegavél flogið án farangurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2023 | 20:04
Eitthvert frægasta markaðstorg heims.
1974 voru einu kynni Síðuhafa af Arabalöndunum í Afríku fram að því frá sjóferð með viðkomu í Tanger í Marokkó haustið 1967.
Það var auðvitað eftirminnileg ferð en menn með þekkingu á Arabaheiminum fullyrtu, að þessi staður í norðvesturhorni Áfríku gæfi ekki nema lítla nasasjón af þessum heimshluta í samanburði við borgina Marrakesh, sem langt inni í landi.
Með þessi ummæli í huga var því notað tækifærið í janúar 1975 og farið flugleiðis frá Kanaríeyjum í dagsferð til Marrakesh.
Markaðstorgið í borginni og næstu götur við það reyndust ólýsanlegt ævintýri og vðrpuðu ljósi á átæðu þess að Alfreð Hitchcock valdið sem vettvang fyrir eitt af frægasta kvikmyndaatriði sínu.
Margt af því sem sjá mátti og upplifa í hliðargötunum tók öllu fram, eins og til dæmis það að sjá viðskipti með lifandi hænsn, sem tekin voru hálstaki og höfuðið hoggið af við afhendingu eins og ekkert væri sjálfsagðara!
Þetta rifjast upp þegar fréttir berast af ógnarlegum jaröskjálfta þarna, sem sennilega hefur verið enn ólýsanlegri en dvölin þar um árið.
„Það greip um sig mikil örvænting og hræðsla“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2023 | 07:00
Hæg, en ískyggileg stigmögnun Úkraínustríðsins.
Langflestar fréttir af vopnavæðingunni í Úkraínustríðinu snúast um öflugri og afkastameiri þungavopn.
þegar það er, ásamt mannaskiptum, dregið ssaman ´eitt verður útkoman oftast hin sama á heildinga litið; stigmögnun stríðsins.
Bakhjarlar staðgengilsstríðsins Úkranínumegin ráða yfir kjarnavopnum, og það gerir Rússlandsher líka sín megin.
Hervæðingarfréttirnar eru því í raun vondar fréttir, fréttir af stigmögnun, sem snúa flestar í eina átt, að auka stríðið og draga það á langinn. Slíkar fréttir geta seint talist góðar eða jákvæðar fréttir, því miður.
Á bakvið liggur hótunin í samræmi við svonefnda MAD-kenningu, Mutual Assured Destruction; á íslensku GAGA, Gagnkvæm altæk gereyðing allra.
„Við þurfum fleiri þungavopn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.9.2023 | 15:57
M.R. ekki enn búinn að bíta úr nálinni með refsingu fyrir ráðdeild.
Það er alkunnugt fyrirbæri að þegar forráðamenn ríkisrekinna stofnana vilja sýna ráðdeild og aðhald í rekstri verði niðurstaðan öfug miðað við þessa viðleitni.
Í stað þess að umbuna viðkomandi stofnun fyrir framtakið, er henni refsað á þann hátt að úthluta henni minni upphæð en ella, en leyfa hins vegar öðrum ríkisstofnunum að komast upp með að fara fram úr fjárlagaheimildum og knýja síðan fram aukin framlög.
Nú er svo að sjá að enn einu sinni eigi að hætta við endurbætur á húsnæði og aðstæðum skólans og núa salti í gömul sár.
Á þessi aldna og gamalgróna stofnun betra skilið.
Endurbætur á MR komnar í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2023 | 21:16
Stórbrotnar spár um gervigreindina sýna víðfeðmi málsins og gildi.
Greinilegt er að innrás gervigreindar á öll svið mannlífs og þjóðlífs er að bresta á, og möguleikarnir á áhrfum hennar eru að mati þeirra, sem gerst hafa kannað þessa byltingu, eru stórbrotnir.
Menn deila aðallega um hve miklir þeir verða og á hve margvíslegan hátt þeir geti orðið að verulega vandasömu viðfangsefni, sem hún mun raska hressilega.
Þessi álitaefni ættu hins vegar varla að geta orðið svo ofsafengin að allt fari úr böndum.
Stærsta áskorunin er að halda henni frá því að komast inn á hættulegasta svið númans sem er hina hrikalegu uppsöfnun kjarnorkuvopna þjóða heims, MAD, Mutual Assured Destruction, þar sem ógnarjafnvægið á þessu sviði býður upp á virkni Murphys lögmálsins þar sem treyst er á að allir aðilar séu tilbúnir með að framkvæma þann möguleika að gereyða öllu mannkyni, og það meira að segja margsinnis í leiðinni. GAGA, Gagnkvæm altæk gereyðing allra!
Gervigreind geti ekki leitað að haglabyssu í skáp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á almennum fundi um flugvallamál og sjúkraflug fyrir nokkrum árum varpaði ráðamaður fram þeirri skoðun, að leggja ætti Reykjavíkurflugvöll niður og miða allt sjúkraflug við það að miðja þess yrði á Keflavíkurflugvelli.
Þetta er arfa slæm sýn, því að ferð sjúklinga nær upphafsstað þar sem hún hefst, sem er mun nær Akureyri. Og þar er athugandi að hafa eina af þyrlunum að minnsta kosti.
Á sama fundi var því varpað fram að allt sjúkraflug ætti að vera framkvæmmt með þyrlum, sem einnig lýsir mikilli vanþekkingu á muninum á þyrlum og flugvélum með föstum vængjum.
Þyrlur eru að sönnu ómissaandi sem hluti sjúkraflugs, en rekstrarkostnaður þyrlu er að jafnaði fjórum til fimm sinnum meiri en jafnstórrar flugvélar, og þar að auki ráða tæknileg grundvallaratriði flugs því, að flugvélin flýgur bæði tvöfalt hraðar og hærra.
Í umræðunni í dag er enn verið að sífra um að nýjar gerðir á borð við Osprey ("tilt-rotor") séu að koma til skjalanna, atriði sem líka var talað um fyrir 30 árum og hefur ekki gerst enn, vegna einfaldra flugtæknilegra annmarka.
P.S. Í athugasemd er fullyrt að í bloggpistlinum krefjist 50 hobbýflugmenn sjúkraflugvélar fyrir sína sérhagsmuni og Akureyringa eina og Þessi ummæli dæma sig sjálf.
Vill fá eina þyrlu LHG til Akureyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2023 | 15:36
Orðið maður gengur sem rauður þráður i gegnum menntun og menningu.
Það er óhætt að taka undir orð Óla Björns Kárasonar um þær fyrirætlanir að sameina tvo framhaldsskóla á Akureyri, sem eiga sér ólíkan bakgrunni, tilgang og þátt í menntasögu þjóðarinnar.
Sameiningin ber með sér keim þess hugsunarháttar, að þessar stofnanir séu eins konar verksmiðjur, sem framleiða eigi staðlaða afurð af færibandi.
Orðin mennt og menning eru dregin af orðinu maður, og menntastofnunum er ætlað að taka þátt í því breiða uppeldishlutverki að að "koma fólki til manns" í sem fjölbreyttastri merkingu þess orðs.
Þegar vel tekst til með félagslíf og sköpun lista og afraksturs víðfeðmrar þekkinga verður til afar gefandi og nytsamlegt samfélag, sem byggist á verðmætri hefð og sögu þar sem maður er manns gaman.
Byggist á misskilningi á eðli menntunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2023 | 12:23
Efni í túristagos allra tíma?
Ljóðið Fjallið Skjaldbreiður hefur öðru fremuur haldið uppi nafni þessarar einnar af þremur stærstu dyngjum Íslands og auk þess átt stóran hlut í þeirri frægð, sem Þingvallaþjóðgarður nýtur.
Margt magnað má þar minnast á, en það hlýtur að vera vægast sagt stórbrotin tilhugsun að möguleiki kunni að vera fyrir hendi hvenær, sem er, að þar verði á ný allt að aldar langt dyngjugos kunni verða að verða stærra atriði í gildi svæðisins en nokkuð annað.
Fjöldi skjálfta nálgast átta hundruð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)