Spennandi óvissa um ástandið framundan í hvalveiðunum.

Spurningin sem nú blasir við í hvalveiðum íslendinga hvort öll hin nýju skilyrði, sem hafa verið sett, muni verða til það mikils trafala, að það nálgist það að jafngilda jafn miklum eða meiri hömlum við veiðaranar og áður giltu og verða ígildi hvalveiðibanns.  

Og síðan eru það hinir stórkostlegu fjármunir sem eru í veði varðandi samtök bandarískra stórleikara, sem sjá fyrir framan sig þá megin niðurstöðu, að veiðarnar fái að halda áfram og muni þá gera mikinn usla á hinu stóra sviði í kvikmyndaiðnaði hér á landi með tilheyrandi stórtjóni.    


mbl.is Gæti verið ómögulegt að uppfylla skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðferð Pútíns er einsdæmi meðal þjóðarleiðtoga.

Fróðlegir hafa verið þeir heimildarþættir og fréttaskýringar sem birst hafa um feril Vladdimir Pútíns Rússlandsforseta.  

Það má til dæmis segja um upprifjun Veru Illugadóttur á RÚV þar sem síendurtekin hvörf helstu andstæðina hans voru rakin. Eitrað var fyrir fólki, það féll út af svölum og úr gluggum eða lentu í dulafullum slysum, blaðamenn skotnir eða fjarlægðir á annan hátt. 

Ævinlega er aðdragandi að þessum aðförum, því að Pútín virðist vanda vel til verka. 

Hann virðist takmarka fjölda látinna sem mest og þekkir áreiðanlega orð Stalíns: "Að drepa einn mann er morð, - að drepa milljón er tala." 


mbl.is Pútín varð að drepa Prígósjín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrettán eldstöðvar sýna merki um virkni. Þvi hafði verið spáð.

Um síðustu aldamót leiddu jarðfræðingar líkum að því að vegna minnkunar íslensku jöklanna, myndi virkni íslenskra eldstöðva aukast á þessari öld, líkt og gerðist fyrir ellefu þúsund árum í lok síðustu ísaldar. 

Guðmunur Sigvaldason sló á þá ágiskun að þá hefðu eldgos orðið allt að þrjátíu sinnum tíðari en þekkst hefði áður, aðallega á svæðinu norðan núverandi Vatnajökuls. Því væri það engin tilviljun að stærsta hraunbreiða Íslands, Ódáðahraun, sæti þar eftir sem vitni um þetta.  

Ástæðan er sú létting á jökulfargiinu, sem hafði þetta í för með sér, og léttingin varð mest á þessu norðaustursvæði. 

Ekkert er líklega hægt að segja með vissu um það hvort svipað sé almennt í aðsigi nú, en hvernig, sem því er háttað, að þrettán eldstöðvar sýni nú merki um virkni, rímar alveg við aldarfjórðungs gamla spána um slíkt. 

Sumar þeirra hafa verið rólegar í aldaraðir, likt og eldstöðvarnar á Reykjanesskagi þar sem þær hafa nú vaknað eftir átta alda svefn.    


mbl.is Þessar eldstöðvar sýna merki um virkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síbreytileg hegðun eldstöðva, sem brýst fram hér og þar?

Í ágúst 2014 hófst skjálftahrina í Bárðarbungu, sem er hugsanlega öflugasta megineldstöð landsins. Aður en hún hófst hafði sú tilgáta að þessi mikilvirka eldstöð hefði í krafti kvikuinnskota til suðvesturs hálfpartinn stjórnað hinum stóru gosum sem teygðu sig allt suður í Hrafntinnuhraun 1477.  

Hins vegar var þá talið að Bárðarbunga hefði ekki sams konar áhrif yfir til Öskju. 

Í sjálfstæðri fréttaferð til Sauðárflugvallar var fyrst veitt athygli sú gígaröð sem hafði gosið í Holuhrauni fyrir um tveimur öldum, en beðið var álits Páls Einarssonar á því í þrjá daga. 

Í ljós kom að Bárðarbunga hafði verið sðkudólgurinn því nú endurtók hún leikinn með margfalt stærra Holuhrauni, sem var mesta hraungos á landinu frá Skaftáreldum. 

Vísindamenn virðast nú standa hugsanlega frammi fyrir því endurmati, sem speglast í mbl.is viðtölum við Þorbjörn Þórðarson, og það endurmat snertir mun stærra svæði en 2014. 


mbl.is Kvika sem hefur ekki sést áður á skaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamfarahlaup til vesturs er stærsta ógnin hjá Kötlu. Hrollvekjan Drumbabót.

Langflest jökulhlaupin sem komið hafa úr Kötluöskjunni í gegnum aldir og órþúsundir, hafa hlaupið til austurs, og þannig var það 1918.  Einstaka hafa komið niður frá Sólheimajökli, og sagnir eru frá einu slíku í upphafi byggðar í landinu.  

Þau hlaup, sem mestan usla geta gert, hlaupa til vesturs niður í farveg Markarfljóts og Þverár, og er staðurinn Drumbabót beint niður af Fljótshlíð einn mest hrollvekjandi vitnisburðuinn um þau gríðarlegu eyðingaröfl, sem íslenskar eldstöðvar geta búið yfir. 

Í Drumbabót standa sundurhöggvin trá upp úr sandinum, sem fyrir landnám geystist niður til vesturs í geysilegu aurflóði, sem mölbraut og sópaði burtu stórum birkiskógi, sem þá þakti greinlega allt þetta svæði. 

Hamfaraflóð til vesturs er líklega mesta ógnin, sem stafar frá Kötlu, því að það gæti borist til suðurs og vesturs yfir byggð í Landeyjum og valdið gríðalegu tjóni.   

Sundurhöggvin trén í Drumbabót gefa smá hugmynd um það yrði undan að láta niðri á sléttunni í formi húsa og mannvirkja ef allt færi á versta veg. 


mbl.is Hefur áhyggjur af Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notkun rafbíla kostar alveg nýja nálgun ökumanna.

Notkun rafbíla í stað eldsneytisknúins bíls krefst nýrrar nálgunar ökumannsins hvað varðar aksturslag og athygli við að nýta sér upplýsingarnar sem sjá má á upplýsingaskjá bílsins. 

Eitt af því sem er algengt er það, að notkun miðstöðvar til upphitunar krefst mun meiri orku en í bíl sem fær hitann frá afgangsorkunnar sem verður í brunahólfi eldsneytishreyfilsins. 

Hjá flestum ökumönnum beinist athygli þeirra og aksturlag fljótlega meira að því að nýta upplýsingarnarnar af skjánum til þess að spara upphitunina, en hins vegar veita aðrir þessu minni eða jafnvel enga athygli.  

Uppgefin orkugeymd lithíum rafhlaðna miðast við 20 stiga útihita, en drægnin minnkar um eitt prósent fyrir hvert hitastig sem útihitinn fellur. 

Það sýnist ekki stórvægilegt, en við 0 stiga hita er drægnin 20 prósent minni og í 10 stiga frosti 30 stigum minni. 

Mismunur rafbíla og eldsneytisknúinna bíla er sá, að útihiti hefur margfalt meiri áhrif á rafbíla en eldsneytisknúna bíla. Kalt veðurfar er því dragbítur á rafbíla á norðurslóðum. 

 Við mat á drægninni er notað opinber mælingaaðferð sem ber heitið WLTP og er hún með heldur hærri drægnistölur en raunin er á norðlægum sloðum. 

Margir framleiðendur og seljendur rafbíla minnast á það við sölu bíla sinna, að drægnin geti liðið fyrir aksturlag og aðstæður.

Í fréttinni frá Noregi er ýjað að því að innrás Kinverja á alþjóðleg rafbílamarkaðinn kunni að eiga einhvern þátt í svona fréttum, en í upplýsingum um rafhlöður í þeim bílum er ekki hægt að finna slíkt út.    


mbl.is Fá rafbíl endurgreiddan vegna of lítillar drægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstein: Ekki hægt að bæta úr mistökum ef nota á sömu hugsun og olli þeim.

Stóra myndin af auðlindamálastefnu jarðarbúa er sú, að hún er knúin áfram af óseðjandi nýtingarþörf í veldisvexti og í því felast grundcallarmistök. 

Hermt er að Albert Einstein hafi sagt almennt um mistök, að ef menn ætluðu sér að læra af þeim og bæta sitt ráð, fælist kolröng leið í því ef nota ætti sömu hugsun við það og olli þeim. 

Þetta gildir um íslenska orkustefnu.  Eina ráðið, sem síbyljukórinn um að tvöfalda virkjanahraðann kann, felst í sömu hugsuninni og olli meintum orkuskorti nú til orskuskipta. 

Talan, sem vitnar um það er 80 prósent, þ.e. þau 80 prósent af orkuframleiðslu okkar sem fara til erlendra stóriðjufyrirtækja og rafmyntagraftar. Þessi talar hækkar sífellt á kostnað íslenskra fyrirtækja og heimila. 

"Popplag í G-dúr, það er engin leið að hætta" sungu Stuðmenn, og hækkuðu sífellt tóntegundina. 


mbl.is „Þurfum að hafa hraðari hendur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steyptist lóðrétt niður úr 38 þúsund feta hæð á 30 sekúndum?

Birst hafa fréttir af því, að aðeins 30 sekúndum fyrir brotlendingu Embraflugvélar Brigosjíns hafi allt flugið gengið tíðindalaust. 

Þá hafi hún skyndilega fallið í svo djúpa dýfu, að nálgaðist lóðrétt hrap.  

Hafi það á annað borð verið ætlun þeirra, sem hugsanlega hafi borið ábyrgð á slysinu, að koma Brigosjín fyrir kattarnef, þá varð dauði þeirra, sem um borð voru, margfalt meira tjón fyrir Wagner hópinn, því að forysta hans var nánast þurrkuð út.

Verði orsakir slyssins ekki upplýstar, hefur Pútín látið framkvæma sjaldgæft ippon gagnvart mótstöðumönnum sínum. 

Vitnisburðir sjónarvotta af svona slysum eru yfirleitt óáreiðanlegir, oftast þannig að í endurminningunni verður sprenging, sem verður þegar vélin kemur niður, ranglega á meðan hún er á flugi.  


mbl.is Flugriti vélar Prigósjíns fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandasamt að smætta lúxusbíla.

Gott dæmi um það hve vandasamt það geti verið að smætta lúxusbíla fólst í örlögum bandaríska bílsins Packard fyrir bráðum heilli öld.

Á uppgangsárunum fyrir kreppuna miklu á fjórða áratug síðustu aldar náði Packard þeim harðsótta sessi að verða "the standard of the world", þ.e. eftirsóttasti bíll þjóðhöfðingja og mestu valdamanna. Roosevelt Bandaríkjaforseti sendi fyrsta forseta Íslands Fackard Clipper bíl að gjöf með Goðafossi haustið 1944, en hann sökk með skipinu út af Garðskaga og hvílir þar enn á hafsbotni. 

Fundinn var annar, eldri og stærri Packard í staðinn, sá sem nú er í eigu embættisins. 

Hjartað í Packard var vélin, átta strokka "flathead" línuvél sem vó næstum hálft tonn. 

Þegar nýjar gerðir bíla komu á markaðinn eftir stríð vantaði Packard fé til að endurnýja útlit bíla sinna. 

Til að bjarga því máli fyrir horn var það ráð tekið að bæta við uppfyllingarefni í hliðar Packard Clipper, sem var að vísu sæmilega fallegur, en þetta tókst ekki vel, og klíndu sumir viðurnefninu "pregnant elefant" á bílinn, hann var bæði klunnalegur og viðbæturnar á brettum og hliðumm vógu hátt í 100 kíló. 

1948 gerði GM atlögu að Packart með spánnýjum Cadillaac sem var fyrsti bíllinn með uggum að aftan, sem entust sem tákn í 17 ár. 

Aðalatriðið var þó stórgóð V-8 toppventlavél, sem bar af hliðarventla hlunknum í Packard. 

Og nú komu 15 ára gömul Packard í koll, sem sé þau, að til þess að bíta af sér kreppuna ákvað Packard bjóða upp á minni og ódýrari gerðir með sex strokka hliðarventlavélum.

Þetta bjargaði að vísu fyrir horn, en aðeins í bili, því að í ljós kom mikið óhagræði varðandi ímynd Packard nefnsins sem besta lúxusbíls heims. 

Íslendingar fylgdust hlægilega illa með, því að þegar síðasti forseta Packardinn var keyptur, var hann aðeins Studebaker í lélegu dulargervi eftir að Packard sameinaðist Studebaker.  

Cadillac rann sitt skeið sem "standard of the world" með tilkomu Benz S og Lexus G400 í lok aldarinnar og bæði þessi merki hafa orðið að fara í gegngum það ferli að bjóða upp á misstóra og misdýra bíla líkt og Packard gerði fyrir 90 árum.  

Samsetning kaupendahópsins hefur gjörbreyst með tímanum og gott gengi Benz og Lexus sýnir, að ef rétt er að þessu staðið, á það að geta heppnast og auðgað bílaflóruna. 


mbl.is Smár, knár og með stóra drauma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið mál. Var verið að refsa Brigósjín?

Eins og flest, sem tengst hefur Jevgení Brigósjín, er erfitt að ráða í þær ástæður sem hafa ráðið þar för.  

Þegar Pútín samdi við hann  á dögunumm, kom þar fram að hann yrði í útlegð í Belarus og kæmi ekki ekki til Rússlands. 

Þá brá svo við að Brigósjín ferðaðist eins og jó jó á milli Skt.Pétursborgar og Moskvu og dúkkaði upp um víðan völl, síðast í Afríku rétt fyrir dauða sinn.  

Jafnan hefur verið erfitt að rekja þau mál þegar helstu andstæðingar Pútíns hafa lent í hremmingum, svo sem eitrunum og mál Brigósjíns virðist sveipað svipaðri hulu. 


mbl.is Minntist ekki orði á flugslysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband