25.9.2013 | 20:59
Reyndur og farsæll fagmaður.
Ég vann á sínum tíma með Gísla Marteini Baldurssyni á fréttastofu Sjónvarpi og líkaði vel við hann þá og alla tíð síðan. Skiptar skoðanir okkar í flugvallarmálinu hafa engin áhrif á það.
Gísli var góður fagmaður sem gætti þess að hafa í heiðri þá reglu fréttamanna að skilja skoðanir sínar eftir heima þegar hann fór í vinnuna.
Hann var með ágæta spjallþætti og því að mínum dómi hið ágætasta mál að fá hann á ný til starfa hjá RUV þar sem hann getur notað reynslu sína og áhuga á dagskrárgerð.
![]() |
Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2013 | 09:51
"Ríkið, það er ég!" Svona á að stjórna landinu.
Nýtt orðfæri varð til þegar einvaldur Frakklands mælti ofangreind orð fyrir nokkrum öldum.
Nú virðist það hafa fengið endurlífgun í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu: "Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd..."
Málið dautt. Hæstráðandi afturkallar lög sem Alþingi hefur samþykkt eins og að drekka vatn. Löggjafarvaldið er einvaldsins. Svona á að stjórna landinu.
Svipað orðfæri var notað fyrir tveimur dögum. Vegamálastjóri sagði þá ítrekað og segir enn að hann muni vinna mál, sem er fyrir dómstólum og því sé engin þörf á að biða eftir þeim dómi, heldur farið áfram á fullu í að valda óbætanlegum skemmdum á náttúruverðmæti.
Málið dautt. Hæstráðandi hefur talað. Dómsvaldið er hans. Svona á að stjórna landinu.
Valdmennirnir höfðu framkvæmdavald en með því að taka sér dómsvald og löggjafarvald líka er einræðið fullkomnað. Svona á að stjórna.
Það er alltaf gott að vita hver ber hina endanlegu ábyrgð og hefur endanlegt vald. Ísienskir aðalverktakar eru að vísu að störfum í Gálgahrauni, en eigandi ÍAV er svissneska fyrirtækið Marti Holding AG.
Til þess að sinna upplýsingaskyldu um Gálgahraunsmálið hefur verið sett upp upplýsingaskilti á deilusvæðinu sem meðfylgjandi mynd er af.
Til vinstri á myndinni er endir á kílómeters langri moldarhrúgu, sem búið er að moka upp, þar næst kemur upplýsingaskiltið, - Bessastaðir eru í bakgrunni en til hægri eru gröfurnar og hraunið sjálft.
![]() |
Lög um náttúruvernd afturkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.9.2013 | 18:35
Sjálfstæðiskjósendur oft stærsti náttúruverndarhópurinn.
Í skoðanakönnun um Kárahnjúkavirkjun 2002 var stærsti flokkspólitíski hópurinn hvað höfðatölu snerti og kvaðst andvígur virkjuninni, þeir sem kváðust jafnfram myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn .
Sama var uppi á teningnum í skoðanakönnun varðandi það að gera Miðhálendið að þjóðgarði.
Þess vegna má aldrei alhæfa um skoðanir Sjálfstæðismanna um þessi mál og tilvist Sjálfstæðra umhverfissinna er alveg sérstakt fagnaðarefni fyrir mig, mann sem hefur haft þrjá vinnuveitendur í gegnum tíðina, sem ég vann lengst hjá, en það eru RUV, Stöð 2 og Sjálfstæðisflokkurinn.
![]() |
Vilja endurskoða skipulag vegarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.9.2013 | 11:22
Nýr vegur hættulegri en sá gamli !
Gálgahraunsmálið snýst um það að Vegagerðin taki sér ekki dóms- og framkvæmdavald í þessu máli, heldur verði það leitt til lykta fyrir dómstólum eins og gerist í réttarríki og siðuðu samfélagi.
Engu að síður verða einnig að liggja fyrir réttar staðreyndir um önnur atriði málsins svo sem slysatíðni og umferð. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið frá Ólafi Guðmundssyni, sem er einn okkar helsti sérfræðingur í umferðaröryggismálum.
Tölur sýna að slysatíðni á núverandi vegi er ekki meiri en gengur og gerist í vegakerfinu og einnig sést, að miðað við það sem lagt er upp með varðandi nýja veginn getur slysatíðnin orðið meiri á honum en hinum gamla.
Nánar tiltekið er Álftanesvegur núverandi í 26. sæti af 50. sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu varðandi slysatíðni og því er í raun ósvífið að halda því fram að taka þurfi Álftanesveg fram yfir 25 aðra sambærilega vegi á höfuðborgarsvæðinu og ana út í fáránlegar framkvæmdir.
Þegar við bætist að auðvelt er að tvöfalda núverandi veg og hafa vegrið í miðjunni eins og víða sést hér á landi, umferðin er aðeins 7000 bílar á dag en ekki allt upp í 50 þúsund bílar samtals sem er verið að tala um á nýja veginum, sést fáránleiki þessa máls.
Umferðin á Skeiðarvogi gengur alveg upp þótt þar fari 14000 bílar á dag og íbúðablokkir séu þar við og tveir skólar.
Umferðin á Miklubraut fyrir vestan Ártúnsbrekku er 90 þúsund bílar á dag og það sýnir hve óraunhæfir loftkastalarnir eru um 50 þús bíla umferð þvers og kruss um svæði, sem angar af söguslóðum og náttúruminjum og er á náttúruminjaskrá, enda njóta eldhraun sérstakrar verndar.
![]() |
Vöktuðu Gálgahraun í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
23.9.2013 | 22:20
Hvatning til margþættrar baráttu.
Það mæddi mikið á Má Haraldssyni, oddvita Gnúpverja, í deilunum um Norðlingaölduveitu, en hann stóð eins og klettur fram til síðustu stundar, þrátt fyrir glímu við illvígan sjúkdóm í lokin.
Það eitt að taka sem sjónvarpsmaður viðtöl við hann þegar harðast var barist, var afar gefandi.
Nú er svo saumað að náttúruverðmætum landsins, að sú óskastund að geta verið viðstaddur afhjúpun minnisvarða um þennan merka baráttumann veittist mér ekki.
Í Gálgahrauni er einn af mörgum átakapunktunum í náttúruverndarbaráttunni og þessa dagana verður að standa vörð og hlaupa ekki af vettvangi.
Um þá baráttu gilda þessar ljóðlínur úr ljóði Snorra Hjartarssonar, "Land, þjóð og tunga":
"...Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
þú heimtar trúnað, spyrð hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér,
örlagastundin nálgast, dimm og köld.
Hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld.
Ísland, í lyftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld."
Í Gljúfurleit stendur minnisvarðinn um Má Haraldsson og leiðir hugann að þeirri aðför, sem menn vilja nú gera að Gljúfurleitarfossi, Dynk og Kjálkaversfossi, þremur stórfossum fyrir neðan fyrirhugaða Norðlingaölduveitu, sem einnig er ógn við Þjórsárver.
![]() |
Minnisvarði um merkan Íslending |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.9.2013 | 18:46
Lögbann frestar framkvæmdum.
Málið, sem nú er dómtaka á á fimmtudag vegna vegagerðar í Gálgahrauni, snýst um að setja lögbann á framkvæmdina. Slíkar kröfur hafa oft verið gerðar og lögbanni beitt.
Það er því alrangt hjá Vegagerðinni að dómsmál vegna lögbanns fresti ekki framkvæmdum. Lögbann gerir það einmitt oft og iðulega og ástæðan er nákvæmlega sú sama og í Gálgahrauni, að frestun komi í veg fyrir óafturkræft tjón, í þessu tilfelli umhverfistjón á meðan málaferli eru í gangi.
Þess ósvífnara er það hjá Vegagerðinni að ætla að keyra í gegn sem mest spjöll á Gálgahrauni meðan lögbannsmálið er í gangi og málaferlin yfirleitt.
Reynslan af gildi Árósasáttmálans um lögvarða hagsmuni almannasamtaka hefur reynst vel í að meðaltali 15 ár sem hann hefur gilt í Evrópulöndum og engin ástæða til að óttast að hér á landi "geti hver sem er stöðvað hvað sem er hvenær sem er" eins og Vegagerðin heldur fram.
Það er umhugsunarefni við Íslendingar skulum hafa dregið lappirnar í hálfan annan áratug að lögleiða þessa sjálfsögðu og vel heppnuðu réttarbót, sem meira að segja Austur-Evrópuþjóðirnar, mestu umhverfissóðar Evrópu áður fyrr, hafa fyrir löngu lögfest.
![]() |
Málshöfðun frestar ekki framkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.9.2013 | 22:41
"Túrbínutrixið" klikkaði 1970. Hvað nú?
Stjórn Laxárvirkjunar ákvað að kaupa svo stórar túrbínur í Laxárvirkjun 1970 að andstæðingar Gljúfurversvirkjunar stæðu frammi fyrir gerðum hlut, yrðu að játa sig sigraða og að virkjunin yrði að veruleika.
Sigurður Gizurarson, lögmaður Laxárvina, byggði málsvörn sína á því að með því að kaupa túrbínurnar áður en dómsmálum hefði lokið, hefði stjórnin tekið áhættu (siðlausa áhættu) og ætti því sjálf að taka afleiðingunum af því Laxárvinir létu ekki kúga sig.
Nú virðist Vegagerðin leika sama leik í Gálgahrauni. Í landinu eru í gildi lög um það að samtök á borð við Náttúruverndarsamtök eigi lögaðild af framkvæmdum sem þau leggðust gegn með málsókn.
Þetta mál er ekki útkljáð fyrir dómstólum en samt hefur Vegagerðin haldið framkvæmdum sínum til streitu í trausti þess að ef hún komist upp með að rústa hrauninu, hafi Hraunavinir í raun tapað málinu, þótt þeir vinni það fyrir dómstólum.
Vegamálastjóri segist meta það svo fyrirfram að hann muni vinna sigur í dómsmálunum og á grunni þess geti hann tekið sér það dómsvald í raun sem felst í því að rústa hrauninu.
Sem sagt: Orðið ríki í ríkinu með dóms-og framkvæmdavald í þeim málum sem hann velur sér til þessa ofríkis.
Ef aðrir í landsmenn gætu tekið þetta upp í álitamálum er ljóst að það verður óþarft að hafa dóms- og réttarfar, - hrokafullir valdsmenn geti hrifsað það til sín.
Nýlega hefur Vegagerðin tapað tveimur dómsmálum og þurft að borga alls 280 milljónir króna í skaðabætur.
Ekki er að sjá annað en að mönnum þyki svona lagað sjálfsagt mál og enginn spyr, hvort þetta sé eðlilegt eða viðunandi.
Ef Vegagerðin tapar Gálgahraunsmálinu og hefur rústað hrauninu áður, geta engar skaðabætur fært okkur aftur hraunið. Það er munurinn á þessu máli og hinum málunum sem hún er að tapa. Ef það er í skjóli þessa sem hún veður í hraunið er það siðlaust.
"Túrbínutrixið" klikkaði 1970 vegna staðfestu þeirra sem létu ekki kúga sig. Vegagerðin á enn tækifæri á að breyta um stefnu í þessu máli. Vonandi gerir hún það.
![]() |
Fólk myndar bara mannlega keðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2013 | 21:44
Dýrðardagur frá sólrisi til sólseturs.
Dagurinn í dag var dýrðardagur frá sólrisi til sólseturs og svo sannarlega dagur til að skapa í flugferð fyrir sjónvarpsþáttinn "Ferðastiklur".
Flogið var og lent á nokkrum viðkomustöðum allt frá Dölum norður um Strandir og suður um Vestfirði og Breiðafjörð.
Svona heilsaði Hvalfjörður okkur í morgun spegilsléttur með Botnssúlur í baksýn.
Og einhvern tíma á útmánuðum mun væntanlega geta að líta sólarlagið yfir sunnanverðum Breiðafirði á leið suður í 8500 feta hæð.
Svona dagar hafa því miður verið miklu færri en undanfarin sumur, en kannski vorum við orðin of góðu vön.
Þess vegna var ánægjan því meiri þegar lent var í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld.
![]() |
Afar fallegt sólarlag í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2013 | 09:07
Skelfa út fyrir landsteinana.
Það er ekki nýtt að uppreisnarmenn og stigamenn í Sómalíu hafi ekki aðeins látið að sér kveða innan landamæra landsins heldur líka í nágrannalöndunum Kenía og Eþíópíu.
Fyrir nokkrum árum fengu Eþíópíumenn Bandaríkjamenn til að gera flugskeytaárás á búðir þeirra í Sómalíu til þess að minnka ógnina af þeim.
Árið 2006 átti ég leið um suðausturhluta Eþíópíu með íslenskum trúboða áleiðis til El-Kere, sem er fjallahérað þar norður af. Í Hindane, héraðshöfuðborg, sem farið var í gegnum, fengum við aðvaranir um það að leiðin væri ótrygg vegna stigamanna, sem ættu það til að gera strandhögg á þjóðleiðinni og hverfa síðan til baka yfir landamærin.
Þetta fyllti mann ákveðnum óhug en ekkert gerðist í þetta sinn.
Á hafinu austur af Sómalíu hefur ríkt einstakt ástand sjórána um árabil, heimsbyggðinni til hrellingar.
Og nú sér maður sjóræningja í öðru ljósi en í bókunum um Captain Blood og aðrar "sjóræningjahetjur" sem maður las sem strákur fyrir 60 árum.
Með árásinni í Nairóbi breiðist út vaxandi ótti við þessa óaldarmenn. Næsti vettvangur gæti orðið Addis Ababa í Eþíópíu.
Þessir óþjóðalýður gerir ekkert nema illt af sér. Hann gerir einræðisstjórnum í nágrannaríkjunum einfaldlega auðveldara fyrir með að herða harðstjórnartök sín, en slíkt ástand hefur ríkt í raun í Eþíópíu og óafléttu hernaðarástandi milli landsins og Eritreu borið við.
Ekkert er kærkomnara fyrir einræðisstjórnir en að geta bent á utanaðkomandi óvin.
![]() |
Enn setið um árásarmennina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2013 | 16:48
Vissi hann um Sigurð Þórarinsson?
Fyrir næstum 60 árum spurði nemandi í M.R. Sigurð Þórarinsson menntaskólakennara hvort hómósexúalismi væri ættgengur. "Nei, ekki ef hann er praktiseraður eingöngu" svaraði Sigurður að bragði.
Þetta varð fleygt svar og spurningin er hvort Pútín hefur frétt af þessu þótt seint sé þegar hann dregur ályktanir af svipuðum toga.
![]() |
Berlusconi dæmdur vegna kynhneigðar sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)