Færsluflokkur: Bloggar
29.11.2021 | 14:24
Forsenda fyrir orkuskiptum er þekking á gildi íslenskra náttúruverðmæta. Hana skortir.
Bandaríkjamenn komust að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega hálfri öld að þekking á helstu náttúruverðmætum þess lands væri forsenda fyrir niðurstöðu.
Hún fólst hjá þeim í ævarandi vernd og friðun Yellowstone háhitasvæðisins og friðun þess hluta Kólóradófljóts, sem þá var óvirkjað.
Hér á landi eigum við enn langt ófarið í að kafa á samsvarandi hátt ofan í málin hér.
Sem dæmi má nefna, að hinn eldvirki hluti Íslands sé eitt af 60 mestu náttúruundrum heims, en á þeim lista kemst Yellowstone ekki á blað.
Ef hugsað er á heimsvísu, að íslensku heimsdjásnunum verði fórnað á altari skefjalausrar sóknar eftir orku, munum við með leggja okkar skerf til að vernda "hin heilögu vé, sem aldrei verði snert" í Ameríku og standast þó ekki hinum bandarísku snúning.
Þegar Alcoa hafði samið um að tortíma hinum gríðarlegu náttúruverðmætum, sem Kárahnjúkavirkjun gereyddi til eilífðar, var sett upp skilti við aðkeyrslu að virkjanasvæðinu, sem bar þessa áletrun: "Kárahnjúkavirkjun getur verið forsenda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs."
Svona orðalag er því ekki nýtt af nálinni.
![]() |
Segir orkuskipti forsendu umhverfisverndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2021 | 09:58
"Nýr veruleiki" þar, hvað hér?
Þegar birtist það sem kallað er "nýr veruleiki" í ýmsum löndum, sem sum hver voru á dögunum nefnd sem fyrirmynd í að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum, leiðir það hugann að því, hvort einhvers konar nýr veruleiki muni birtast hér.
Að minnsta kosti vekur athygli hve víða hinn nýi veruleiki birtist í miklu harðari aðgerðum en hafa verið hér.
![]() |
Nýr veruleiki í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2021 | 23:15
Nokkur dæmi um veiklaða stöðu Vinstrigrænna blasa við.
1. Sjallar og Framsókn geta myndað þriggja flokka stjórn með öðrum en Vg.
2. Hlutfallsleg völd Vinstri grænna í ríkisstjórn og stjórnkerfinu miðað við samstarfsflokkana minnka. ss
3. Þingmönnum Vinstri grænna hefur fækkað.
4. Vinstri grænir missa umhverfismálaráðuneytið, en það ráðuneyti er keppikefli allra græningja.
5. Hálendisþjóðgarðsmálinu er að mestu stútað í takt við þau ummæli að því aðeins sé hægt að stofna þjóðgarð, að hann verði með "útvötnuðu" fyrirkomulagi. Sem þýðir virkjanir og mannvirkjabelti svonefnd.
Margt fleira má nefna, og þegar litið er á flóknar og erfiðar tilfærslur á stofnunum, málaflokkum og skipan ráðuneyta lyktar það af því að þessa tvo mánuði, sem hefur tekið að mynda þessa stjórn hafi staðið yfir einhvers konar Matadorspil um hlutverkaskipan.
![]() |
VG ber ekki skarðan hlut frá borði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2021 | 14:51
"Ætli maður kjósi ekki bara Framsóknarflokkinn"heilkennið.
Framsóknarflokkurinn var alla kosningabaráttuna með eitt aðal slagorð: "Að fjárfesta í fólki."
Á hárréttu augnabliki, alveg rétt fyrir kosningar komu þeim með eitthvert snjallasta kosningabragð sögunnar: "Ætli maður kjósi´ekki bara Framsóknarflokkinn".
Það kom fram á sama tíma og kosningarnar voru að skella á og stór hluti kjósenda klóraði sér í hausnum við tilhugsunina um níu flokka í kjöri með flóknar og ítarlegar stefnuskrár, sem ómögulegt var að muna.
Miðflokkurinn var með tíu kosningaloforð og Samfylkingin með flókinn og langan loforðalista ásamt miklum útskýringum og báðiir þessir flokkar urðu fyrir vonbrigðum; Miðflokkurinn raunar hruni.
Flokkur fólksins blómstraði á einu stórmáli, sem auðvelt var að muna eftir.
"Að fjárfesta í fólki" kemur beint úr kosningaloforði Framsóknar sem það fyrsta sem blasir við með nýrri útgáfu af stjórn Katrínar.
Þegar Kárahnjúkavirkjun var í bígerð kom í ljós í skoðanakönnun að þriðjungur þeirra sem völdu Vinstri græna voru meðmæltir Kárahnjúkavirkjun.
Og einnig, að helmingur þeirra, sem þá völdu Sjálfstæðisflokkinn, voru andvígir virkjuninni.
Þetta þýddi, að langstærsti flokkpólítíski hópurinn meðað andstæðinga virkjunarinnar hallaðist að Sjálfstæðisflokknum,
Þetta útskýrir hve auðvelt reynist oft að sveigja Vinstri græna til afsláttar í náttúruverndarmálum og í stjórnarskrármálinu.
Stórlega styrkt staða Sjalla og Framsóknar, sem geta látið glytta í útskipti á samstarfsaðila ef þeir þurfi, birtist nú í því að Vinstri grænir telja sig til neydda að fórna eðlilegu flaggskipi hvers flokks, sem telur sig til græningja, umhverfisráðuneytinu.
Framsókn var í oddaaðstöðu eftir kosningarnar 2017 sem hefur styrkst enn frekar í þessum kosningum.
![]() |
Ríkisstjórnin ætlar að fjárfesta í fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um áratuga skeið á síðustu öld var það hefð hjá Alþýðuflokknum að fara ekki í stjórn nema fá félagsmálaráðuneytið í sinn hlut. Svipað gilti hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi dómsmálaráðuneytið.
Fylgistap Vinstri grænna kemur þeim nú illilega í koll við það að missa umhverfisráðuneytið einmitt núna, þegar ásókn Framsóknar og Sjalla í skefjalausan hernað gegn íslenskri náttúru hefur verið hert til muna.
Þetta kann að breyta því hve margir, sem hafa stutt aðra flokka, hafa stutt þetta stjórnarmynstur í skoðanakönnunum fram að þessu og gerbreyta vígstöðunni fyrir Vinstri græna.
![]() |
Ríkisstjórnarmyndun samþykkt af öllum flokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2021 | 12:31
Stríðið endalausa, allur varinn góður.
Stríðið við sýkla og veirur er og verður stríðið endalausa og um hvern og einn gildir að allur er varinn góður.
Vegna stökkbreytinga þurfa vísindin jafnt sem allur almenningur að verjast af alefli, og svo er að heyra að góð von sé til þess að efla sóttvarnir og bóluefni nægilega til að halda velli.
En, allur er varinn góður og sem flestir þurfa að vinna saman í baráttunni.
![]() |
Þróun bóluefnis gegn nýju afbrigði yrði hröð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2021 | 21:27
Átti "það var hægt að svindla" ekki líka við í fyrri kosningum?
Strax í upphafi talningamálsins í Borgarnesi kom fram að svipaðar aðstæður hefðu verið í fyrri kosningum við talningar, ekki innsiglað en atkvæðakassarnir gleymdir í læstu rými.
Ein helstu rökin sem færð hafa verið fram fyrir því að svo mikil líkindi séu fyrir því að stunda kosningasvindl um daginn, að reikna verði með því að það hafi verið gert.
"Það var hægt að svindla", er sagt.
En hvað um fyrri kosningar. Verður að gera ráð fyrir því að þá hafi verið svindlað?
Og hvað með hið forna meginatriði réttarfars, að allur vafi skuli túlka sakborningi í vil.
Í umræðunni í talningamálinu hefur verið sögð setningin að "lýðræðið skuli njóta vafans."
En lýðræðið er bara ekki sakborningur í málinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2021 | 12:02
Bylgjan getur orðið langvinn.
Bylgjan farsóttarinnar lætur engan bilbug á sér finna og nú vofir yfir hætta á að nýtt og enn skæðara afbrigði berist til Evrópu frá Afríku.
Verðlækkanir eru strax komnar í kauphallirnar.
Á sama tíma er rekinn mikill andróður gegn bólusetningu rétt eins og afnám varna sé rétta leiðin í þessu máli.
Allt er þetta er með miklum ólíkindum.
![]() |
149 smit innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2021 | 23:33
Sami höfuðgalli og á lögunum um Landsdóm.
Þegar fjallað var um Landsdóm í lagadeild Háskóla Íslands fyrir tæpum 60 árum vöktu lagagreinarnar um dóminn í stjórnarskránni svipaðar tilfinningar og skrýtið fornaldarfyrirbrigði, sem aldrei hafði verið beitt, og að best væri að leggja þetta fyrirbrigði niður.
Fyrirsjáanleg væri hætta á því að í málarekstri fyrir slíkum dómi myndu þingmenn lenda í óbærilegri aðstöðu við að ráða úrslitum um sekt eða sakleysi vinnufélaga, sem oft voru sessunautar og höfðu bundist vinaböndum með árunum á þingi.
Stjórnlagaráð afgreiddi málið með því að leggja dóminn niður og styrkja þess í stað stöðu dómskerfisins til að taka málið fyrir.
Svipaður galli er einnig í kosnningaákvæðunum um kjörbréf þingmanna. Það býður augljóslega vandræðum heim að þingmenn séu að fjalla kjörbréf sjálfra sín.
Sem betur fór var hinn illskásti af þremur slæmum kostum valinn á afgerandi hátt.
![]() |
Kjörbréf allra þingmanna staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2021 | 17:59
Töðugjöldin voru íslenskur þakkargjörðardagur og uppskeruhátíð.
Í auglýsingu í útvarpi í dag hefur mátt heyra hvatningu til þess að gera hinn bandaríska Thanksgiving Day að íslenskum hátíðisdegi með þeim rökum að það sé gert víða um lönd og skuli dagurinn á Ísladi vera til heiðurs íslensku sauðkindinni.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan slatti af verslunum tók sig saman um að gera mestalla vikuna, fimm daga, að fimmföldum Black Friday.
Sagt er í auglýsingunni að fjölmargar þjóðir heims haldi Thanksgiving Day hátíðlegan á sama hátt og Bandaríkjamenn, væntanlega síðasta fimmtudag nóvembermánaðar eins og þar, en þetta er alrangt.
Aðeins þrjár þjóðir í Norður-Ameríku gera slíkt.
Hins vegar hafa hliðstæðir hátíðisdagar til að fagna lokum uppskerutímans verið haldnir víða, meðal annars á Íslandi í formi svonefndra töðugjalda.
Ástæðan var ærin á hverjum bæ, því að það var einhver verðmætasti áfanginn í búskap hvers heimilis að öll hey væru komin í örugga geymslu og til taks yfir komandi vetur.
Fátæk einstæð móðir tveggja barna var á norðlenskum bæ þar sem síðuhafi dvaldi í fimm sumur, og þetta var mesti hátíðisdagur þess árstíma á þeim bæ.
Aðeins á töðugjöldum voru tertur og annar hátíðamatur hafður á borðum.
Töðugjöldin voru ekki aðeins til að fagna því að sauðkindin hefði nóg að éta, heldur líka kýr, hestar og hænsn.
Eltingarleikur hér á landi með snobbi fyrir bandarískri hefð vegna landtöku nokkurra landnena á austurströnd Bandaríkjanna fyrir um 300 árum verður æ hlálegri og fráleitari með hverju árinu og er stefnir í heimsmet.
Það er sjálfsagt mál að halda hátíðlega uppskeruhátíð hér á landi, en ef slíkt er gert, þarf að vera fyrir hendi lágmarks samsvörun við íslenskar aðstæður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)