Færsluflokkur: Bloggar

Grafin upp gömul öxi.

Flugvélar hafa fyrr en nú verið notaðar til eftirlits með umferð. Ég minnist þess frá árinu 1986 að hafa fylgst með slíku eftirliti á Dornier Do 27 flugvél, sem Haraldur Snæhólmf flaug með lögreglumenn í í eftirlitsferð.

Við sjónvarpsmenn lentum á túninu á Hrútatungu í Hrútafirði til að taka við hann viðtal.

Þyrla er að vísu notadrýgri en flugvél, en 4-5 sinnum dýrara er að fljúga þyrlu en flugvél af sambærilegri stærð.

Dornier-vélin fyrrnefnda gat lent á litlum blettum en þó var erfiðara að komast að grunsamlegum bílum en á þyrlu.

Ég vil benda lögreglunni á að nota kvikmyndatökuvélar til að taka kvikmyndir af bílum, því að á slíkum myndum er hægt að mæla hraðann eftirá og með sambandi við löggæslu á jörðu niðri að finna út hinn brotlega.


mbl.is Ók framúr flugvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira en álver.

Gaman er að lesa athugasemd sem komin er fram um áform Bakkavarar um að reisa verksmiðju á Íslandi sem skapi 750 störf. "Til hvers?" er spurt í athugasemdinni. "Það vill enginn vinna í fiski."

Nei, það vilja víst allir vinna í álverum, ekki satt?

Í útreikningum um virðisauka sem starfsemi færir inn í samfélagið hefur komið í ljós að hvert starf í sjávarútvegi skapi nær þrefalt meiri virðisauka en hvert starf í álveri.

Samkvæmt því myndi verksmiðja Bakkavarar skila verðmæti inn í þjóðfélagið sem væri meira en það verðmæti sem öll störf í núverandi álverum landsins leggja til. Engum ómetanlegum náttúruverðmætum yrði fórnað né sótt að dýrmætri ímynd landsins sem skapar mikil verðmæti í ferðaþjónustu.

Komið hefur í ljós í hruninu að í þeim sjávarútvegi sem hér er nú stundaður, er bundinn traustasti grundvöllurinn fyrir verðmætasköpun í þjóðfélaginu hvað snertir gildi framleiðsluvara sem skapa útflutningsverðmæti.

Með verksmiðju, sem vinnur úr fiski, er leitast við að vinna dýrmætari vöru úr hráefninu í stað þess að flytja það óunnið úr landi. Hráefnið kemur beint upp úr auðlindalögsögu landsins í stað þess að kaupa þarf hráefnið erlendis frá til álframleiðslu og flytja það til Íslands um þveran hnöttinn til þess að búa til annað hráefni hér sem flutt er út.

En trúin á álguðinn er svo sterk að fyrirtækið Ríó Tinto sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar erlendis og verið lýst í breska þinginu sem saurugasta fyrirtæki heims hefur fengið sérstakan gæðastimpil Íslendinga.

Eftir sem áður er það þó íslenskur mannauður sem er dýrmætasta auðlind okkar ásamt einstæðri náttúru landsins.


mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslur, - til hvers?

Í fréttum útvarps í kvöld var greint frá þeirri ætlan að setja lög um það að meirihluti Alþingis geti ákveðið að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál.

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé alveg grútmáttlaust frumvarp þar sem er hvergi nærri komið til móts við þær kröfur sem gerðar eru á okkar tímum um að auka lýðræði. 

Í mörgum nágrannalöndum eru í gildi lög sem gera ákveðnum minnihluta kjósenda eða þingmanna kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilsverð mál. 

Tilgangur þjóðaratkvæðagreiðslna er að ná fram beinu lýðræði í mikilsverðustu málum þar sem opnað er fyrir leið framhjá þeim helsta galla fulltrúalýðræðisins að fólkið framselur vald sitt til fulltrúa sinna og gerir þá að millilið, sem oft fer á svig við þjóðarviljann.

Sem dæmi um þetta mætti nefna nokkur mál: Aðildina að NATÓ, EFTA og EES, Kárahnjúkavirkjun og fjölmiðlalögin. Í öllum þessum málum réði meirihluti þings för og lagðist gegn því að þau væru lögð beint í dóm þjóðarinnar.

Ef hliðstæður kæmu upp myndi meirihluti þings einfaldlega ekki taka þjóðaratkvæðagreiðslu í mál og í málum, þar sem þjóðin væri sammála þingmeirihlutanum hefði hvorki hún né þingmeirihlutinn áhuga á því að leggja þau mál að óþörfui dóm þjóðarinnar. 

Síðast, árið 2003 felldi meirihluti þingsins einfaldlega tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun.

Sú tillaga sem nú er borin fram mun reynast jafn máttlaus og ákvæðin í stjórnarskránni um Landsdóm sem aldrei hafa komið til framkvæmda. 

Upptalning mín á málum sem hefði átt að leggja beint í dóm þjóðarinnar segir ekki neitt um afstöðu mína til þessara mála. Ég get þess vegna upplýst það nú að ég var fylgjandi aðild að NATÓ, EFTA og EES, en andvígur Kárahnjúkavirkjun og fjölmiðlalögunum. 

Þótt ég persónulega hefði auðvitað verinn feginn því að hin þrjú fyrstnefndu mál voru ekki borin undir dóm þjóðarinnar og þeim þar með teflt í tvísýnu hef ég ætíð talið að slík stórmál heyri beint og milliliðalaust undir þjóðina sjálfa og sjálfsagt að láta í minni pokann fyrir dómi hennar. 

Ég vísa í Moggaviðtal frá í apríl 2007, sem fyrir sérkennilega tilviljun hangir uppi á vegg í innanlandsflugsafgreiðslu F. Í. á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég sagði um það sem þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að fjalla: "Allt sem þjóðina varðar" 


Vorferð á Vatnajökul - 3.dagur.

Hér kemur þriðji pistillinn um vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands.

DSCF5362

Bið velvirðingar á því hve hann hefur dregist en það er í mörg horn að líta hjá mér. 

Þétt dagskrá mælinga og starfa lá fyrir á þriðja degi vorferðarinnar.

 

 

 

 

Efst sjáum við bíl Landsvirkjunar, sem notaður var í ferðinni undir stjórn Hannesar Haraldssonar og síðan nokkur af tækjunum sem eru í bílnum. dscf5380_862006.jpg

Dagsferðirnar krefjast talsverðs undirbúnings og þarf að koma ýmsum búnaði í gang.

 

Fyrsta dagsferðin var frá Grímsfjalli niður í Grímsvötn undir stjórn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings.

Þarna uppi í meira en 1700 metra hæð verður að nota hvern dag vel, sem gefur.

Dæmi eru um í fyrri leiðöngrum að fólk hefur verið veðurteppt í skálanum í allt að fjóra daga. dscf5437_862008.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Grímsvatnasléttunni fara fram mælingar með nýjustu tækni til að varpa ljósi á það sem þarna er að gerast. dscf5385_862035.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

dscf5398.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar ekið var vestur Grímsvatnalægðina sást vel til Grímsfjalls. Enn og aftur vakti undrun hvernig Bryndís Brandsdóttir og samferðamaður hennar útlendur lifðu það af að falla í frjálsu 200 metra falli í bíl fram af fjallinu fyrir ca. áratug og lifa það af. dscf5448_862039.jpg

 

 

 

 

 

 

 Á næstu mynd sést grilla í gíginn frá gosinu 1998 vinstra megin á myndinni en framundan er eystri hluti gígsins frá í gosinu 2004. 1998 gígurinn fyllist hratt af ísi og ísinn sækir líka að yngri gígnum.  dscf5417_862017.jpgMagnús Tumi fór þarna niður við þriðja mann og á myndunum ættu stærðarhlutföllin að sjást vel ef þið sjáið slóðina þeirra á víðu myndunum og berið þær saman við nærmyndir sem teknar voru af þeim niðri í gígnum. Hægt er að láta myndirnar fylla út í skjáinn með því að smella á þær í tveimur áföngum. 

 

 

 

 

 Á myndinni af eystri hlutanum standa þau neðst í hlíðinni á miðri mynd.  dscf5416_862025.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni af vestari hluta gígsins sést slóðin eftir þau niðri á botninum nálægt hömrunum í vesturhlíð hangs og þar fyrir neðan er nærmynd af þeim. dscf5411_862029.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 dscf5402_862030.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísinn breytir landslaginu hratt og það sáum við ennþá betur þegar ekið var norður í Skaftárkatla og Gjálp, en líka var farið til mælinga í Skaftárkötlum. dscf5431_862031.jpg

Skaftárkatlarnir fyllast ótrúlega upp eftir hlaup úr þeim og á myndunum sjáum við efsta hluta ísveggjarins í baksýn þar sem mælingamenn eru við störf.

Það er skrýtin tilfinning að vera þarna og sjá engin merki um heitt vatnið, sem lyftir íshellunni stöðugt upp þar til hún fellur niður og hlaup brýst fram í miklu hlaupi í Skaftá í ca 50 kílómetra fjarlægð.

 

 

 

 dscf5432_862040.jpg

                                                     Í Gjálpargosinu myndaðist 450 metra hátt eldfjall í gjánni, sem varð til þegar gaus 1996 og flóðið mikla fór niður á Skeiðarársand.

Nú, tólf árum síðar, hefur ísinn ekki aðeins kaffært þetta fjall, sem var tvisvar sinnum hærra en Keilir frá rótum upp á topp, heldur liggur tindur Gjálpar nú á 150 metra dýpi!

Það eru þessir ógnarkraftar íss og elds sem hafa skapað Grímsvötnum sess sem eitt af sex merkilegustu eldfjöllum heims, þeirra er fólk getur séð og skoðað.

 

Neðstu myndirnar eru af fólki á göngu í þessu hrikalega og síbreytilega landslagi átaka íss og elds. dscf5386_862033.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

dscf5389_862034.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 dscf5405.jpg


Hvað um símahleranir hér?

Norðmönnum hefur ekki verið sama um það sem aðhafst hefur verið þar í landi varðandi símahleranir og njósnir.
Þeir létu ekki sitja við umræður um símahleranir heldur ákváðu aðgerðir, gengu í málið og gerðu það sem hægt var til að upplýsa um þær.

Það gerðu þeir með því að ákveða fyrirfram að ekki yrði um sakamál að ræða heldur einungis gagngera rannsókn sem skilaði árangri. Þar með gátu viðkomandi gefið upplýsingar, jafnt "litli landssímamaðurinn" sem þeir er tengdust framkvæmd símhlerana.

Ég hef áður bloggað um það að ég hefði rökstuddan grun um ótrúlega víðtækar símahleranir hér á landi fyrir aðeins nokkrum árum og hef greint frá því hvað benti til þess að svo hefði verið og væri kannski enn.

En svo virðist sem fámennið hér valdi því að viðbrögðin eru önnur en í Noregi, tómlæti og þögn.

Það er sagt að þjóðir fái þau yfirvöld og ástand sem þær sjálfar vilji í raun. Mér sýnist að Íslendingar sætti sig við það að búa við þau mannréttindabrot og frelsisskerðingu sem símhleranir eru.

Þetta gerir hinn íslenski Ragnar Reykás í raun þótt hann hjali um ást sína og þjóðar sinnar á frelsi og mannréttindum.


mbl.is Hugsanlega fylgst með netnotkun norsku konungsfjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússnesk rúlletta með mannslíf.

Einn angi sársaukafulls niðurskurðar á ríkisútgjöldum blasir við í samdrættinum hjá Landhelgisgæslunni. Málið er mjög einfalt, - það verður einfaldlega spilað áhættuspil með mannslíf bæði á sjó og landi.

Þetta blasir mun betur við varðandi þyrlureksturinn en á ýmsum öðrum sviðum í öryggis- og tryggingarkerfi landsmanna þar sem niðurskurðarhnífnum verður beitt, til dæmis í heilbrigðisþjónustunni.

Næstu samdráttarár verða að meðaltali tíu dagar á ári sem engin þyrla verður til taks. Enginn veit hvaða dagar þetta verða og hvenær kemur að því óhjákvæmilega, að mannslífi eða mannslífum verður fórnað fyrir sparnaðinn.

Í útreikninginn mæti bæta líkindareikningi á því hve mörg mannslíf eða hlutfall af mannslífum muni missast við þetta.

Hvert íslenskt mannslíf telst vera um 200 milljóna króna virði í beinhörðum peningum. Líkast til gildir um þetta það sama og um nánast allt nú sem fyrr, köldu mati á peningunum einum en ekki hinni andlegu hlið þjáninga og óbeins tjóns vegna missis manna, sem fórnað kann að verða í ískaldri og tilfinningalausri rússneskri rúlletu.


mbl.is Engin þyrla tiltæk í 10 daga á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi Jón Hreggviðsson í uppsiglingu.

Um miðja síðustu öld náði Brynjólfur Jóhannesson slíkum tökum á túlkun Jónanna í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar og nafna hans Hreggviðssonar í Íslandsklukku Halldórs Laxness að minningin um persónusköpun Brynjólfs og samanburður við hana hefur háð öllum leikurum, sem hafa leikið þetta hlutverk síðan.

Mér er ekki kunnugt um að neinn hafi náð að gera jafn vel og Brynjólfur.

Byrnjólfur var fenginn sem gestaleikari til Þjóðleikhússins þegar verkin voru færð upp þar, svo óumdeildir voru yfirburðir hans í sköpun þessara tveggja rammíslensku persóna stórskáldanna.

Á stórhátíð á Þingvöllum sá ég fluttan kafla úr Íslandsklukkunni þar sem Ingvar E. Sigurðsson lék Jón Hreggviðsson og varð hrifinn af túlkun hans, - hafði ekki séð svo góð tök á hlutverkinu í nær hálfa öld.

Það er því fagnaðarefni að Benedikt Erlingsson ætli að gefa Ingvari kost á að ljúka því sem hann byrjaði svo vel á á Þingvöllum og tilhlökkunarefni að sjá hvernig rætist úr. Jón er nú í þeim bestu höndum sem völ er á og spennandi persónusköpun í uppsiglingu.


Endurtekur sagan frá 1771 sig?

Í Landsnefnd svonefndri sem Kristján 7. skipaði 1771 til að standa fyrir umbótum á Íslandi var einn erlendur maður.

Umbótaöfl í Kaupmannahöfn fengu því til leiðar komið að Norðmaður sem var formaður nefndarinnar. Það átti að tryggja að nefndinni tækist að framfylgja umbótatillögum konungs sem hann setti fram í tíu liðum.

Niðurstaðan varð sú að Norðmaðurinn var ofurliði borinn af innlendum ráðamönnum og nær ekkert var gert í málinu.
Þetta seinkaði framförum á Íslandi um meira en heila öld. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins blæddi.

Það yrði eftir öðru ef eini útlendingurinn, sem fenginn hefur verið til að fara ofan í saumana á efnahagshruninu yrði hrakinn frá störfum.

Í fámennis- og klíkuþjóðfélagi okkar hefði eina vonin verið sú að algerlega óháðir erlendir aðilar stjórnuðu rannsóknum og aðgerðum til að hreinsa hér út, hefðu um það úrslitavald og bæru á því ábyrgð.

Ætlar sagan frá 1771 að endurtaka sig?


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfið virðist engu skipta.

P1010009Morgunblaðið hefur fylgst vel með djúpboruninni í Vítismóum. Er það vel. Aldrei eru þó sýndar myndir af henni.

Myndin hér efst sýnir hluta borbúnaðarins og hvernig hann kallast á við Leirhnjúk, sem er í baksýn skammt frá.

Myndirnar má stækka og láta þær fylla út í skjáinn með því að smella á þær í tveimur áföngum.

Næst efsta myndin sýnir hvernnig borbúnaðurinn blasir við frá bílastæði ferðamanna sem ætla að ganga að Leirhnjúki. 

 

P1010003

Á mynd númer þrjú sést frá víðu sjónarhorni afstaða bílastæðisins til vinstri, borstaðarins og Leirhnjúks, en næst okkur á myndinni er heljarinnar gufuleiðsla sem lögð hefur verið frá borholu ofan við sprengigíginn Víti, sem kallast þannig á við Leirhnjúk, að djúpborunarstaðurinn er þar á milli. 

Holurnar sem kallast á við Leirhnjúk og Víti eru nefnilega á þremur stöðum.

Núna heyrist ekki mannsins mál fyrir hávaða frá blásandi holu við Víti.

Á fjórðu mynd talið ofan frá er horft yfir holuna í átt að Víti og Leirhnjúki. 

Á fimmtu myndinni er horft yfir gíginn sjálfan yfir til ferðamannanna sem eru á barminum hinum megin við hann. 

Nú er stefnt að því að innramma þetta svæði allt í virkjanamannvirki. 

Líklega þætti það ekki sjálfsagt mál að innramma Kerið í Grímsnesi inn í einskonar Hellisheiðarvirkjun við gíginn og er sá gígur þó stórum minna virði en gígarnir Víti við Kröflu og Víti í Öskju.

P1010031

En þetta þykir sjálfsagt þarna fyrir norðan. 

Er þó verið að rótast um á svæði sem kalla má heimsundur og stefnt að því að leggja það allt undir virkjanir. 

Þetta er eini staðurinn á jörðinni þar sem hægt er að upplifa "Sköpun jarðar og ferðir til mars." 

Ég er með kvikmynd í smíðum með því nafni. 

Ástæðan er sú að í níu eldgosum 1975-84 færðust meginlandsflekar Evrópu og Ameríku hvor frá öðrum og hraun fossaði upp um sprungur í landinu.

Teknar voru af því myndir sem nota má til að setja sig inn í aðstæður og ganga ofan á gjár þar sem Evrópa er á aðra hönd en Ameríka á hina og ganga fram á stað þar sem hraunið þrýstist upp úr sprungunni og fellur niður í hana á víxl auk þess sem það breiðir úr sér og myndar nýtt land.  

Alþjóðasamtök áhugafólks og kunnáttumanna um ferðir til mars hafa valið svæðið sem æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar.

Þetta fólk mun þó vafalaust draga þetta til baka ef þetta verður allt virkjað. Marsfarar æfa sig ekki innan um borholur, gufuleiðslur, háspennulínur og stöðvarhús. 

Þetta svæði tekur fram sjálfri Öskju sem hefur öðlast sess og aðdráttarafl vegna þess að þar þykja vera aðstæður sem gera fólki kleift að upplifa sköpun jarðar og ferðir til tunglsins eftir að tunglfararnir komu þangað 1967. 

P1010022P1010036Þar skortir hins vegar allar myndir af umbrotunum og engin eru þar merki um það hvernig meginlöndin færðust hvort frá öðru.  

Í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum skapar miðstöð um skógareldana þar 1988 hundruð starfa í miðstöð sem helguð er skógareldunum og nýtir sér myndir af þeim.

Mun magnaðri miðstöð mætti reisa undir nafninu "Sköpun jarðar og ferðir til mars" fyrir norðan og byggja á náttúruverndarnýtingu til að skapa hundruð starfa í stað þess að umturna svæðinu til að skapa ígildi 10-20 starfa í álveri í 70 kílómetra fjarlægð.  

Greinilegt er að gildi umhverfisins virðist engu skipta á svæðinu Leirhnjúkur-Gjástykki.

Í fyrstu virtist djúpborunarholan ekki valda miklu raski en þegar snjóa er að leysa kemur í ljós að jarðýtur hafa farið þar hamförum.

Hluti þess sést á myndum fyrir neðan myndina af Víti.  

Þar fyrir neðan er mynd tekin ofan við borholusvæðið fyrir ofan Víti og sést glytta í Leirhnjúk í gegnum gufuna en djúpborunarholan dylst á bak við gufuna. 

Ég veit ekki hve oft ég hef fjallað um það sem þarna er að gerast án þess að það veki hin minnstu viðbrögð. 

Þetta er eins og að klappa í stein, slík er tilbeiðslan við álguðinn.

Ég mun þó ekki hætta umfjöllun um þetta, hversu vonlaus sem hún kann að sýnast.

DSCF5485Þeir sem eru orðnir leiðir á henni geta einfaldlega sleppt því að kynna sér hana og haldið áfram að víkja þessum málum frá sér. DSCF5489 

 

P. S.

Vegna athugasemda þess efnis að þetta sé svæði sem ekki sé eftirsjá að ætla ég að bæta við myndum af því fyrir neðan myndirnar af rótinu við djúpborunarholuna. 


DSCF3068DSC00191DSCF0591

 



IMG_0405P1010021


mbl.is Enn eru erfiðleikar við djúpborun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn, - góður !

Við gömlu sjónvarpsfélagarnir Eiður Guðnason og ég, höfum haft sitthvað við málfar fjölmiðlamanna og annarra að athuga í pistlum okkar. Eiður hefur þó verið margfaltl iðnari við kolann og er full þörf á málfarspistlum hans. 

Í frétt á mbl.is í gærkvöldi var talað um að hústökufólk hefði yfirgefið iFríkirkjuveg 11. Mikið hlýtur húsið að hafa orðið einmana á eftir. Þessi sífellda notkun á sögninni að yfirgefa þegar fólk fer eitthvað er hvimleið.

Fólk yfirgefur orðið allt, yfirgefur lönd sem það fer fráyfirgefur bílinn ef það stígur út úr bílnum, yfirgefur heimili sitt ef það fer úr húsi og yfirgefur bæ sinn ef það skreppur bæjarleið. Hvernig er það, er fólk hætt að fara nokkurn skapaðan hlut?  

En það má líka geta þess sem vel er gert. Í síðdegisútvarpinu nú rétt áðan fór Kristinn R. Ólafsson rétt einu sinni enn á kostum í pistli sínum um kaup Maílendinga (A.C. Milan) á knattspyrnumanninum Kaka.

Pistlar Kristins eru í sérflokki hvað snertir fjörlegan stíl, efnistök og orðaval og ekkert vantaði upp á það í þetta sinn. Gott ef ég kalla mig ekki bara pollara hér eftir í staðinn fyrir púllara, en púllari er nafn sem notað hefur verið yfir fylgismenn Liverpool sem Kristinn R. kallaði einfaldlega Lifrarpoll.

Ég minnist enn með ánægju stórkostlegs pistils sem Kristinn flutti eitt sinn um líkkistusmíði á Spáni. Ég vona að hann geymi þann pistil og aðra í sama gæðaflokki.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband