Færsluflokkur: Bloggar

Íslenska krafan um að komast allt á Yarisnum sínum. "Kötlujeppinn" kveður.

Á sama tíma og íslenska ferðaþjónustan nýtur góðs af orðspori einstæðrar og ósnortinnar íslenskrar náttúru er það furðu algeng krafa að hverjum Íslendingi sé tryggt aðgengi hverri einustu náttúruperlu landsins á Yarisnum sínum. 

Uppi eru kröfur um að leggja hraðbrautir þvers og kruss um allt hálendið og jafnvel líka að gosstöðvum þegar eldgos eru í gangi. 

Ósnortin náttúra og stórkarlaleg mannvirkjagerð hvar sem er, fara einfaldlega ekki saman. Range Rover Kötlujeppinn AE 039

Tilvist svoefndra jöklajeppa, sem einkum er ætlað að aka í snæviþöktum óbyggðum er hins vegar önnur saga.  

Á vegum þessarar bloggsíðu hafa verið farnar slíkar ferðir síðustu þrjá áratugi til dagskrárgerðar af ýmsu tagi, og í gær var einn dyggasti þjónninn á því sviði kvaddur, fimmtíu ára gamall Range Rover, breyttur á 38 tommu dekkjum, með aldraðri Nissan Laurel dísilvél með forþjöppu. 

1948 var síðuhafi í fyrsta sinn viðurkenndur sem eigandi bils af gerðinni Renault Juvaquatre um tæplega fjögurra ára skeið, og ótal bílar fylgdu síðar í kjölfarið frá 1959 til dagsins í dag. 

Þegar fest voru kaup á gamla Range Rovernum árið 2004 eftir notkun á Toyota Hi-lux fram að því, var ekki búist við langri þjónustu þessa fjörgamla breska öldungs, en það fór á aðra lund, því að hann hefur verið ökufær allt fram til dagsins í dag, lengur en nokkur annar bíll í minni eigu. Suzuki Grand Vitara ´98 35tommu.LM 333

Jón Hólm Gunnarsson "Landroversérfræðingur" hafði gert úr honum jöklajeppa, sem fljótlega gegndi því hlutverki næstu tvo áratugina að gegna gælunafninu "Kötlujeppinn" vegna þess hlutverks hans að standast einfeldnislegrar kröfu yfirvalda í eldgosum að banna umferð allra bíla á víðfeðmum landsvæðum nema þeirra, sem eru með minnst 38 tommu dekk. 

Krafan er einfeldnisleg, því að það eru fleiri stærðir dekkja sem taka þarf með í reikninginn þegar borin eru saman "fótspor" jöklajeppa en ysta ummál dekkjanna eitt. 

Meðal þess sem hefur áhrif er þyngd farartækisins. 

Hefur formúla þess efnis áður verið rökstudd hér á síðunni. Range Rover 73 Kötlujeppinn v Upptyppinga

Nú í haust hefur hins vegar orðið ljóst, að of mikið mál er fyrir síðuhafa að halda sig við Range Roverinn og að hann verði að láta Suzuki Grand Vitara dísil árgerð 1998 á 35 tommu dekkjum nægja, en sá jeppi er 620 kílóum létttari en Range Roverinn og í skárra ásigkomulagi. 

Eftir langar ferðir Rang Roversins um mestallt hálendi Íslands verður hans nú saknað, en bót er þó í máli, að hann fer aftur heim til skapara síns Jóns Hólm Gunnarssonar og aldrei að vita hvað þeim snillingi getur dottið í hug að ætla honum í framtíðinni. 

Á neðstu myndinni er sá gamli á leið frá Öskju að vetrarlagi með Upptyppinga framundan. 


mbl.is Vill ekki leggja nýja vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng húsráð, sem gott er að hafa í huga.

Allt frá árinu 2015 þegar farið var á rafreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur sem knúið var eingöngu með þess eigin rafafli og pedalarnir teknir úr sambandi, hefur Gísli Sigurgeirsson rafeindavirki verið aðað ráðgjafi þessarar bloggsíðu í þessum málum. 

Gísli fékk sér gamalt reiðhjól, sem átti að farga og bjó til úr því rafreiðhjólið Sörla.

Ferðin gekk vel og Sðrli setti met, sem stendur enn: 159 kílómetrar á einni hleðslu eingðngu. 

Þegar minnsti rafbíll landsins kom til sögu, varð fljótlega bilun í snertiskjánum, þar sem sjá má stöðuna á rafhlöðunni hverju sinni. 

Lausn þess mál var sára einföld: Keyptur einfaldur straummælir, sem lesið er af eftir þðrfum á meðan hlaðið er. 

Þessi einfalda aðferð hefur bæði verið fræðandi og nytsamleg. Á mælinum má sjá hvernig amperafjöldinn er venjulega um 8 amper, sem er 2 amperum undir þoli öryggisins. 

Og rafstraumurinn er venjulega í kringum 1,6 til 1,9 kwst. 

í handbók Tazzari bílsins er ráðlagt að leyfa straumnum að vera á hálfri til einni og hálfri klukkstund lengur en framleiðandi bílsins gefur upp. Sá tími nýtist í hleðslunni til að jafna hleðsluna út á milli sellanna. 

Og láta helst ekki líða meira en tvær vikur milli þess að svona aðferð við hleðsluna sé notuð. 

Með því að fylgjast með straummælinum sést vel þegar straumurinn byrjar að minnka í lok hleðslunnar, allt frá 1,36 kwst og niður í 0,1 kwst á meðan staðan á sellunum er að jafnast. 

Besta hitastigið við geymslu á rafhlöðum er um 10 stig, og í langtímageymslu er best að hafa aðeins um 60 prósent á rafhlöðunni. 

Litli straummælirinn er bæði fræðandi, nytsamlegur og mikið öryggistæki.


mbl.is Myndskeið: Rafhlaða springur í hleðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villtar yfirlýsingar um "kolefnistrúboð" RÚV á facebook.

Makalaust er  að lesa langlokurnar sem nú eru skrifaðar dag eftir dag á facebook og fleiri samfélagsmiðlum um hitabylgjurnar erlendis, sem fullyrt er í þessum skrifum, að séu stórfelldur lygaáróður, sem knúinn sé áfram af RÚV.  

Í þessum dæmalausu og hatrömmu árásum á fréttaflutninginn af hitabylgjunum er fullyrt, að fréttirnar séu hreinn uppspuni og að þvert á móti sé ekkert óvenjulegt við sumarveðrið á þeim svæðum erlendis, þar sem gefnar hafa verið út rauðar viðvaranir fyrir hundruð milljóna manna. 

Þótt þessar trylltu yfirlýsingar fjölmargra efasemdarmanna í loftslagsmálum um uppspuna "loftslagstrúboða" séu ofstopakenndar og dæmi sig sjálfar, er það í raun áhyggjuefni, hve stóryrtar og víðtækar þær eru.  


mbl.is „Ógeðslegt“ í 52 stiga hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mörgu að hyggja varðandi skemmtiferðaskip.

Á tímum kolefnisfótspors er að ýmsu að hyggja varðandi ásókn í skemmtiferðaskip. Ferðamátinn sjálfur hefur ýmsa kosti, svo sem í innhöfum eins og Miðjarðarhafi og Karíbahafi, þar sem ekki þarf sífellt að vera að vesenast með farangur inn og út úr húsum hvern einasta ferðadag vegna þess að hótelherbergið ferðast með ferðalöngunum dag frá degi. 

Fyrir sjóveika verður það leiða fyrirbæri að teljast neikvætt fyrirbæri þegar sumir áfangarnir eru langir. 

Við Ísland er lang tilkomumest að sigla meðfram fjöllóttum og fjörðóttum ströndum eins og Hornströndum og inn og út Eyjafjörð, en auðvitað er virkt eldgos með sérstöðu hvað aðdráttarafl varðar plús "hringirnir" á Suðurlandi og Norðausturlandi.  

En nú er nýtt strik komið í reikninginn sem varðar annars konar orðspor Íslands, en það er kolefnisfótspor landsins vegna þess að siglingar skemmtiferðaskipa koma afar illa út á því sviði. 

Reikningsdæmið gæti orðið flóknara en virðist í fljótu bragaði, því athuga verður spurninguna um það hvert ferðafólkið um borð hefði annars farið.  Ef svarið felst í því að fara yfir Atlantshafið þvert, til dæmis til að skoða Yellowstone, kemur Ísland skár út. 


mbl.is Farið í markaðsátak til að laða að skemmtiferðaskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Amerískur" bíll ársins í Evrópu; tímamót.

Jeep Avenger er ekki stór bíll, aðeins einum sentimetra lengri en upprunalega Bjallan var.  

Rýmið mætti vera ögn meira í aftursætinu, en þar með er næstum upp er talið, sem finna mætti að honum.  Það hefði líka verið skemmtilegt ef fjórhjóladrifið hefði verið með frá fyrstu byrjun. 

En án fjórhjóladrifsins eru nú reyndar flestir rafbílar af þessari stærð og bílnum er ætlað að höfða til breiðs markhóps.  

Og aldrei fyrr hefur bíll með þessum uppruna hampað hinum eftirsóttu verðlaunum "Bíll ársins í Evrópu." 

Avenger er hins vegar ekki alveg einn um það að ryðja braut fyrir ameríska bíla í Evrópu. Undanfararnir eru Tesla bílarnir sem raða sér þétt í efstu sætunum á sölulistunum.  

Hvern hefði órað fyrir þessu fyrir rúmum áratug?


mbl.is Jeep með neglu í fyrstu tilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kakóbaunin að klárast?

Súkkulaðiðið og kakóbaunin hafa svo sannarlega gríðarlegt aðdráttarafl fyrir milljarða jarðarbúa um aldir og til dæmis er framleiðsla súkkulaðis stóriðnaður í Belga. 

Eitthvað svipað á við um svissneskt súkkulaði. 

Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessu lostæti og mikil samkeppni hefur verið löngum milli Akureyrar verksmiðjunnar Lindu og Síríusar verksmiðjunnar hér syðra. 

Enn gerir Lindu suðusúkkulaði atlögu að gamla gðða Síríus suðusúkkulaðinu, og gaman væri að vita hvað kæmi út úr skoðanakönnun um það, hvort sé betra. 

"Við höfum KEA, við höfum Lindu, sungu Helena og Þorvaldur með hljómsveit Ingimars Eydals þegar rekstur margkyns verksmiðja stóð í blóma á Akureyri með ullarverksmiðjur SÍS sem kjölfestu fyrir Rússlandsmarkaðinn, sem naut vöruskiptakjara. 

Svo féllu Sovétríkin og rætt var um það í fullri alvöru, að ef ekki yrði reist risaálver fyrir norðan Akureyri, færi Norðurland í eyði. 

Álverið er enn ókomið, og Norðuland heldur enn velli.   

En síðan er það stóra spurningin hvort kakóbaunaframleiðsla veraldar muni ráða við endalausan vöxt eftirspurnar eftir súkkulaði.   


mbl.is Af hverju er súkkulaði svona vinsælt? 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansi margir "innviðir" nefndir á aðeins þremur árum. Hve lengi "besti staðurinn"?

Árið 2023 er þriðja árið, sem gýs við Fagradalsfjall. Sem sagt; þrjú gos á þremur árum. 

Vísindamenn hafa bent á, að þrátt fyrir þetta hafi hingað til aðeins gosið á "heppilegasta staðnum" varðandi ógn við svonefnda "innviði" á Reykjanesskaga. 

En ef litið er á þróunina á þeim árum, sem liðin eru frá fyrsta eldgosinu, blasir við, að fyrr eða síðar kann þetta breytast hraðar en menn óraði fyrir, ef það er verður aðeins spurning um  daga hvenær hraunflæðið brýst út fyrir núverandi hraunsvæði í Meradölum. 

Og það er athyglisvert að með tilkomu kvikugangsins, sem liggur frá Litla-Hrút norður í Keili, er sá mðguleiki, að hætta fari að steðja að vegi, háspennulínu, byggð og fyrirhuguðum alþjóðaflugvelli.  

Þrjú samliggjandi fyrstu eldgosaár eru aðeins lítill hluti af því, sem kann að liggja undir, ef nú er að fara í hönd nokkur hundruð ára skeið eldsumbrotaára á borð við það sem endaði fyrir átta hundrað árum. 


mbl.is Gæti flætt út úr Meradölum á 4 til 6 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algeng orðaskipti við stæði fyrir hreyfihamlaða.

Stæðisþjófur 1 : Ég ætlaði bara að skreppa örsnöggt inn. 

Andsvar: Hvernig eiga hreyfihamlaðir að vita það?

 

Stæðisþjófur 2: Ég er að útrétta fyrir hreyfihamlaðan, sem á bílinn, en er heima hjá sér. 

Andsvar: Stæðið er ekki ætlað bílum, nema fatlaðir séu í þeim. 

 

Stæðisþjófur 3: Hér eru tvö samliggjandi svæði með P-merkinu, og bæði voru auð þegar ég kom og lagði í annað þeirra. 

Andsvar: Í húsinu eru nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem hreyfihamlaðir þurfa að leita til. Þess vegna eru merktu stæðin tvö og ef þú tekur annað þeirra hefurðu skert stórlega not þessara stæða fyrir þá sem sannanlega þurfa á þeim að halda. 


mbl.is Alltof algengt að fólk leggi í P-merkt stæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar betri upplýsingar um hættuna af eldsumbrotum, sem eiturgufur valda.

Stbkkingu og upplýsingagjðf um eðli þeirrar hættu, sem er ógn fyrir alla, sem koma nálægt hraunstraumum og vatnsflóðum, sem koma frá afleiðingum eldsumbrota. 

Gott dæmi um slíkt eru til dæmis brennnsteinslofttegundur sem koma úr hlaupvatni Skaftárhlaupa við upptök þeirra.

Þessar lofttegundir eru ósýnilegar þótt þær geti verið banvænar. 

Dreifa þarf almennri þekkingu á því hvernig "lesa" þurfi vindinn", sem ber slíkar eiturgufur yfir næsta nágrenni eldgosa.  

Á landi eins og Íslandi, þar sem nú verða eldgos að meðaltali einu sinni á ári, og það í hlaðvarpa fjölmennasta þéttbýlis landsins, ætti slík fræðsla að vera skyldulesning fyrir alla. 


mbl.is „Ekki fært að standa hér úti nema með grímu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða Íslands: 1320 kílómetrar til Glasgow.

Sérstaða Íslands í flugsamgöngum kemur fram á ýmsan hátt sem afleiðing af þeirri sérstöðu, sem fjarlægðin frá öðrum löndum veldur.  

Í öllum öðrum Evrópulöndum er að finna gnægð góðra flugvalla, þannig að við gerð flugáætlana er hægt að eiga aðgang að fjölda flugvalla. 

Gott dæmi er Brussel, þar sem varaflugvellir eru í sex löndum sem aðeins tekur innan við hálftíma að fljúga til. 

Við flugtak þarf að gera ráð fyrir að fljúga þurfi á afli annars tveggja hreyfla yfir á varaflugvöll ef eitthvað ber út af. 

Ef um Keflavíkurflugvöll er að ræða eru aðstæður þannig, að skilyrði til lendingar þar eru með lakari veðurtakmarkanir en skilyrði til flugtaks. Einnig eru veðurskilyrði oft betri á Reykjavíkurflugvelli en í Keflavík. 

Bili hreyfill við slík skilyrði er ómetanlegt hagræði að því að aðeins er innan við tíu mínútna flug frá Keflavík til Reykjavíkur. 

Miklar fjárhæðir eru auk þess í húfi vegna þess kostnaðar, sem verður við að þurfa að bæta auka eldsneyti á vélina til að fljúga miklu lengri leið til varaflugvallar. 

Tugir flugvéla myndu lenda í þessu ef Reykjavíkurflugvallar nyti ekki við, því að ekki er fýsilegt vegna fjallahindrana að fljúga á öðrum hreyflinum einum til Akureyrar, og til Egilstaða er langt. 

Enn skortir innviði og lengri flugbraut á Egilsstöðum. 

Nýlega kom í ljós hve sérstaða Íslands frá öðrum löndum er óhagkvæm fyrir millilandaflugið íslenska þegar refsa átti Íslenskum flugrekstraraðilum með nýjum kolefnissköttum.  

Að vísu fékkst fram frestun á þessu ranglæti, en það vofir samt enn yfir. 

Á fundi með flugmálaráðherra nýlega sagði hann í einu orðinu að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram á núverandi stað í 25 ár en í hinu orðinu að áfram yrði unnið dyggilega að rannsóknum vegna lagningar nýs alþjóðaflugvallar "í Hvassahrauni" ( ekkert hraun með því nafni er þó til). 


mbl.is Hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband