Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Spenna, opinn leikur og dramatík, en líklega lærdómsríkur ósigur.

Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik, færðist fjör í leik landsliða Íslands og Portúgals í síðari hálfleik. Enn og aftur var það gaman að horfa á stelpurnar okkar, sem lögðu sig sem fyrr allar fram. 

En rétt eftir miðjan hálfleikinn urðu þvílíkar sviptingar á vellinum og í dómsgæslunni, að á fáeinum mínútur var fagnað jöfnunarmarki Íslands, sem síðan var dæmt af og í staðinn kominn vítaspyrna, Portúgal komið marki yfir og búið að reka íslenskan leikmann af velli. 

Framundan voru 70 mínútur við að jafna metin en leika allan þennan langa tíma með þeim liðsmun, að útilokað var annað en að íslenska liðið keyrði sig út og endaði í sáru 4-1 tapi. 

Eftir stendur þakklæti til íslenska liðsins fyrir hetjlega baráttu og gott sjónvarpsefni sem þær skópu í henni. Nú hafa bæst við margir sem horfa á eins marga leiki þessa liðs og tðk eru á. 

"Eigi skal gráta Bjðrn bónda heldur safna liði" mælti Grundar-Helda forðum og hjá íslenska kvennalandsliðinu er hægt að safna miklu liði og vinna úr lærdómsríkum ósigri og nýta sér hann. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is HM-draumurinn úti eftir framlengingu í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveindís Jane með orð kvöldsins: "...Við ætlum á HM!"

Landsleikurinn í kvöld var hluti af aðdraganda þess að íslenska landsliðið í knattspyrnu kæmist á MM. Sveindís Jane átti því orð kvöldsins í öllu svekkelsinu þegar hún sagði að loknum grátleg lokum leiksins við Holland: "..Við ætlum á HM" 

Það þýðir að í stað þess að aðdragandanum að HM sætinu lyki í kvöld, heldur hann áfram í umspili, sem framundan er. 

Svo einfalt er það.  


mbl.is Sárgrætilegt tap og Ísland í umspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný heimkynni móta sögu Fram.

Segja má, að eitt atriði sé mest áberandi í sögu knattspyrnufélagsins Fram í aldargamalli sögu félagsins, og hafi mótað framgang þess. 

Það eru þau þrjú timamót í sðgu félagsins að skipta á æsta róttækan hátt um heimkynni. 

Hemmi Gunn sagði stundum í hálfkæringi hér í gamla daga, að í upphafi hefðu Framarar verið "grjótkastarar af Grettisgötunni" og átti þá við uppruna þess í þeim hluta Reykjavíkur á þeirri tíð, sem taldist vera Austurbærinn. 

Mörgum hnykkti við þegar skipt var um heimynni eftir stríð og gerður völlur og lítið félagsheimili nálægt Sjómannaskólanum. 

Á þeim tíma var þetta svipað og að fara upp í sveit með félagið, því þarna var þá jaðar byggðarinnar. 

Þetta reyndist heillaráð, því að í nágrenninu var að alast upp ný kynslóð sem skóp síðan gullaldarlið upp úr 1960.  

Aftur þótti gripið til dirfskubragðs með flutningi Fram í Safamýrina, þar sem nýtt hverfi var að rísa á svæði, þar sem verið höfðu kartöflugarðar borgarinnar. 

Og Fram eignaðist gullaldarlið að nýju á níunda áratugnum. 

Um tíma var hugað að því að fara enn í flutning og nú í nýtt og stórt Grafarvogshverfi, og var Alfreð heitinn Þorsteinsson hlynntur því, 

En þar var að vísu komið félagið Fjðlnir, og samkomulag náðist ekki um sameingu. 

Nú er Fram að vísu að hasla sér völl í nýju hverfi í Grafarholti og Úlfarsárdal og er það vel; alveg í samræmi við þá hefð dirfsku og framsýni, sem saga Fram er svo samofin. 


mbl.is Fyrsta Framþrennan í níu ár og sú fjórða á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni gat munurinn ekki verið.

"Dómarinn er hluti af vellinum." "Völlurinn er hluti af leiknum." Hve oft hafa þessi spekiorð ekki fallið. "Hvort liðið átti frekar skilið að sigra?" 

"Hvorugt, það eru mörkin sem telja." 

Í fornsögum var sagt: "Spyrja skal að leikslokum en ekki vopnraviðskiptum."

Í landsleiknum við Ísraelsmenn í kvöld hefði mátt bæta við setningunni: "VAR er hluti af leiknum."

kaldhæðnislegt er að atriði, sem tók frá okkur sigurinn, skyldi á vissan hátt líta út sem sárabót vegna þess hve litlu munaði að við sigruðum.

En einhverjir líta kannski þannig á málið að það hafi verið merki u lánleysi liðsins.  

En svona er fótboltinn og slík atriði geta líka verið hluti af leiknum. 

 


mbl.is Held að það sé ómögulegt fyrir VAR að dæma þetta mark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti orðið lúxusvandamál hve marga góða kornunga leikmenn við eigum.

Sagt er að Ísland sé með yngsta landslið Evrópu og víst eru leikmennirnir lygilega ungir upp til hópa. 

Þótt betra liðið sigraði í dag, var sá munur ekki meiri en það, að það skortir aðeins herslumun að breyta þeirri stöðu. 

Ef horft er rúman áratug aftur í tímann áttum við óvenju marga stórefnilega leikmenn þá yngri en 21 árs, sem sprungu síðan út í gullaldarliði Víkingaklappsins á tveimur stórmótum. 

Núna eigum við líkast til fleiri slíka og það jafnvel það marga að valið í liðið gæti orðið að lúxusvandamáli.  


mbl.is Ekki séns að Ísland myndi skemma partíið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill efniviður í nýtt gullaldarlið?

Það er ekki á hverjum degi sem knattspyrnulandslið Íslands er þannig skipað í undankeppni HM að áhorfendur þurfi að leggja á minnið nöfn næstum allrar leikmannanna, sem flestir eru í kringum tvítugir að aldri. 

Svipað gerðist reyndar fyrir áratug þegar Íslendingar eignuðust komandi gullaldarlið í formi unglingalandsliðs, sem síðar átti glæsiferil inn í tvö stórmót, EM og HM.  

Fyrir síðuhafa var síðasta markið í kvöld sérstakt, ekki bara fyrir það, að af þremur leikmönnum, sem stóðu fyrir því, voru tveir synir Eiðs Guðjohnsens, heldur líka vegna þess að þrjár glæsispyrnur skópu þetta draumamark, fyrst löng snilldarsending frá Andri Fannari Baldurssyni beint á kollinn á Sveini Aroni, þá viðstöðulaus snilldarsending af höfði hans fyrir fætur bróðurs hans, Andra Lúkasar, sem lét snilldina halda áfram með spyrnu boltans í markið. 

Afi Andra Fannars er Jón R. Ragnarsson sem varð margfaldur Íslandsmeistari í rallakstri á sinni tíð, en Baldur, faðir Andra, er annar tveggja sona Jóns, hans og Rúnars, sem urðu líka margsinnis Íslandsmeistarar. 

Því má bæta við, að Andri fannar átti líka magnaða stoðsendingu sem endaði með vítaspyrnudómi, 3:0, og að bróðir Andra Fannars, Eyþór Örn, er einn af bestu fimleikamönnum landsins. 


mbl.is Fjögur mörk og endahnútur frá bræðrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á fyrstu 25 mínútunum: Tvö þýsk eðalmörk, klassa ofar.

Þegar þetta er skrifað eru 25 mínútur búnar af landsleik Íslendinga og Þjóðverja og gestirnir hafa þegar séð til þess að íslenska liðið hefur aðeins haft boltann í um 20 prósent tímans en Þjóðverjarnir um 80 prósent. 

Þeir þýsku hafa þegar skorað tvö eðalmörk, sem svo lygilegri þýskri nákvæmni að unun er á að horfa, einkum fyrra markið. 

Íslenska liðið leggur sig að vísu fram af alefli en þetta þýska lið er einfaldlega klassa betra, enn sem komið er. 


mbl.is Þjóðverjar nokkrum númerum of stórir fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir ekki máli hvort það er Reykjavík eða Sauðárkrókur.

Við og við skýtur upp umræðuefnum varðandi búsetu, sem leiða hugann að samtali Einars K. Guðfinnssonar þáverandi Alþingismanns við hámenntaðan útlending, sem hafði flust úr einni af stórborgum Evrópu til Sauðárkróks. 

Einar spurði hann hvers vegna hann hefði ekki frekar flust til Reykjavíkur en alla leið norður á Sauðárkrók. 

Svarið var einfalt. 

"Ef ég á annað borð flyt frá einni af fjölmennustu stórborgum Evrópu norður á útnára, skiptir ekki máli fyrir mig hvort þessi útnári heitir Reykjavík eða Sauðárkrókur."


mbl.is Skiptir mig engu máli í hvaða landi ég spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnst tuttugu í sóttkví voru á gosstöðvunum.

Af fréttum má það helst ráða að sóttvarnarráðstafanir við landamærin hér á landi leki verulega. 

Þetta kemur nú í ljós daglega við eldgosið í Geldingadölum að nefndar eru tölur frá fjórum upp í tuttugu sem þarf að hafa afskipti af daglega vegna þess að viðkomandi eigi að vera í sóttkví. 

Í ofanálag má heyra óánægjuraddir úr ýmsum áttum með það að yfirleitt skuli sóttkví vera beitt í sóttvarnaraðgerðum.  

Og í dag er von á fjölda fólks til landsins frá landi sem er með eldrauðan lit á Covid-kortinu af Evrópu.  

 


mbl.is Ekki alls kostar sáttur við dvöl í sóttvarnahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án Gylfa og Jóhanns Bergs er mikið verk framundan.

Á fyrstu sjö mínútum leiksins við Þýskalands í kvöld mátti nstum því sjá það greinilega hvað það munar um fjarveru Gylfa og Jóhanns í landsliðinu okkar. 

Við vítateiginn galopnaðist svæði, þar sem vantaði íslenskan varnarmann, og Gylfi Þór er ekki síður mikilvægur í vðrninni en sókninni.

Seinni hálfleikurinn var skárri og vonandi að hægt sé að þróa leik liðsins áfram fyrir næstu leiki.  

Framundan er mikil verk hjá liðinu og þjálfurunum að endurheimta þann styrk sem landsliðið náði á blómaskeiði sínu. 


mbl.is Hörmuleg byrjun varð Íslandi að falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband