Stórsókn ungs hæfileikafólks linnir ekki. Til hamingju, Akranes!

Ef listi helsta afreksfólks á hinum ýmsu sviðum á Íslandi í ár væri borinn saman við sams konar lista frá því fyrir rúmum áratug myndi vart vera hægt að trúa þeim gríðarlega mun sem er á þeim; svo hraðar breytingar hafa orðið á þessum stutta tíma. 

Nú kemur nýtt nafn, Birkir Blær Óðinsson til skjalanna eins og hvítur stormsveipur. 

En "tíminn líður hratt á gervihnattaöld" kvað Magnús Eiríksson á sinni tíð og það á við um okkar tíma. 

Fyrir fimmtán árum var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir meðal ungra og upprennandi stjórnmálamanna, en í upphafi þings um daginn gengdi hún hlutverki forseta þingsins sem sá þingmaður, sem hefði lengst starfað á þingi.  

Fyrir sjö árum höfðu fæðst 28 beinir afkomendur síðuhafa og konu hans, en nú hafa tíu bæst við á aðeins sjö árum í fyrirbæri, sem kalla mætti þriðju bylgjuna í fjölguninni. 

Þegar ný kynslóð ryður sér til rúms af svona miklum krafti, verður mikil breyting á stöðu kynslóðanna í heild, sem streyma fram; kornungt fólk verður foreldrar og feður og mæður verða afar og ömmur.  

Og fljótt kemur í ljós, að það hefur í för með sér mikla hreyfingu á þungamiðjunni í þessari kynsloðaröð.  


mbl.is Birkir Blær sigraði í sænska Idol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarsýn Disneys orðin að meiri allsherjarvá en farsóttarveirur?

Walt Disney var einn hugmyndaríkasti og mikilvirkasti áhrifamaður 20. aldarinnar. 

Auk teiknimyndanna kom hann á fót heimsþekktum skemmtigörðum og lét víða til sín taka. 

Þegar plast fór að ryðja sér til rúms tók hann sérstöku ástfóstri við þetta nýja "töfraefni" sem myndi gerbylta öllu umhverfi mannsins. 

Til þess að leggja áherslu á þetta lét hann gera heilt "Plastþorp" þar sem allt var úr plasti, stórt og smátt, til að sýna fram á að plastið gæti komið í staðinn fyrir nánast hvaða efni sem væri. 

En plastið, var líkt og Frankenstein, með eiginleika, sem nú líkt og rísa gegn skapara sínum. 

Það er að vísu léttara, sterkara og oft sveigjanlegra og ódýrara en önnur efni, en lumar á eiginleikum sem engan óraði fyrir, ekki einu sinni Disney, varðandi það að geta sundrast í öragnir, sem eru jafnvel svo litlar, að þær sjást ekki, en geta smogið inn í vatnsheld efni og frumur manna og dýra. Tazzari og Honda PCX

Sem dæmi um veldi plastsins má nefna, að innan í bílum er oftlega allt úr plasti og hvergi hægt að snerta á neinu nema það sé úr plasti. 

Bílasérfræðingar og bílablaðamenn benda oft á það að það sé merki um að reynt sé aðt sleppa sem billegast frá smíði ódýrustu bílanna að þeir séu nánast "plastaðir" að innan. 

Þetta er til dæmis nefnt í frásögnum af tilraunaakstri á komandi rafbíl frá Dacia, sem á að verða ódýrastur allra.  

Efni hrollvekjandi viðtengdrar fréttar á mbl.is er sláandi og minnir á það, að í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 smaug gosaskan um allt og komst eins og hárfínn reykur inn í vatnshelda tölvu svo að hún og allar myndirnar og efnið í því varð eyðileggingu að bráð.

Öragnirnar úr plastinu ku vera enn fíngerðari en fíngerðustu reykagnir og þess vegna eru skaparar plastsins gersamlega varnarlausir gegn þeim.  

Walt Disney var sannspár um ótrúlega eiginleika og útbreiðslu plasts, en á hans tíma óraði engan fyrir þeim Frankensteinsku ógnum, sem þetta galdraefni býr yfir og er vaxandi ógn við allt lífríki jarðar. 

Sá, sem þetta ritar, situr í stól úr plasti, með gleraugu úr plasti og pikkar á tölvu úr plasti, handleikur tölvumús úr plasti, drekkur úr plastglasi drykk úr plastflösku, skrifar með penna úr plasti og stingur usb-lykli úr plasti í tölvuna. 

Rafmagnið kemur í gegnum fjöltengi úr plasti, sem er tengt við innstungu úr plasti í grennd við brauðrist og eldhúsklukku úr plasti.  

Á ganginum utan við eldhúsgluggann stendur rafknúið léttbifhjól úr plasti og trefjaefnum.  

Úti er lítill tveggja sæta rafbíll, sem er að mestu úr plasti, og yfirbyggingin límd við burðarvirki úr áli og koltrefjaefnum. 

Á myndinni stendur l25 cc léttbifhjól fyrir aftan hann, og er líka að mestu leyti úr plasti. 

 


mbl.is Örplast getur valdið frumuskemmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn þarf að yfirvinna ókosti við notkun vetnis sem orkubera.

Langdrægni og yfirráð yfir orkugjafa til þess að koma á notkun vetnis sem orkubera eru meðal kosta þess að setja vetnisvélar í bíla. 

Eins og er liggja gallarnir hins vegar í miklum kostnaði við framleiðslu vetnisins og einnig tefur fyrir að yfirgnæfandi meirihluti bílaframleiðenda hefur tekið venjulega rafbíla fram yfir vetnið.  

Hyondai hefur farið þá skynsamlegu leið að bjóða bæði vetnisbíla og hreina rafbíla til þess að dragast ekki aftur úr öðrum. 

Gælur Toyota við hybrid bíla sem aðalsmerki hafa reynst erfiðar, en þessi mikli bílarisi er samt alls ekki búinn að tapa kapphlaupinu, því að það er langhlaup. 


mbl.is Mikil framþróun í smíði vetnisvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband