Stórsókn ungs hæfileikafólks linnir ekki. Til hamingju, Akranes!

Ef listi helsta afreksfólks á hinum ýmsu sviðum á Íslandi í ár væri borinn saman við sams konar lista frá því fyrir rúmum áratug myndi vart vera hægt að trúa þeim gríðarlega mun sem er á þeim; svo hraðar breytingar hafa orðið á þessum stutta tíma. 

Nú kemur nýtt nafn, Birkir Blær Óðinsson til skjalanna eins og hvítur stormsveipur. 

En "tíminn líður hratt á gervihnattaöld" kvað Magnús Eiríksson á sinni tíð og það á við um okkar tíma. 

Fyrir fimmtán árum var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir meðal ungra og upprennandi stjórnmálamanna, en í upphafi þings um daginn gengdi hún hlutverki forseta þingsins sem sá þingmaður, sem hefði lengst starfað á þingi.  

Fyrir sjö árum höfðu fæðst 28 beinir afkomendur síðuhafa og konu hans, en nú hafa tíu bæst við á aðeins sjö árum í fyrirbæri, sem kalla mætti þriðju bylgjuna í fjölguninni. 

Þegar ný kynslóð ryður sér til rúms af svona miklum krafti, verður mikil breyting á stöðu kynslóðanna í heild, sem streyma fram; kornungt fólk verður foreldrar og feður og mæður verða afar og ömmur.  

Og fljótt kemur í ljós, að það hefur í för með sér mikla hreyfingu á þungamiðjunni í þessari kynsloðaröð.  


mbl.is Birkir Blær sigraði í sænska Idol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband