"Ég skil ekkert í því hvernig henni gat dottið þetta í hug..."

Fyrir tæpum fimmtíu árum féll heilmikil aurskriða úr brekkunni ofan við Lund í Lundarreykjadal og vakt furðu, hve stór og öflug hún var.  

Þegar fréttastofa Sjónvarpsins hafði samband við Sigurð Þórarinsson jarðfræðing til þess að leita skýringar á þessu falli aurskriðunnar:  

"Ég get því miður ekkert sagt um þetta, því að ég skil ekkert í því hvernig henni gat dottið þetta í hug."

Þar með var þetta atvik útrætt. 

Þess má geta að snjóflóð féll nyrst í Blönduósbæ 1993 ef rétt er munað. 

Engin nákvæm skýring fékkst á því hvernig því gat dottið þetta í hug, en minna má á orð norsks sérfræðings un jnjóflóð:  "Þar sem landi hallar og snjór getur fallið, geta fallið snjóflóð."


mbl.is Enginn slasaðist í aurskriðu í Varmahlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaka og athygli auk sterkra læsinga á hjólunum.

Hjólaþjófnaðir spanna mjög vítt svið, allt frá rafhlaupahjólum upp í voldug vélhjól. Þeir eru það algengir að líklega hafa margir kynnst þeim. Með mikilli fjölgun rafhjóla og léttra bifhjóla hefur þjófnuðum á þeim fjölgað að sama skapi.

Í einu tilfellinu af þeim, sem síðuhafi þekkir, var rúmlega 120 kílóa léttbifhjóli stolið þar sem það stóð læst með gildri stáltaug við ljósastaur við stóra íbúðablokk. 

Þjófarnir komu akandi á sendibíl á björtu kvöldi í júlíbyrjun, stöðvuðu bílinn við hjólið, stukku út úr bílnum með slípirokk og söguðu stáltaugina í sundur á augabragði, hentu hjólinu inn í bílinn og voru á bak og burt á svipstundu. 

Frá tæplega 50 íbúðum í blokkinni sáust straurinn og hjólið, sem bundið var við hann. 

En þessi bíræfni þjófnaður er enn óupplýstur að öðru leyti en því að viku síðar fannst hjólið á afskekktum vegi á höfuðborgarsvæðinu, stórskemmt.  

Áður hafði það verið málað kolsvart með ódýrri málningu.  r

Líklega er það misskilningur að stærð læsinga til þjófavarnar þurfi að miðast við stærð hjólanna. 

Hitt vegur líklega þyngra að læsingarnar séu sem öflugastar almennt. Það þýðir að vísu, að læsingarnar eru þungar, en annað er varla til ráða ef gera á þjófunum erfitt fyrir. 

Miðað við bíræfni þjófnaðarins, sem greint var frá hér að ofan, er líka nauðsynlegt að sem flestir hafi vakandi auga og athygli opna varðandi hjólaþjófnaði.  


mbl.is Vilja draga úr stuldi reiðhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýrunnið og volgt hraun býr yfir aðdráttarafli fyrir ferðafólk.

Meðan eldur verður uppi í Geldingadölum verður eldgosið með mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk, bæði innlent og erlent.  

Nú hefur sveifla í eldvirkninni eftir mjög stöðugt hraunrennsli í rúma þrjá mánuði skapað vangaveltur um lengd gossins og þar með um það, hvort það loginn rauði hverfa. 

Það þarf hins vegar ekki að þýða það að straumur fólks að hrauninu og útsýnisstöðum yfir gígana muni hætta, því að svona einstæð nýsköpun jarðar er ekki á hverju strái í heiminum. 

Til dæmis eru margir erlendir ferðamenn furðu lostnir ogt snortnir yfir því að horfa yfir Ös yfir sprengigíginn Víti og Öskjuvatn, sem er eitt dýpsta vatn landsins, og vera greint frá því að hvorugt var til fyrir 150 árum. 

Með því að fara í stutta gönguferð af Heiðmerkurvegi sunnan við Garðabæ, er hægt að skoða eldgíginn Búrfell og hina mögnuðu hrauntröð hans og bera saman við gígamyndanirnar í Geldingadölum.  

Og meira en tíu kílómetra löng gígaröðin í Eldvörpum í nágrenni Blá lónsins er ekki nema um 800 ára gömul. 


mbl.is Eldgosið er í aðfluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tilbrigði um stef"?

Eldsumbrot undir Reykjanesskaga eru eilífðasinfónía, étt eins og á öðrum hlutum hins eldvirka hluta Íslands. 

Bæði Hekla og Katla voru þekktar að því að gjósa með nokkkuð reglulegu millibili öldum saman. 

Nú hafa báðar þessar eldstöðvar vikið frá þessu og jarðvísindamenn klóra sér í höfðinu, svo að það eina sem þeir geta sagt þrátt fyrir allar rannsóknirnar og mælafjöldann, er að það sé hægt að segja fyrir um upphaf goss í Heklu með klukkustundar fyrirvara. 

Hvað Reykjanesskagann snertir hefur ekkert eldgos verið þar í um 800 ár. 

Nú virðist sá langi tími liðinn, og þegar fyrsta eldgosið eftir hann brestur á eftir meira en árs langt jarðskjálftatímabii, eiga vísindamenn enga hliðstæðu af því tagi til að miða við frá fyrri tíð. 

Páll Einarsson er snjall túlkandi bestu klassísku verka höfuð tónskálda heims, og meðal þess, sem leikið er, eru tónverk, sem falla undir skilgreininguna "tilbrigði um stef", vark sem teljast frumsmíð þótt þau sé afleidd af fyrri verkum og falli undir þessa skilgreiningu. 

Tilbrigðin falla undir svipuð lögmál og aðrar tónsmíða hvað varðar frumleika í framvindu þeirra, og því stundu erfittt við fyrstu heyrn að spá nákvæmlega hvað komi næst. 

Stefið í eldgosum Reykjanesskagans getur tekið upp á því að sýna tilbrigði af þessu tagi, svo sem goshlé og fasabreytingar.


mbl.is Gosóróinn hefur tekið sig upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband