Vaka og athygli auk sterkra læsinga á hjólunum.

Hjólaþjófnaðir spanna mjög vítt svið, allt frá rafhlaupahjólum upp í voldug vélhjól. Þeir eru það algengir að líklega hafa margir kynnst þeim. Með mikilli fjölgun rafhjóla og léttra bifhjóla hefur þjófnuðum á þeim fjölgað að sama skapi.

Í einu tilfellinu af þeim, sem síðuhafi þekkir, var rúmlega 120 kílóa léttbifhjóli stolið þar sem það stóð læst með gildri stáltaug við ljósastaur við stóra íbúðablokk. 

Þjófarnir komu akandi á sendibíl á björtu kvöldi í júlíbyrjun, stöðvuðu bílinn við hjólið, stukku út úr bílnum með slípirokk og söguðu stáltaugina í sundur á augabragði, hentu hjólinu inn í bílinn og voru á bak og burt á svipstundu. 

Frá tæplega 50 íbúðum í blokkinni sáust straurinn og hjólið, sem bundið var við hann. 

En þessi bíræfni þjófnaður er enn óupplýstur að öðru leyti en því að viku síðar fannst hjólið á afskekktum vegi á höfuðborgarsvæðinu, stórskemmt.  

Áður hafði það verið málað kolsvart með ódýrri málningu.  r

Líklega er það misskilningur að stærð læsinga til þjófavarnar þurfi að miðast við stærð hjólanna. 

Hitt vegur líklega þyngra að læsingarnar séu sem öflugastar almennt. Það þýðir að vísu, að læsingarnar eru þungar, en annað er varla til ráða ef gera á þjófunum erfitt fyrir. 

Miðað við bíræfni þjófnaðarins, sem greint var frá hér að ofan, er líka nauðsynlegt að sem flestir hafi vakandi auga og athygli opna varðandi hjólaþjófnaði.  


mbl.is Vilja draga úr stuldi reiðhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband