Góðlátlegt grín að "litla bróður".

Ég hef orðið var við það á ferðum mínum um Noreg að Norðmenn bera sérstakan hug til Íslendinga, svipaðan hug og ríkir milli ættmenna á ættarmótum.

Eitt skemmtilegasta dæmið er lýsing norskra þula á leik Íslendinga og Norðmanna í handbolta á einu stórmótinu þegar Duranona var upp á sitt besta.  

Þá var þetta spurningin um það hvort liðið kæmist áfram. 

Íslendingar höfðu lengst af forystuna og Duranona skoraði flest mörkin. 

Allan tíman kölluðu norsku þulirnir hann aldrei sínu rétta nafni heldur töluðu alltaf um "Kúbverjann". 

"Kubaneren" þetta og "Kubaneren" hitt og þetta var aðeins lítið dæmi um það hvað þér héldu rosalega með sínum mönnum og reyndu í lýsingunni að gera lítið úr Íslendingunum. 

Þegar 3-4 mínútur voru eftir af leiknum hafði "Kubaneren" skorað tvö mörk í röð og sigur Íslands var vís. 

Þá sneru norsku þulirnir allt í einu við blaðinu, fóru að nefna Duranona sínu rétta nafni og skyndilega var hann orðið íslenskur en ekki kúbverskur! 

Og ekki bara það, - þeir byrjuðu að hæla íslenska liðinu í hástert og töluðu af innlifun og ástúð um "litla bróður" úti í Atlantshafinu og ég veit ekki hvað og hvað!  Hvað það væri nú gaman hvað "litli bróðir" spjaraði sig vel og gaman fyrir hinar norrænu frændþjóðir að eiga svo glæsilega fulltrúa í efsta flokki á stórmótum! 

Já, hvað segir ekki máltækið: Margt er líkt með skyldum?


mbl.is Grínast með Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðmenn eru eina óvinaþjóð Íslands.

ball (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er ósammlála þessu. En bestu vinir okkar eru Færeyingar.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband