Valdastéttin streitist við.

Í flestum löndum er ákveðin valdastétt við völd, beint eða óbeint. Oft er það hin eitraða blanda fjármagns og stjórnmála sem bindur valdastéttina saman og í sumum löndum er herinn hluti af blöndunni.

Þannig hefur það verið í Egyptalandi og hefur ekki skipt máli hvort æðsti valdamaðurinn hefur heitið Nasser, Sadat eða Mubarak, þegar einn hefur horfið af sjónarsviðinu hefur annar tekið við.

Valdastéttin egypska stefnir að sjálfsögðu að því að þannig verði þetta áfram og þess vegna mun hún streitast við að viðhalda völdum sínum með því að tefja fyrir og hindra breytingu með öllum þeim ráðum sem hún finnur.

"Egypska byltingin" er að vísu fædd en er ennþá aðeins lík smábarni sem aðeins getur grátið til að láta langanir sínar og óánægju í ljós en er eftir sem áður háð vilja þeirra sem hafa valdið.

Herópið "lifi byltingin!" er því aðeins ósk um líf og þroska lýðræðis í landinu sem leiði af sér nýja og betri tíma, en að öðru leyti er allt í raun við það sama og verið hefur, því miður.  


mbl.is Reiði í Kaíró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Og þið í Stjórnlagaráði ætlið að tryggja áframhaldandi ástand á Íslandi. Ég þykist viss um að GG fulltrúi fjármagnsvaldastéttarinnar í Stjórnlagaráði sé ekki þægur þim sem ekki vilja ráðskast með fólk og fé þess. Ég er að tala um skylduaðild fólka að félögum sem er grundvöllur þess spillingarástands sem hefur ríkt allann lýðveldistímann.

Niður með lýððveldi Íslands.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 12:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú virðist ekki átta þig á því, minn kæri Kristján, hvaða breytingar eru fólgnar í hinni nýju stjórnarskrá með hliðsjón af því sem læra má af Hruninu.

Ómar Ragnarsson, 13.7.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband