Verður að gera breytingar, meiri breytingar!

"Alexander er örþreyttur" hrópaði íslenski þulurinn oftar en einu sinni í leiknum við Slóvena.

Guðmundur þjálfari hefur enn einu sinni dottið í þann pytt, sem hefur svo oft komið honum í koll, að keyra of lengi á sömu mönnunum á stórmóti, setur jafnvel mann inn, sem skorar, en síðan þegar honum mistekst það næst, eftir aðeins þrjár mínútur, eru honum kippt út af án þess að hafa fengið nógu langan tíma til að sanna sig. 

Nú hefur liðið gengið eina ferðina enn of mikið á innistæðu þreks og leikgleði. Guðjón Valur kvartaði yfir andleysi í liðinu í gær og það er merki um þreytu hjá lykilmönnum, sem hljóta að bogna fyrr eða síðar undan of miklu og langvarandi álagi, sama hvað þeir eru góðir. 

Liðið kemst einfaldlega ekki mikið lengra á þessari þrælakeyrslu á sömu mönnunum, - það kemur að skuldadögunum. 

Breytingarnar sem hann gerir nú eru góðra gjalda verðar en hann verður að ganga lengra og jafna álaginu betur á mannskapinn. 

Þetta er að vísu ekki auðvelt hjá smáþjóð eins og við erum, sem ekki getur skipað allan hópinn með algerum toppmönnum.

En að því er óhjákvæmilega komið að dreifa álaginu og sýna þeim leikmönnum traust, sem hafa þurft að sitja slímsetu á bekknum, oft á tíðum.  

 


mbl.is Breytingar gerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband