Einn hluti "Hrunheilkennisins".

"Hrunheilkennið" sem ég vil nefna svo og hef bloggað um áður, þ. e. það að horfast ekki í augu við raunverulegt ástand heldur reyna að leyna því, fegra það eða sleppa sem billegast frá því, er í fullum gangi í fjármálavanda Evrópu og raunar fjármála-, orku- og auðlindavanda alls mannkynsins.

Hver um sig reynir að sleppa frá skuldadögunum og jafnvel að græða á vandanum. 

Hugsanlega lengist eitthvað í hengingarólunum en því lengur sem heilkennið ríkir, því verri verður endanleg niðurstaða. 


mbl.is Ná ekki saman um skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Ómar, en er ekki raunstaðan sú að Grikkland er gjaldþrota og það er verið að reyna að ljúga til um ástandið til að lengja í hengingarólinni eins og þú segir vegna þess að menn óttast dómínó áhrif ef Grikkland fer í greiðsluþrot en því miður þá virðist ekki verið að nota þann tímafrest sem náðst hefur til að koma með eitthvað bitastætt til að bjargar ástandinu ef það er yfirhöfuð hægt. en klukkan tifar, það er ekki hægt að blekkja hana.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í gær var opnuð svokölluð Evrópustofa sem er ætlað að stunda kynningarstarf um ESB. Á vefsíðu stofunnar er að finna ýmislegt sem skýtur skökku við. Til dæmis stendur þar um starfsemina: Evrópustofa er miðstöð kynningar og upplýsinga. Hlutverk hennar er að auka skilning og þekkingu á ESB, þar á meðal kostum og göllum við mögulega aðild.

Athugun á undirsíðum í vefkerfinu leiðir ekki í ljós neitt sem fjallar um galla aðildar. Leit að orðinu "gallar" í vefkerfinu skilar heldur engum niðurstöðum. Samkvæmt því mætti halda að á Evrópusambandsaðild væru engir gallar.

Aftur á móti er sérstök síða undir flokknum "Fyrir fjölmiðla" tileinkuð því að kveða niður svokallaðar "flökkusögur" sem fjalla á neikvæðan hátt um ESB. Ein af þeim virðist eiga að snúast um reikninga ESB, en þess er hinsvegar hvergi getið að reikningar Evrópusambandsins hafa aldrei náð að standast endurskoðun.

Á yfirlitssíðu um málaflokka er hvergi minnst á efnahags- eða peningamál, svo lesendur verða að leita annað til að fræðast um það sem snýr að meginkjarnanum í rökum fyrir aðild Íslands.

Þetta er því ekki aðeins bundið við hamfarirnar á evrópskum fjármálamörkuðum, heldur virðist opinber umfjöllun um aðildarferli Íslands líka bera flest einkenni hrunheilkennis.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 14:33

3 identicon

"svokölluð Evrópustofa sem er ætlað að stunda kynningarstarf um ESB"

Huglægt sérfæði sérfræðinga ESB?

Skuggi (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband