Þegar ég varð frjáls 21. september 2006.

Kennarastéttin er ekki eina starfstéttin þar sem starfið heftir tjáningar- og málfrelsi.

Ég vann við í 37 ár í starfi þar sem málfrelsi var og er takmörkunum háð, á fréttastofum tveggja fjölmiðla.

Um fréttamenn gilda miklu harðari reglur og höft á málfrelsi í og utan vinnu en í grunnskólunum. Þær miða að því að fólk geti treyst óhlutdrægni fréttastofanna og starfsmanna þeirra.

Um þetta gilda reglur í fjölmiðlum  sem eru svipaðs eðlist og gilda um dómendur í dómskerfinu, einkanlega hæstaréttardómara sem eru sviptir rétti til allrar þáttöku í stjórnmálum, hverju nafni sem nefnist.  

Ég sætti mig alla tíð við þessar reglur meðan ég vann sem frétamaður og hefði aldrei farið með það fyrir dómstóla, hvort þær stæðust stjórnarskrá. Almannahagsmunir um óhlutdrægni og siðferðilegt afl fjölmiðla vega þyngra að mínu mati, enda hefur hver starfsmaður val hvort hann vill vinna þetta starf eða ekki.

Undir það síðasta fannst mér þetta vera hins vegar farið að há mér svo í starfi vegna sívaxandi utanaðkomandi þrýstings sem leiddi til allt of mikillar og stundum næsta fráleitrar sjálfsritskoðunar, að ég yrði að velja um það hvert ég héldi svona áfram eða hætti starfi, sem ég mér þótti meira vænt um en allt annað sem ég hef starfað við um dagana.

Þar var ekki við yfirmenn mína að saka heldur það þjóðfélagsumhverfi sem þá var hér. Þetta voru árin sem allir fjölmiðlar voru orðnir eins og íslenskt Wall street journal" þar sem fréttir um peninga röðuðu sér í efstu sætin og tröllriðu öllu.

Ég steig því fram 21. september 2006 og sagði upp starfi mínu sem fréttamaður til að öðlast frelsi til að tjá skoðanir mínar eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Ég minnist þess enn hve það kom mér á óvart hvað þetta voru mikil viðbrigði.

Allt í einu mátti ég segja allt sem ég vildi eins og allir aðrir, láta sjá mig með því fólki sem ég vildi, tala við það fólk sem ég vildi og taka þátt í því félagsstarfi sem ég vildi.

Þetta var ólýsanlega djúp frelsistilfinning sem ég hafði aldrei upplifað áður  og hafði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa.

Ég skrifa þennan pistil til umhugsunar fyrir þá tengjast deilunni í Brekkskóla á Akureyri.


mbl.is Snorri sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kennarastarfið heftir sem sagt mál- og tjáningarfrelsi? Ég hef aldrei heyrt það áður. Flestir Íslendingar vilja réttindi samkynhneigðra sem mest og best. Ég deili ekki skoðunum Snorra en sumum finnst þó rangt að samþykkja samkynhneigð vegna trúarskoðana. Mega þeir þá ekki hafa þá skoðun ef þeir eru kennarar? Eiga þeir að vera í skápnum með þær skoðnir ef um kennara er að ræða? Kennarar mega hafa opinbera pólitíska afstöðu. Það mætti velta upp eftirfarandi: Læknir í Reykjavík bloggar gegn kristinni trú og hann segir kristna einstaklinga fremur heimska. Ætti að reka hann? En ef hann hættir sem læknir í Reykjvík og flytur til Akureyrar og gerist kennari í Brekkuskóla og bloggar gegn íslam sem hann segir enn vitlausari. Á að reka hann (eftir að hann hafi fengið áminningu fyrir að brjóta gegn mannréttindum múslima)?

Guðmundur St Ragnarsson, 13.2.2012 kl. 20:22

2 identicon

Meinaru að það sé hægt að frelsa Snorra með einni lítilli uppsögn?

Ég held hann sé búinn að vinna fyllilega fyrir því.

Albert Steinn (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 20:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að lýsa þeim takmörkunum á málfrelsi og tjáningarfrelsi sem nokkrar stéttir verða að sæta. Síðan er það matsatriði og álitaefni hverju sinni hvenær farið er yfir strikið.

Í grunnskólum eru viðkvæmar sálir. Ef ég væri foreldri nemanda þar, sem þyrfti í skólanum að horfast í augu við kennara sem fyrirlítur hann sem glæpamann athæfis sem beri í sér dauðann, teldi ég að skólinn bryti skyldur sínar varðandi jafnræði nemenda, án tillits til litarháttar, kynferðis eða kynhneigðar.

Ómar Ragnarsson, 13.2.2012 kl. 21:11

4 identicon

Það væri gaman að heyra viðbrögð Snorra við því að t.d. múslimskum kennara á sama stað væri tímabundið úr starfi fyrir að kalla kristna villutrúarmenn og fjalla grimmt um jíhad í leiðinni. Nú eða Nasista-Kennari, sem bloggar Hitlers aðdáun?

(SBR Breivík-kennarann í fréttum síðustu viku)

Er þetta ekki bara þessi hárfína lína, þar sem þeir sem "gegna barnauppeldi" þarna ættu aðeins að vera orðvarari á tímum netsins?

Aðgát skal höfð í nærveru sálar....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála, Jón Logi. Og nú styttist vonandi í það að ég geti haldið upp á þann mikla áfanga að FRÚin verði loks flughæf með því að byrja á að hoppa á henni frá Selfossflugvelli yfir til þín.

Ómar Ragnarsson, 13.2.2012 kl. 23:27

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bókstafstrúarmenn verða alltaf til vandræða í nútíma þjóðfélögum. Það eina sem gagnast er umræða og fræðsla. Það væri til dæmis gott að byrja á því að skýra út fyrir fólki að gyðingar, músímar og kristnir trúa í raun allir á sama guðinn... og innan skamms mundu flestir átta sig á því að öll þessi vandlega skipulögðu stofnanatrúarbrögð snúast aðeins um eitt - veraldlegt vald.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.2.2012 kl. 00:17

7 identicon

Kjarni þessa máls hlýtur að vera sú að galdrabók ríkisins/biblían er ekki við hæfi barna. Snorri var bara að bergmála rugl úr biblíu, hann var að segja fra því sem ríkiskirkjuprestarnir, já og flestir aðrir prestar VILJA EKKI segja ykkur, til að valda ekki hneyksli og tapi á sauðum úr hjörð hjátrúarinnar.

Ég vona bara að þetta verði til þess að fleiri sem kalla sig kristna fari nú og lesi biblíu.. því þetta sem Snorri er að bulla er bara toppurinn á hryllingnum.
Menn tala um hin hryllilegu Sharía lög í íslam.. en svo eru samskonar lög í biblíu, verið að myrða og limlesta fólk alveg hægri vinstri, fyrir engar sakir.
Endilega kynna sér þetta, það er svo hallærislegt að skrifa undir eitthvað sem þið hafið ekki lesið.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 07:51

8 identicon

Sjálfur þurfti ég að undirgangast hefðbundna fermingu og þær "spurningar" sem fag. Það var sóknarpresturinn sem kenndi "spurningarnar" í kirkjunni, en hann kenndi líka kristnifræði í skólanum.

Þar voru okkur kynnt önnur trúarbrögð á fádæma fordómalausan hátt. Íslam og Gyðingdómur voru þar ekki sett skörinni lægra, heldur bara sem annar vinkill á eingyðingstrú. Og önnur afbrigði kristni, svo sem hvítasunnan og kaþólska, mormónska og þar fram eftir götunum voru samt bara greinar af kristinni trú.

Svo var hitt, - stokkar & steinar, Ásatrú, Búdda, Hindí og þar fram eftir. Mest var þó um Gyðingdóm og Múhameð. Það fór heill tími í vitrun Múhameðs hjá Sr. Sigurði sóknarpresti á Selfossi vorið 1979!

Svona á að fara með þetta.

Og Ómar....það er klakalaust orðið og lendingarhæft, en nokkuð þungt. Bíddu aðeins ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 13:22

9 identicon

Guðmundur St Ragnarsson.  

Sérðu ekki munin á því að fordæma lífsskoðanir (pólitík, trúmál osfrv) og síðan að fordæma fólk sem fæðist með aðra kynhneigð en flestir?  Finnst þér allt í góðu að kennari við grunnskóla haldi uppi rastistaáróðri í nafni rasistasamtakanna sem hann er hluti af?

Arnþór (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband