Þarf ekki að selja afurðirnar fyrst ?

Ekki hefur frést af því svo að ég viti til að búið sé að selja þær hvalkjötsbirgðir sem hlaðist hafa upp á undanförnum árum.

Að minnsta kosti var það ekki að heyra á Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals hf þegar hann var spurður að því á fundi í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs í vetur.

Til lítils er að veiða hval ef ekki tekst að selja afurðirnar.

Þetta er viðkvæmt mál meðan ekki rætist úr, og kannski er það hentug útgönguleið að láta hvalveiðar stranda á 919 krónum á mann á dag samkvæmt annarri frétt hér á mbl.is.  


mbl.is Ekki farið til hvalveiða í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband