Hvað um Grímsvötn ?

Eftir viðamiklar athuganir völdu jarðvísindamenn heimsins tíu merkustu eldstöðvar jarðar. Sjö þeirra eru á þurrlendi.

Nú hefði mátt halda að kunnugleg nöfn röðuðu sér á þennan lista, eins og Fujijama, Kilimanjaro, Vesuvíus og jafnvel íslensku eldfjöllin Hekla, Snæfellsjökull eða Surtsey.

Og hvað um Eyjafjallajökul eftir gosið 2010?

Nei, ekkert af þessum eldfjöllum eru á hinum virðulega lista, heldur virkasta eldstöð Íslands, Grímsvötn.

Ástæðan er einstætt samspil íss og elds í Grímsvötnum, ekki sagnfræðileg frægð.

Heimsminjaskrá UNESCO byggir að vísu að miklu leyti á tengsl viðkomandi fyrirbæris við heimsmenninguna og menningu einstakra þjóða og þjóðflokka.

En Vatnajökull og Grímsvötn eru einhver stærstu og merkustu fyrirbærin sem gera Ísland og íslenska menningu svo sérstæða.

Þegar við bætist hve merk þau eru sem náttúrufyrirbæri vaknar sú spurning óneitanlega hvort þau hafi ekki fyrir löngu átt erindi inn á heimsminjaskrána góðu.


mbl.is Etna á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 13:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fer fjölda þeirra, sem telja aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar.
"

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 13:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson,

Mér gæti ekki verið meira sama hvað þér og öðrum fáráðlingum finnst um það sem ég birti á þessu bloggi og annars staðar.

Það sem ég birti er lesið af þúsundum manna daglega
, enda á ég fimm þúsund vini á Facebook, þar á meðal þingmenn og ráðherra, sem lesa einnig það sem hér er birt.

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 13:45

4 identicon

Steini Briem, haf þökk fyrir allar þær upplýsingar sem þú lætur okkur í té.

Nú get ég ekki lesið það sem þessi Hörður hefur skrifað, Ómar hefur líklega þurrkað það út. Gerir líklega öllum greiða með því, þá ekki síst höfundinum.

Upplýsingar, "facts", fara fyrir brjóstið á mörgum, of krefjandi fyrir heilabúið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 15:40

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hverju reiddust goðin þá hraun það brann, er vér stöndum nú á.Spurði Snorri Goði. Staðreyndin er að jörðin hefur hitnað og kólnað á víxl og gerði það löngu fyrir daga iðnbyltingar og áður en maðurinn varð til. st.br.fulyrðir að ráðherrar og þingmenn sitji við að lesa það sem frá honum kemur.Þessi fullyrðing er svipuð og þegar hann gaf í skyn að hann hefði ritstýrt Morgunblaðinu.En það er rétt hjá ekkifáraðlingnum að hans sjálfs mati, að allt bendir til að allir íslenskir jöklar verði horfnir eftir ca.150 ár það lengsta.Svo þá verða engin jökulfallvötn til að virkja.Þetta ætti að vera þeim til umhugsunsr sem halda því fram að hægt sé að "geyma" orku jökulfallvatnanna.Að virkja ekki fallvötnin er orkusóun.Sem eykur hlýnun jarðar vegna þess að notað er jarðeldsneyti í stað orku, sem eykur ekki hlýnun jarða.

Sigurgeir Jónsson, 29.6.2013 kl. 16:52

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jarðar.

Sigurgeir Jónsson, 29.6.2013 kl. 16:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Finndu þann stað þar sem ég hef sagt að ég hafi "ritstýrt Morgunblaðinu".

Ef þú getur það ekki skoðast það sem samþykki fyrir því að þú leggir strax eina milljón króna inn á reikning minn nr. 0311-26-6300.

Þú ert ekkert annað en sjúkur lygamörður. 

Það er ekkert mál fyrir hvern sem er að sjá hverjir eru vinir mínir á Facebook.

Þú ert fáráðlingur sem þykist vita meira en tíu þúsund vísindamenn án þess að hafa rannsakað nokkurn skapaðan hlut nema afturendann á sjálfum þér.

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 17:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 29.6.2013 kl. 17:13

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki hægt að fá einhvern nýjan kveðskap.Og kanski skárri.

Sigurgeir Jónsson, 29.6.2013 kl. 17:45

10 identicon

Steini Briem. Þú gleymdir algerlega að minnast að jafnrétti kynjanna í þessum spampóstum þínum.

You lose!

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 20:12

11 Smámynd: Már Elíson

Skyldu þessir 5000 "vinir" á fésinu mæta í jarðaför Stony Breim...?...Held ekki.

Þetta er nú meiri f.v.t.n. Ja, hvað má segja svo hann hendi ekki inn einhverjum margþvældum spam-leirburðinum eina ferðina enn ? ?

Már Elíson, 30.6.2013 kl. 03:52

12 identicon

Eru ekki allir glaðir á sólbjörtum sunnudagsmorgni????

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 09:23

13 Smámynd: Már Elíson

Rétt hjá þér, Jón Logi. maður skyldi ekki eyða tíma sínum í svona, - Út í sólina...og .það strax. Loksins er sumardagurinn fyrsti í Reykjavík.

Már Elíson, 30.6.2013 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband