Að hjóla í manninn en ekki málið.

"Getur nokkkuð gott komið frá Nazaret?", setning úr Biblíunni, er ágætt dæmi um það þegar maður er dæmdur eftir heimkynnum sínum.

"Latte-lepjandi kaffihúsalýður úr 101 Reykjavík" er dæmi sem allir kannast við úr samtímanum, þar sem allir, sem hafa tiltekna skoðun eru felldir udnir ákveðið hverfi í Reykjavík sem með nógu langvarandi síbylju er búið að klína slæmum stimpli á sem heimkynni ónytjunga, sem eru afætur á þjóðinni.

Gildir þá einu hvort viðkomandi eigi heima þar eða sæki kaffihús, hvað þá að hann viti hvað Latte sé.  

Á Íslandi hefur það verið einn helsti bölvaldur skoðanaskipta og rökræðu sem lýsa má með setningunni "að hjóla í manninn en ekki málið."

"Farðu og finndu eitthvað á hann" er dæmi um hvatningu til að gera slíkt, ákveðnum málstað eða tilgangi til framdráttar, en aðferð af þessu tagi hefur fengið heitið "smjörklípuaðferðin".  

Dæmin um þessa tegund rökræðu á Íslandi eru svo mörg og flestum svo kunn að það þarf ekki að tína þau til.

Eitt af því allra síðasta sem er í minni og mætti nefna frá allra síðustu dögum  er það, þegar upplýst var á netinu að maður, sem startaði undirskriftasöfnun á facebooksíðu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-samninga á undan þeirri undirskriftasöfnun, sem síðan tók yfir, - að þessi maður væri svo vafasamur karakter að söfnun undirstkrifta á hans vegum væri hið versta mál og til skammar fyrir alla sem kæmu nálægt facebooksíðu hans.

Rökin, sem færð voru fyrir þessu, voru þau að hugsanlega væri hægt að rekja tengla frá síðu hans yfir á vafasamar erlendar vefsíður.

Fljótlega spunnust miklar deilur um það hvort aðferðin við að bendla manninn við þessar vafasömu síður væri marktæk, enda væri með "góðum vilja" hægt að gera svipað við fjölmargar aðrar facebooksíður og rekja tengla út og suður.

Þar með var deiluefnið komið víðsfjarrri frá málinu, sem allt snerist um, hvort halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki.  

Smjörklípuaðferðin, að hjóla í manninn en ekki málið, svínvirkaði, jafnvel þótt færð væru rök að því að hún byggðist á rangri aðferð.  

Þessi aðferð, að hjóla í manninn en ekki málið, er svo algeng og almenn hér á landi, að það er erfitt að nefna fylgismenn neins málstaðar, sem ekki hafa freistast til að nota hana.

Kannski er það fámennið hér sem ýtir undir það að ómálefnaleg umræða af þessu tagi er svona almenn og svona þrúgandi.

Það er komið mál til að við förum öll að líta í eigin barm og sameinast um að aflétta þessum ófögnuði, sem fer svo illa með nauðsynlega og hlutlæga rökræðu og eitrar samfélagið.

 


mbl.is Orðræðan einkennist af persónuníði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Einelti þarf ekkert að kalla öðrum nöfnum en einelti.  Einelti er mjög stundað af vinstri öflum hvar sem þau fynnast í heiminum. 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.3.2014 kl. 12:07

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Frábær færsla og vonandi er að sem flestir sjái hana. Eftir að hafa fylgst nokkuð með umræðum á Alþingi um aðildarumsókn að ESB og ekki síður kommentin á vefsíðum og bloggi,er það á hreinu að öll meðöl verða notuð af fylgendum og andstæðingum umsóknar sér til framdráttar.Þetta stóra mál á eftir að valda ómældum sárindum meðal landsmanna og það verður hjólað í marga.Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður samhliða sveitarstjórnarkosningum er slæm hugmynd. Þær kosningar myndu falla algjörlega í skugga aðildarkosninganna.Hinsvegar mætti hafa skoðanakönnun samhliða,þar sem nokkrir kostir væru í boði.Td. Viltu slíta viðræðum,viltu halda viðræðum áfram og ertu hlynntur inngöngu í ESB. Þannig skoðanakönnun hlýtur að vega mjög þungt.

Sigurður Ingólfsson, 1.3.2014 kl. 12:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú eru þrír mánuðir í sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí og samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kosningunum.

"1. gr. Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. ..."

"4. gr. Þjóðaratkvæðagreiðsla skv. 1. mgr. 1. gr. skal fara fram í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt á Alþingi."

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 13:10

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var nú akilgreint a timum grikkja og akademíska skilgreiningin er Ad Hominem. Þetta er eitt af því sem flokkast undir rökvillur og oft rökvilla í sjálfu sér að benda á það í sífellu í öllu samhengi.

Listinn yfir þetta er langur: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_fallacies ( þessi flokkast undir red herring fallacies)

Líklega gerðist stjórnarandstaðan sek um allar villurnar i umræðum s.l. Viku og þú áttir ekki fáar í þínum málflutningi. 600 ræður um fundarstjórn forseta á tveim dögum er gott dæmi um slíkt er það ekki?

Kynntu þér þetta og finndu þína uppáhaldsvillu Ómar. Hvernig forðast þú að ræða málefnið?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 13:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrr en samningur um aðildina liggur fyrir.

Hins vegar er auðvitað mögulegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að ljúka aðildarviðræðunum, þannig að við Íslendingar getum kosið um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það var loforð allra núverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra og vilji mikils meirihluta Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 13:44

6 identicon

Eftir 4 ár er enginn samningur, og ESB segir öngvar verða varanlegar undanþágur.
Samningsatriðið er bara tíminn sem það má taka til að allt systemið taki yfir.
Ég hefði viljað sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort pöpullinn vilji ganga inn í ESB á þessum forsendum.
Ef ekki, er verið að eyða tíma, peningum á báða bóga, og valda ergelsi og klofningi hjá þjóðinni. Og fyrst nær 4 ár hjá meðvirkum stjórnvöldum tókst ekkert, hvað þarf þá mörg ár enn? Og á meðan allt í óvissu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 15:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 15:29

8 identicon

Þetta gengur nú í berhögg við mun nýrri fréttir.
Og,,,,er nokkur undanþága á borði? Engin held ég....

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 16:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í fréttum 31. ágúst [2012] kom fram að byggðakaflinn í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er klár.

Sett er fram sú skoðun að Ísland sé allt svokallað harðbýlt svæði og að það sé grunnforsenda Byggðakaflans.

Þetta kom fram í viðtali við aðalsamningamann Íslands, Stefán Hauk Jóhannesson."

"Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna segir að kaflinn sé klár og farinn/afgreiddur úr nefndinni."

"Evrópusambandið hefur nú þegar sagt að það viðurkenni sérstöðu Íslands á þessu sviði og landbúnaðar."

Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 16:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir."

"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir."

"Finna má ýmis dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.

Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd."

Og engin ástæða til að ætla að Ísland fái ekki sama ákvæði í aðildarsamningi, enda er allt Ísland norðan 62. breiddargráðu.

Sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla í íslenskum sveitum skiptir Evrópusambandið í raun engu máli, enda er landbúnaðarframleiðsla hér á Íslandi sáralítil, langt frá öðrum Evrópulöndum og ekkert annað hugsanlegt aðildarríki er norðan 62. breiddargráðu, nema þá Noregur sem hefur einnig fengið í aðildarsamningi sambærilegt ákvæði í þessum efnum og Finnland og Svíþjóð.

Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 16:50

11 identicon

Þetta eru engar varanlegar undanþágur í meginmálum. Bara smákrít. Er svo háð stjórnvöldum heima í það og það skiptið.
Það sem færri vita er, að það er háð mótframlagi aðildaríkis hvort til baka kemur. Svíar svínuðu á því í upphafi, og fengu þá ekki mótframlag. Finnar féllu svo ekki með sum ákvæði inn í skilgreiningar sambandsins, m.a. vegna þess að kornrækt þeirra náði ekki nægri þúsundkornavigt (norrænni slóðir rækta oft hraðvaxta afbrigði korns, en hvert fræ vegur minna, og oft undir ESB staðli).
Nú er það svo, að mjög mikill hluti Finnskra og Sænskra bænda eru ekki sáttir eftir ESB aðild.
Í stuttu,  - granna okkar varð þetta grýttur vegur.
En hvar er heildar-sjávarútvegs-undanþágan hans Össurar svo? Hún kom ekki á heilu stjórnartímabili, - kemur svo ekki á þessu heldur. Að sögn ESB, - als ekki. Og þetta eru stór atriði. Þeir brenndu sig á þessu Danir og Bretar, og jafnvel Bretar fengu ekki neinar undanþágur eða tilhliðranir þegar ljóst var að þeir töpuðu Íslandsmiðum.
Í grunnin,- engar varanlegar undanþágur. ENGAR.

Enn og aftur.

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/1358682/

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 13:47

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjunum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.

Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur
, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.

Útgerðir
og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar nú þegar keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum hér á Íslandi, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

"Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.

Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000.
"

[Valio Group greiddi hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]

"In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk [73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009.
"

[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13  kr./l."]

Finnland
fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 2.3.2014 kl. 18:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rúmlega þriðjungur af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljarðar evra, [54 þúsund milljarðar íslenskra króna á núvirði] fóru til byggðamála á tímabilinu 2007-2013:

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband