Gamli brandarinn er ónýtur.

Nokkrum sinnum kom það fyrir í erlendum kvikmyndum eða sögum, að þegar finna þurfti eitthvað fyndið og viðeigandi um refsingu eða stöðulækkun viðkomandi var sagt að hann yrði sendur til Íslands. 

Ísland var ekki eina landssvæðið sem nothæft var til þessa. Þannig var það mjög umtalað hve svakalega Molotov einn af helstu ráðamönnum Sovétríkjanna hefði verið refsað með því að gera hann að rafstöðvarstjóra í Síberíu. 

Síðasttalda atriðið, Síbería, er enn í gildi, en Ísland er það ekki lengur. Nú er það spennandi að vera sendur til Íslands og þarf ekki einu sinni valdboð til, því að frægustu persónur heims sækjast eftir því að eyða til þess bæði tíma og miklum fjármunum að koma hingað og upplifa einstæða íslenska náttúru, land og þjóð. 


mbl.is „Sjáumst á Íslandi!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er oftast ekki þannig að fólk kjósi endilega að vinna og búa á stöðum sem það vill heimsækja í stuttan tíma. Hver væri ekki til í að kíkja til Síberíu í viku eða tvær? Brandarinn heldur því gildi sínu enn um sinn, fáir vilja vera sendir til Íslands til að vinna og búa þó gaman þyki að heimsækja.

Vagn (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 01:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snæða mun hér súran hval,
sveittan éta punginn,
Framsóknar er feitt úrval,
fallsins mikill þunginn.

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 01:38

3 identicon

Sæll Ómar.

Ættum við ekki að bjóða Robert C. Barber, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi velkominn og vona að
samskipti við Bandaríkin komist í eðlilegt horf
í stað þess að vera við frostmark í áraraðir?

Húsari. (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 04:11

4 identicon

Reyndar var þetta Malenkov sem gerður var að rafveitustjóra í Kazakhstan austur í Síberíu.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 05:45

5 identicon

Það ku nú vera svæði í Síberíu sem eru aldeilis ágætis lendur.
Ísland, svona "by the way" var notað sem uppástunga sem fáránlegur áfangastaður í lok myndarinnar "A fish called Wanda"

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband