Ömurlegt ástand í safnamálum ríkisins.

Stundum vekja heimsóknir til fjarlægra staða mann til umhugsunar um ástand ýmissa hluta. 

Ferðalag til Murmansk í Sovétríkjunum sálugu 1978 opnað augun fyrir ástandinu í "sæluríki" kommmúnismans.

Borgin liggur norðar en Reykjavík og samanburðurinn á þessum tveimur borgum því marktækur. 

Það var eins og vera kominn til Reykjavíkur þrjátíu árum fyrr, 1948, - malargötur, biðraðir vegna skorts á nauðsynjavörum, gamaldags vörubílar með verkakalla á pöllunum, lélegur frágangur á hálfkláruðum húsum. 

Á hinn bóginn var allt aðra sögu að segja um söfnin í borginni. Þarna voru þessi fínu söfn um menningu, sögu og náttúru Rússlands, hreint til fyrirmyndar. 

Manni rann til rifja ástand sambærilegra íslenskra safna. 

Síðan eru liðin 37 ár og enn er ástandið í safnamálum hins opinbera hér á Íslandi til skammar, jafnt holan þar sem hús yfir íslensk fræði á á rísa sem húsnæðisleysi þess safns, sem ætti að vera hvað veglegast, safn íslenskrar náttúru. 

 


mbl.is „Kallað hola íslenskra fræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Náttúruminjasafn Íslands, höfuðsafn á sviði náttúrufræða, getur verið í Landsbankahúsinu í Austurstræti þegar Landsbankinn flytur þaðan.

4.9.2015:

Tillögur um framtíð Landsbankahússins í Austurstræti

Þorsteinn Briem, 21.9.2015 kl. 23:47

2 identicon

Þetta er því verra og aulalegra að nú fer um garð næstum ómældur fjöldi túrista sem myndu efalaust fara langt með að greiða upp kostnað af söfnum og gera keyft að hafa þau miklu veglegri.  En til þess þarf fyrst að leggja fjármuni í söfnin. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 00:20

3 identicon

Ég vona að holan verði þarna sem lengst.  Hús íslenskra fræða yrði sannkallað grafhýsi.  Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd kemur að það þurfi svo mikla peninga og svo stór hús til að varðveita þetta og hitt.  Nú stendur til að endurbyggja mjólkurbú á Selfossi.  Eitthvað á það væntanlega að kosta.  Hvað er að því að vekja athygli á Rjómabúinu á Baugsstöðum?  Ekki þarf að endurbyggja það og umhverfið býður upp á marga möguleika.  Þarna væri hægt að hafa sveitamarkað og samkomur úti í náttúrunni.  En nei. Safn skal það vera.  Veglegt.   

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/17/vilja_endurreisa_hotel_island/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 08:31

4 identicon

Það væri hins vegar líka hægt að breyta hluta af gamla spítalanum sem verður nýtt hótel í safn íslenskra sjúklinga og stoppa nokkra þeirra upp.  Þetta gæti heillað ferðamenn.

http://www.visir.is/sigmundur-leggur-til-ad-gamla-landspitalahusinu-verdi-breytt-i-hotel/article/2015150929800

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband