Búið að spá þessu alveg frá því í gær.

Alveg frá því í gær og jafnvel lengur, hefur mátt skýra spá á vedur.is um snjókomu, vind og hálku á Öxnadalsheiði.

Það er komið fram í lok september þegar meðalhitinn er innan við sjö gráður niðri við sjó og ekki nema þrjú stig á heiðinni.

Það þarf þvi litla hitasveiflu, aðeins niður um tvö stig, til að framkalla vetraraðstæður á heiðinni og hálkan nú hefði ekki átt að koma neinum á óvart.

Með því að bora 3-4 kílómetra löng veggöng undir efsta þröskud heiðarinnar og færa svonefnda Bakkaselsbrekku inn í þessi göng, auk þess sem brattinn í göngunumm yrði ekki eins mikill og í brekkunni núna, mætti losna við marga vandaræðadaga á þessum stað.

Mig grunar að ef teknar væru saman tölur um ófærð á heiðinni, myndi Bakkaselsbrekkan ein koma út með yfirgnæfandi meirihluta slíkra vandræðadaga.

Það væri þess virði að gera slíka rannsókn.  

 


mbl.is Öxnadalsheiði opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband