Vafasamur tími fyrir skoðanakönnun.

3. apríl síðastliðinn sat þjóðin sem lömuð fyrir framan sjónvarpið og horfði á þáttinn um Panamaskjölin.

4. apríl er stjórnmálalífið í uppnámi, Bjarni Ben á Flórída, og þá hefst skoðanakönnun MMR.

5. apríl fer SDG sneypuför á Bessastaði, Ólafur Ragnar gerir hann afturreka, heldur einstæðan blaðamannafund þá þegar og leggur fyrir módelið að ríkisstjórn undir forsæti nýs forsætisráðherra. Þetta er seinni dagur skoðanakönnunar MMR.

Allt of mikið er á öðrum endanum og allt of hraðar breytingar dagana 4. - 5. apríl til þess að hægt sé að taka mikið mark á fylgi flokka í skoðanakönnun þessa daga.

En ljóst er að fumlaus, hárrétt og snör viðbrögð forsetans stórjuku ánægju með störf hans síðdegis 5. apríl.  


mbl.is 60% ánægð með Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að sjá muninn á viðbrögðum síðuhaldara hér við þessari skoðanakönnun og við þeirri sem hann vísar í í þessum pistli.

ls (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 15:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi skoðanakönnun MMR sýnir einungis að 60,7% þátttakenda voru ánægð með störf forseta Íslands þá daga sem könnunin fór fram, 4. og 5. apríl.

Þeir sem voru ánægðir með störf forsetans þessa tvo daga voru 13% fleiri en 18. desember síðastliðinn, samkvæmt skoðanakönnunum MMR.

Skoðanakönnun MMR sýnir hins vegar ekki fylgi stjórnmálaflokkanna 4. og 5. apríl og samkvæmt skoðanakönnunum Gallup minnkaði fylgi Framsóknarflokksins úr 12% 1. apríl síðastliðinn í 7% 13. apríl.

Þorsteinn Briem, 19.4.2016 kl. 16:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup minnkaði fylgi Framsóknarflokksins úr 12% 1. apríl síðastliðinn í 7% 13. apríl.

Fylgi flokka á landsvísu
- Skoðanakönnun Gallup 13.4.2016:

Píratar 29%,

Vinstri grænir 20%,

Samfylkingin 9%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 63% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 7%.

Þorsteinn Briem, 19.4.2016 kl. 17:00

4 identicon

Það er ljótt þegar einhverjir skuli dirfast að gera skoðanakönnun og birta niðurstöðurnar í óþökk þeirra sem þykjast fara með þjóðarvilja, eins og t.d. blogghöfundur og nánustu bloggvinir hans.

En auðvitað hefur maður meðaumkun með manni sem skrifar blogg eftir blogg til að viðra frústreringar sínar í garð farsæls forseta, þessu ástandi hlýtur að fylgja andleg vanlíðan.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 17:15

5 identicon

Sama skrípaleikurinn í kringum Ólaf Ragnar og í kringum Davíð Oddsson. Við barasta losnum ekki við þessa vandræðagemlinga. No way!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 19:52

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get bara með engu móti séð að þegar ég greini frá vaxandi ánægju með störf forseta Íslands og tel þá niðurstöðu marktæka, en síður marktækar tölur um fylgi stjórnmálaflokkanna sé í þessari umfjöllun minni fólgin "frústrering mín í garð farsæls forseta og andleg vanlíðan".

Ómar Ragnarsson, 19.4.2016 kl. 21:29

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sammála Ómar - það verður allavega gaman að sjá næstu skoðanakönnun.  ef órg er svona vinsæll þá ætti hann að vera það líka í næstu

Rafn Guðmundsson, 19.4.2016 kl. 21:29

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get bara með engu móti séð að þegar ég greini frá vaxandi ánægju með störf forseta Íslands og tel þá niðurstöðu marktæka, en síður marktækar tölur um fylgi stjórnmálaflokkanna sé í þessari umfjöllun minni fólgin "frústrering mín í garð farsæls forseta og andleg vanlíðan".

Þess má geta að samstundis 5. apríl lýsti ég yfir sérstakri ánægju með starf forsetans þann dag og lýsi því líka í þessum pistli.

Ómar Ragnarsson, 19.4.2016 kl. 21:30

9 identicon

Forseti Íslands skilur ekki orðið “quality.” Mætti lesa bókina “Zen and the Art of Motorcycle Maintenance“. Ómar Ragnarsson einnig.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 22:06

10 identicon

Mér sýnist við nánari athugun (og vegna athugasemda hans) Ómar vera að bakka aðeins frá því að draga of miklar ályktanir af skoðanakönnuninni sem var gerð 4. og 5. apríl (Steini, hún var gerð!) og því orð mín í athugasemd #1 marklaus og ég dreg þau til baka auk þess að biðjast afsökunar á þeim.

ls (IP-tala skráð) 20.4.2016 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband