"Eiturefni og þungmálmar" í trjánum?

Í Yellowstone þjóðgarðinum í Wyoming í Bandaríkjunum urðu gríðarlegir skógareldar 1988. Slíkir stórbrunar verða þar með um aldar millibili en stundum styttra millibili.

Ákveðið var að láta eldana afskiptalausa nema ef hægt væri að bjarga mannvirkjum.

Ástæðan var sú, að ætlunin með þjóðgarðinum var sú að náttúran nyti vafans og inngrip í gang hennar væri í lágmarki.

Tvær ferðir þangað, 1998 og 2008 voru eftirminnileg upplifun. Í ljós hefur komið að eldarnir eru nauðsynlegir til þess að sjá um endurnýjun skógarins og sjálfkrafa grisjun hans.

Þeir hlutar hans, sem brunnu, voru gömul tré, sem orðin voru þurr og feyskin, en hins vegar sluppu yngri og safaríkari tré frekar undan eldunum.

1998 voru tíu ára gömul tré að byrja að spretta upp af brunarústum eldri trjánna og 2008 voru þau orðin miklu stærri.

Nú verður hægt að fylgjast með uppvexti hins nýja skógar og því, hvernig rotnandi leifar hinna föllnu eldri kynslóða verða að næringu fyrir yngri og uppvaxandi kynslóðir.

Hringrás náttúrunnar birtist þarna á einstakan hátt. Hún sér sjálf um það að nýju trén mun standa hæfilega þétt og að maðurinn þurfi ekki að grípa neitt inn í það ferli með grisjun.

Fyrirbæri eins og "mengun vegna eiturefna og þungmálma" eru víðsfjarri í Yellowstone, en hins vegar alvarlegt vandamál í brunarústunum í Fort McMurrey heldur norðar við Klettafjöllin.

Hvernig skyldi standa á því? Gott íhugunarefni.   


mbl.is Geta ekki snúið til Fort McMurray vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eldur hefur mikilvægu hlutverki að gegna í visktkerfi skóga. Könglar margra barrtrjáa opnast eingöngu í eldi.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband