Mosfellsheiði er ekki undir Hafnarfjalli.

Með frétt af lokun Þingvallavegar af því að vélhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu og lenti utan vegar er birt mynd frá hringveginum í Melasveit þar sem Hafnarfjall sést hægra megin en hluti Snæfellsnesfjallgarðarins í baksýn.

Sjá má tvo bíla sem lent hafa í árekstri en hvergi nein merki um lokun hringvegarins.

Engin skýring er gefin á því af hverju þessi mynd er birt í frétt um allt annan atburð á allt öðrum þjóðvegi uppi á heiði í meira en 60 kílómetra fjarlægð.

Nokkrum grundvallarspurningum þarf að svara í fréttaflutningi svo sem: Hvar? Hvenær? Hvernig? Hvers vegna?

Svörin þurfa að vera rétt og birtar viðeigandi myndir.


mbl.is Þingvallavegur lokaður eftir mótorhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband