Menn gleyma minnihlutastjórn með tryggan meirihluta 1927-31.

Á þessari bloggsíðu voru nefndar nokkrar missagnir, sem hafa sést í umræðum um úrslit kosninganna nú og stjórnarmyndunarmöguleika. 

Ein hefur bæst við, - sú fullyrðing að minnihlutastjórnir hér á landi hafi setið stutt og verið skipaðar til bráðabirgða. 

En það er ekki rétt. Stjórn Framsóknarflokksins var við völd 1927-31 í tæp fjögur ár og naut tryggs stuðnings Alþýðuflokksins, þótt hann ætti ekki ráðherra í stjórninni. 

Tæknilega var hún minnihlutastjórn en þetta fyrirkomulag varðandi ríkisstjórn dugði ekkert siður en þótt Alþýðuflokkurinn hefði átt ráðherra í stjórninni. 

Það síðasta sem fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sagði var að Samfylkingin myndi geta hugsað sér að styðja það sem hún kallað umbótastjórn, þótt hún ætti ekki ráðherra í þeirri stjórn. 

Svipað hafa Píratar sagt. 

Þótt heitið meirihlutastjórn eigi tæknilega við um stjórn, sem flokkar eiga beina aðild að, er sá möguleiki fyrir hendi að mynda stjórn, sem hefur tryggan meirihluta þingmanna að baki sér og ver stjórn vantrausti, án þess að stuðningsflokkarnir eigi beina aðild að henni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur 21 þingmann en hinir flokkarnir 42 og því eru ýmsir kostir í stöðunni án þátttöku hans.  


mbl.is Enginn meirihluti án Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband