Þetta var þá allur ljómi traustsins.

Nú kemur í ljós að útstrikanir á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í kosningunum fóru langt með að fella hann úr 1. sæti listans Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Samt hefur hann gumað af glæsilegri útkomu sinni í kosningunum og því hve stórkostlegan árangur það hefði haft í för með sér ef hann hefði verið formaður flokksins og leitt alla kosningabaráttuna eftir sínu höfði.

Svipað hefur verið að horfa á stjórnmálaferil Sigmundar síðasta árið og að vera vitni að afneitun áfengissjúklings sem er í algerri og sívaxandi afneitun, því að það er dapurlegt að eftir margt ágætt, sem Sigmundur hefur fært fram síðan hann geystist inn á völl íslenskra stjórnmála, svo sem starfið vegna Icesavekrafna Breta og Hollendinga og vel heppnuð kynning hans á nýju sjónarmiðum varðandi húsafriðun í miðborgum og bæjum, skuli hann hafa haft slæm áhrif á störf Alþingis eins og vel kom í ljós við umskiptin þegar Sigurður Ingi tók við af honum.

Ég er hins vegar sammála honum um það, að það beri að rannsaka það fljótt og vel, jafnvel nokkra áratugi fram í tímann, hvort það muni á endanum verða bæði ódýrara og heppilegra að reisa nýtt sjúkrahús frá grunni á auðri lóð.

Það á ekki að þurfa að kosta það hægja neitt á meðan á bráðnauðsynlegustu framkvæmdum við Hringbraut.

Mig grunar að ávinningurinn af því að reisa nýtt og betra sjúkrahús og nýta sér til dæmis reynslu Norðmanna, verði miklu meiri en tímabundið tap vegna framkvæmda á tveimur stöðum um skeið.  


mbl.is Yfir 800 strikuðu nafn Sigmundar út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... hvort það muni á endanum verða bæði ódýrara og heppilegra að reisa nýtt sjúkrahús frá grunni á auðri lóð."

Nýbyggingar Landspítalans verða á auðri og stórri lóð spítalans við Hringbraut, skammt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu.

Mun lengri tíma tæki því að flytja langflesta sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu á sjúkrahús á Vífilsstöðum en á Landspítalann við Hringbraut og flestir Íslendingar búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta atriði hefur nú þegar verið rannsakað í bak og fyrir og Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem vill að Landspítalinn verði á öðrum stað en við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 2.11.2016 kl. 02:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í Reykjavík og kraganum vildu miklu fleir strika út Samfylkingarsleykjuna Siguð Inga,en var tjáð að þá ógiltu þeir atkvæðið,þar sem slíkt má aðeins í kjördæmi hans.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2016 kl. 02:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... vel heppnuð kynning hans á nýju sjónarmiðum varðandi húsafriðun í miðborgum og bæjum ..."

Sigmundur Davíð var ekki einu sinni fæddur þegar Torfusamtökin voru stofnuð.

Þorsteinn Bergsson
, framkvæmdastjóri Minjaverndar og náfrændi minn, hefur hins vegar haft mikil áhrif í þessum efnum.

Þorsteinn Briem, 2.11.2016 kl. 02:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æi, Ómar þó, það fer þér illa, öldnum og virðulegri með hverju árinu, að vera með þessar Rúv-þægu, Samfylkingar-þjónandi og collega-meðvirku rætni þína út í saklausan manninn Sigmund Davíð. Hann gæti vel stjórnað landinu betur en þú og þínir örlagakratar þrátt fyrir útlend tengsl konu hans.

Jón Valur Jensson, 2.11.2016 kl. 03:44

5 identicon

Þú getur eðlilega ekki annað en viðurkennt störf og hugmyndir Sigmundar en reynir samt að gera lítið úr honum af því að aðrir geri það!

Það er ekkert grín að hafa sjálft ríkisútvarpið í sérstakri áróðursherferð gegn sér og vissulega álpast margar auðtrúa sálir með. 

Það má kannski líkja Sigmundi við öfluga skurðgröfu sem grefur skurð til að afstýra flóði. Fer í gegnum margar einkalóðir og slítur ýmsa kapla við það verk og fær svo alla fýlustrumpana í bakið að því loknu tuðandi "ja þetta var nú sussum ekkert flóð"!

Alvarlegast er þó ef þeir öflug aðilar sem Sigmundur leiddi baráttuna gegn standa að einhverju leiti að aðförinni gegn honum en þar eru einkennilegir þræðir rekjanlegir bæði til RÚV og sjálfs forsetans. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 08:55

6 identicon

Hann stóð sig vel þegar hann starfaði með Indefence.  Það fór að halla undan fæti þegar hann var kominn með einhverja arkitektahirð í kringum sig sem magnaði upp í honum stórmennskubrjálæðið.  Það var hrikalegt að horfa upp á hann þramma upp Hverfisgötuna með fréttamann í eftirdragi og tala um verktaka sem börn sem þyrftu tilsögn.  Þá var þetta búið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 09:41

7 identicon

Hvað er gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) að væla? SDG var tekinn á beinið, eftir að hafa reynt að sniðganga eina almenna fjölmiðilinn vegna hræðslu við ágengar spurningar. Loksins þegar hann gaf kost á sér og fékk ekki að sjá spurningarnar fyrirfram eins og venjulega skeit hann upp á bak. Traust hans í Norð-austur kjördæmi er algjörlega horfið þrátt fyrir að þar hafi hans bakland verið.  Gamli Símahrellirinn virðist vera orðinn ótrúlega meðvirkur, nema að hans heimska sé að þvælast fyrir honum.

thin (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 10:05

8 identicon

þeir sem ekki standa i svikum og prettum sjálfir er ákaflega auðvellt að koma aftan að og stinga i bakið  !  Framsóknarmenn ákveðins arms her i NA og kommar i NA  vilja auðvitað ekki SDG en sem betur fer eru fl til en þeir  og hamm hefur ekki stuðningsleysi af að segja ...Gott að fólk viti hvað það blaðrar og svo væri nátturlega gott ef sem flestir væru kallaðir svona smekkleg viðtöl á RÚV  og SDG og vita hvert þeir stæðu sig betur ??? ...það er nefnilega annað "um að tala en i að komast" !!    Merkillegt hvað margir hafa afhjúpað sinn "littla mann" i öllum þessum skifum um SDG siðustu mánuði   og hefur synt manni hversu  mikil lygi það er þegar sama fólk gengur fram fyrir sköldu og bryna fyrir fólki ...kærleika og umburðarlyndi  ...og láta gott af ser leiða ,,,þvilik hræsni !!     

RAGNHILDUR H. (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 12:28

9 identicon

Hann hefði kannski frekar átt að undirbúa sig betur fyrir þetta viðtal 11. mars í stað þess að eyða tímanum í pistlaskrif um landspítalann Ragnhildur.  Það hefði örugglega komið betur út fyrir alla - ekki síst hann sjálfan.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 13:36

10 identicon

Sigmundur Davíð olli vonbrigðum !

Hann átti við eitt mjög alvarlegt vandamál.  Hann vantaði háskólagráðu !

Þetta þvældist fyrir honum og hans gjörðum !

JR (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 16:05

11 identicon

JR...

Svona svipað og stærðfræðisnillungrinn hjá pírötum..cool

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 16:23

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Framsóknarflokkurinn náði fleiri atkvæðum í NA-kjördæmi en VG.

Efstir voru þó sjálfstæðismenn; en þetta sannar ekki, að kjördæmið hafi hafnað Sigmundi Davíð, þrátt fyrir allan róginn sem gegn honum hefur gengið og það með eigin "kostun" þjóðarútvarpsins á fyrirsátsmönnum og eilífri klifan andstæðinga hans á Fréttastofu Rúv. Niður með þetta ríki í ríkinu!

Jón Valur Jensson, 2.11.2016 kl. 17:03

13 identicon

Frá forseta gekk Bjarni braut,

bugaður af sálarþraut:

Er vikin öll misklíð,

með viðreisn og framtíð,

eða vistvænt að setja upp gluggaskraut? cry

Þjóðólfur í Forsæti (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 23:11

14 Smámynd: Már Elíson

Blessaður góði, Jón Valur, hafðu vit á að þegja. Meiri kjaftaskurinn í sífellu. - Meðvirkur með einhverjum mesta glæpamanni ríkisins og hans pótentátum. Hvað er í raun og veru að þér ? -  

Már Elíson, 2.11.2016 kl. 23:31

15 identicon

Már - Jón Valur má hafa sínar skoðanir svona rétt eins og Ómar og fleiri. Það er dásamlegt hvað við Íslendingar eru góðir í rökræðum. Það hefur margt farið aflaga en margt hefur verið vel gert á síðasta kjörtímabili. Fólk fékk leiðréttingu og margar góðar ákvarðanir hafa verið teknar sem hafa verið framfaraspor.

Hitt er svo annað mál að pólitíkusarnir hafa líka verið að glíma við líkin í lestinni.

Hvað sem öllu karpi líður þá snúast stjórnmálin um að halda þjóðfélaginu gangandi og ekki um að halda flokkum og mönnum þar gangandi. Við verðum að reka hið opinbera á ábyrgan hátt á komandi árum og um það snýst stóra málið. Við þurfum ekki að bjóða upp í dans og lofa öllu fögru eins og margir stjórnmálamenn hafa verið góðir í síðustu vikurnar. Það hefur líka verið rætt um minnihlutastjórnir í Svíþjóð og Noregi, munurinn á þeim og okkur er sú staðreynda að þar er kerfið mun þróaðra og fjárlagagerð þar er ekki bólgin af loforðum heldur staðreyndum sem byggja á því hvað er í kassanum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 02:08

16 identicon

Sæll Ómar.

Hér að neðan getur að líta
framboðsræðu Sigurðar Inga á flokksþingi.

https://www.youtube.com/watch?v=tymwl31ocuw

Títt er um raddir manna á sjötugs- og áttræðisaldri
að það hægir mjög á þeim þó þær að öðru leyti
gætu dugað vel til upplesturs á draugslegum kvæðum.

Með því að stilla myndbandið á 1.25 fá menn mjög
áheyrilega og áferðarfallega rödd en með því
að stilla þessa framboðsræðu á 1.5 þá er þar fyrrum
formaður flokksins afturgenginn í núverandi formanni.

Þetta leysir allan vanda Framsóknarflokksins um tíma og eilífð!

 

Húsari. (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 14:38

17 identicon

Sæll Ómar.

Mér finnst það sérkennilegt að
þú skulir haldinn slíkum valkvæðum sannleiksótta,
eins konar þráhyggjuívafi af mótþróaþrjóskuröskun,að láta það líta svo út að það sé einhver mælistika
á ágæti Sigmundar hvað talhlýðnum mönnum dettur í hug 
að gera á kjörstað.

Einkennilegast af öllu eru þó skrif þín í ljósi þess
sem flestir telja sig vita um þessar útstrikanir og hvaðan
þær eru ættaðar.

Húsari. (IP-tala skráð) 4.11.2016 kl. 16:47

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gelgjuleg tilfinningaútrás Más Elísonar, rakalaus ofurmælin og viðleitnin til að þagga niður í öðrum með nógu miklum þjósti, sem hefur þó engan röklegan styrk á bak við sig, allt er þetta andstæða rökræðunnar og er krónískt vandmál þessa unga manns, ekki minn vandi.

Jón Valur Jensson, 5.11.2016 kl. 10:11

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og "thin" er jafn-þunnur og orðljótur hér og fyrri daginn. Hann sér ekkert athugunarvert við að þrælpólitískir óvildarmenn forsætisráðherrans í hópi ríkisstarfsmanna veiti honum þaulskipulagða fyrirsát og felli hann þrátt fyrir hreinan skjöld hans í því efni að eiga eitt einast penný á erlendum reikningum.

Jón Valur Jensson, 5.11.2016 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband