Að hugsa sér ef þetta hefði verið gert fyrr.

Stærsta fréttaefni "Framtíðarlandsins", bókar Andra Snæs Magnasonar, var það, að árið 1995 sendi opinber nefnd um finna kaupendur að íslenskri orku, á laun nokkurs konar bænarskjal til helstu orkukaupenda erlendis, þar sem boðið var upp á "lowest engergy prices", "lægsta orkuverðið á markaðnum" og í þokkabót boðið upp á "sveiganlegt mat á umhverfisáhrifum." 

En þessi merka uppljóstrun í bókinni vakti enga athygli fjölmiðlanna, þótt þar væru afhjúpuð nakin eymdin í stóriðjustefnu Íslendinga, sem setti Ísland niður á plan með fátækustu þjóðum heims sem verða vegna neyðar að þola yfirgang alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem svífast einskis í arðráni sínu, sem er í raun aðeins framhald hinnar gömlu nýlendustefnu.  

Hvort tveggja, orkuverðið og endemis úrskurður þáverandi umhverfisráðherra, gekk eftir þegar samið var um smíði Kárahnjúkavirkjunar. 

Ekki var látið við það sitja að bjóða orku á gjafverði, heldur var sérstakt ákvæði í samningum við Alcoa um það að á meðan 40 ára orkusamningur væri í gildi mætti ekki setja lög sem mæltu fyrir um þak á skuldsetningu. 

Hendur Alþingis voru sem sé bundnar marga áratugi fra í tímann til þess að fyrirtækið gæti með bókhaldsbrellum erlendis og hér heima bókfært að vild skuldir hjá Alcoa hér á landi við systurfyrirtæki erlendis í slíkum mæli að ekki þyrfti að borga krónu í tekjuskatt af tugmilljarða gróða álversins á Reyðarfirði.

Meðal ótal ívilnana var að verktakafyrirtækið Impregilo fengi ókeypis rafmagn á þeim árum sem framkvæmdirnar stóðu, en þessi raforka var sem nam allri raforkuframleiðslu Lagarfossvirkjunar.

Stefnan "lægsta orkuverð" hafði raunar verið í gildi hér á landi allt frá 1965 og hefur því verið í gildi í meira en hálfa öld með óheyrilegu tjóni á íslenskum náttúruverðmætum.

Og tilhugsunin um það sem gert hefur verið á þeim tveimur áratugum, sem liðin eru síðan bæklingurinn "Lægsta orkuverð" er blandin hrolli og sorg.

Að hugsa sér hve miklu það hefði breytt ef það hefði verið gert fyrr en nú að tryggja að raforkufyrirtæki greiði markaðsverð fyrir nýtingu náttúruauðlinda í almennaeigu.  


mbl.is Greiði markaðsverð fyrir náttúruauðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og samt græðir Landsvirkjun sem aldrei fyrr og fyrirsjáanlegt að innan örfárra ára muni arðgreiðslur ríkisins frá fyrirtækinu nema allt að 20 miljörðum árlega. Merkilegt þegar haft er í huga að andstæðingar á sölu raforku til stóriðju fullyrða í sífellu að rafmagnið sé selt undir framleiðsluverði.

Örfá ár eru í það að raforkukaup Alcoa frá Kárahnjúkum skili virkjuninni skuldlausri til eiganda hennar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2017 kl. 17:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:16

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:17

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:18

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:20

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar árið 2015

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:23

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:25

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:26

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru engin rök í máli að segja eitthvað út í loftið eins og til að mynda þetta:

"Botninn mun detta úr túrismanum innan nokkurra ára."

Við höfum öll séð þessa fullyrðingu frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum árum saman.

Einnig að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka bráðlega.

Einmitt þveröfugt hefur gerst og ekkert að marka þessar fullyrðingar.

Þegar menn rökræða mál eiga þeir að beita rökum en ekki "ég held og mér finnst" og krefjast þess svo að aðrir beiti rökum í málinu.

Menn eiga sem sagt ekki að krefjast hærri launa vegna þess að einhverjir aðrir geti tapað á því, til að mynda ríkið.

Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarið vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:27

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:28

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:28

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en
um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:31

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð fjög­ur ár þar á und­an."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:33

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:34

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2016:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:35

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:38

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 00:39

32 identicon

Jæja!?!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.1.2017 kl. 08:25

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Óværan komin á stjá

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2017 kl. 09:57

34 identicon

Gunnar mig minnir að það hafi verið talað um að Kárahnjúkavirkjun yrði búinn að borga sig a 10 árum,nú eru held ég 10 ár liðin og engan hef ég heyrt tala um að hún væri búinn að borga sig.og nú talar þú um örfa ár i viðbót hvað skildu það vera mörg ár kannski 40 ár i viðbót

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 10:10

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði það heldur ekki, Helgi. Ég sagði innan örfárra ára.

Upphaflegu áætlanirnar gerðu ráð fyrir að virkjunin borgaði sig upp á u.þ.b 20-25 árum, ef ég man rétt. Nú er útlit fyrir að sá tími sé skemmri, þrátt fyrir að álverð hafi verið tiltölulega lágt. Það helgast m.a. af því að nýting virkjunarinnar er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bæði framleiðir virkjunin aðeins meiri orku og einnig kaupir Alcoa meira rafmagn en samningar kváðu á um.

Þess má geta að áætanir um flest það sem snéri að arðsemi virkjunarinnar voru hófsamar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2017 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband