90 hnúta vindur og 11 stiga hiti á Brúaröræfum í nótt.

Á myndbandi með laginu "Glöð við förum á fjöll öll" á facebook notar Salka Sól orðin "dýrð og dásemd" um það sem dregur fólk í fjalla- og jöklaferðir á þessum árstíma. En í nótt var varla hægt að nota slík orð um aðstæður á hálendinu, því að þá mátti sjá á veðurmælingum á Brúaröræfum í 750 metra hæð yfir sjávarmáli, að á Sauðárflugvelli skammt frá veðurstöðinni færi vindur í hviðum í 44 metra á sekúndu, en það samsvarar 90 hnúta vindi.

BISA. Flughlað vetur

Til samanburðar er skilgreint fárviðri þegar vindur nær 64 hnútum.

Í myndbandinu eru sýndar sömu myndir af þessum stað og hér birtast, en sú efri er tekin fyrir nokkrum árum í byrjun maí, en sú neðri í fyrsta snjó í október haustið áður.

En þessi mikli stormur í nótt var aðeins önnur hliðin á því fyrirbæri sem kallað er hnjúkaþeyr, þegar hlýtt loft streymir hratt niður hlíðar hlémegin á fjöllum.

Hitinn komst í ellefu stig þarna í nótt.

Vindurinn er sá mesti sem ég man eftir á þessum slóðum og hitinn einnig með þeim mestu í mars.BISA.Vetur. Vitara. 4runner

Nú er spurning hvort vindpokinn og stöngin, sem hann er á, hefur þolað álagið.

Og litli pallbíllinn, sem þarna er allt árið, stendur þannig að snjó skefur frá honum, svo hann er berskjaldaður.

Sumir spyrja hvort hægt sé að vera á ferli á jöklajeppum í svona fárviðri, og það er svosem mögulegt, ef vanir menn eru á ferð á öflugum jeppum og halda kyrru fyrir þegar það á við.

Þannig var það til dæmis í ferð á vegum Bílabúðar Benna vorið 1991 upp á Hvannadalshnjúk.  


mbl.is Búist við stormi víða á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Britain is poised to be hotter than Ibiza as the country basks in glorious sunshine and the hottest day of the year so far approaches.

Temperatures in Aboyne, Scotland, this afternoon could climb as high as 19C - making it the warmest day of 2017 so far.

And the Met Office predicts the mercury in parts of southern England could reach the low 20s on Wednesday next week.

The tourist hot-spot of Ibiza will only reach 18C on the same day."

Þorsteinn Briem, 25.3.2017 kl. 16:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Ísland er miðpunktur þeirra breytinga sem eru að verða á jörðinni vegna loftslagsbreytinga - landið er í raun að bráðna.

Þetta er útgangspunkturinn á sýndarveruleika-myndbandi sem bandaríska fréttastöðin CNN hefur birt á vef sínum.


Þar geta áhorfendur flogið yfir landið, snúið myndavélinni í allar áttir og fræðst um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi.

"Ferðamenn flykkjast til landsins og Hollywood gerir kvikmyndir sínar hér en landslagið verður mikið breytt eftir eina til tvær kynslóðir."

 

Í myndbandinu kemur fram að hlýnun jarðar hafi valdið hækkun hitastigs á norðurslóðum um tvær gráður.

Og þó það hljómi ekki mikið hafi það mikil áhrif á jöklana á Íslandi sem smátt og smátt séu að hverfa.

Það sé ekki aðeins slæmar fréttir fyrir Ísland heldur fyrir allan heiminn."

Þorsteinn Briem, 25.3.2017 kl. 17:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hefur verið áberandi breyting á snjókomu og snjóalögum á svæðinu frá ánni Kreppu og austur um, - mun meiri úrkoma en í áratugi. 

Mestu áhyggjur af Íslandi felast í tölvumódeli, sem hefur birst síðan fyrir 20 árum og sýnir hættuna á mikilli staðbundinni kólnun á Norður-Atlantshafi vegna þess að leysingavatn frá jöklunum er léttara en saltur Golfstraumurinn, og hætta er á að straumurinn sökkvi niður mun sunnar en hann teygir sig nú. 

Á einu módelinu gæti kólnað um allt að sjö stig á Norðurlandi, svo að hitinn þar yrði svipaður og hann er nú á austurströnd Grænlands. 

Ómar Ragnarsson, 25.3.2017 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband