Gamla skúffubókhaldið er lífseigt.

Það er gömul saga sem var lýst í þjóðsögunni "hesturinn ber ekki það sem ég ber", þegar þetta svar var haft eftir manni sem sat á hesti og hafði stóran og þungan boka á baki sér í upphafi ferðar. 

Stundum hefur þetta verið kallað "skúffubókhald" og að peningar séu ýmist teknir úr eða settir í aðrar skúffur en eðlilegt gæti talist. 

Þannig er það talið vera sparnaður fyrir útgjöld þjóðarinnar að sjúklingar greiði beint ýmsan kostnað við lækningar í stað þess að ríkissjóður greiði hann. Já, "hesturinn ber ekki það sem ég ber." 

Þegar ég hóf störf fyrstu árin sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu gat komið fyrir, að yfirmanni mínum, sem forstöðumaður Frétta- og fræðsludeildar, gat fundist það hentugt í samkeppninni við "hina deildina," Lista- og skemmtideild, að borga kostnað vegna dagskrárgerðar minnar úr skúffu íþróttanna, sem ég var aðeins einn í. 

Þegar kvikmyndin Lénharður fógeti var sett á dagskrá af hálfu Lista- og skemmtideildar og þótti óhemju dýr, enda tekin í lit, (en var samt aldrei sýnd í lit, enda var þá aðeins sýnt í svart-hvítu!) ákvað dagskrárstjórinn minn að láta sýna sama kvöldið heimildamynd á vegum fræðsludeildarinnar, sem ég gerði, og myndi ekki kosta krónu!  Tilkynnti hann þetta stoltur á fundi útvarpsráðs. 

Sú leið fannst til að koma þessu í kring, að ég fyndi einhverja íþróttaiðkun á Ísafirði til að fjalla um og að kostnaður við flug mitt þangað og til baka yrði færður sem kostnaður við íþróttaefni, síðan myndi varðskip flytja mig og þrjá leiðangursmenn ókeypis til og frá Hornbjargsvita, þar sem ókeypis fæði og húsnæði yrði fyrir hendi við gerð heimildarmyndar um vitavörðinn. 

Sem sagt: Ekki króna vegna ferðakostnaðar eða fæðis! 

Í kringum þetta gerðist raunar miklu lengri og ótrúlegri saga, sem vonandi verður hægt að segja síðar.

En eftir að hafa upplifað hana kemur mér fátt á óvart í þessum efnum, og þess má geta, að á núvirði kostaði umsókn um að Ísland ætti fulltrúa í Öryggisráði Sþ um tvo milljarða króna, án þess að þess sæi nokkurs staðar merki í bókhaldinu!    

 

 

 


mbl.is Kostnaðinum við umsóknina var leynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mikið kostaði ríkisstyrkt bullið í Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu?!

Gæti best trúað að undirritaður hafi birt jafn mikið opinberlega og þessir ríkisstyrktu menn um þá umsókn án þess að hafa beðið um eða þegið eina krónu fyrir það en ég er ekki sjálfstæðismaður sem heimtar sífellt peninga af ríkinu.

Þorsteinn Briem, 30.11.2017 kl. 21:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.11.2003:

Ræða Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um utanríkismál:

"Fyrr í haust var framboð Íslands til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna formlega tilkynnt aðildarríkjum samtakanna í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

Af þessu tilefni er tímabært að fara nokkuð ítarlega yfir það hvað í framboðinu felst og hverjar áherslur Íslands verða í baráttu um kjör í öryggisráðið og síðar í starfi í öryggisráðinu.

Kosningarnar fara fram haustið 2008."

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/raedurHA/nr/2026

"Framboðið er norrænt og taka öll Norðurlöndin virkan þátt í framboðsferlinu.

Hefð er fyrir því að eitt Norðurlandanna sækist eftir setu í ráðinu á fjögurra ára fresti.

Norðmenn og Danir hafa átt fjórum sinnum sæti í ráðinu, Svíar þrisvar og Finnar tvisvar.

Setið er í ráðinu til tveggja ára í senn."

http://www.iceland.org/securitycouncil/islenska/frambod-islands/

Steini Briem, 16.10.2008

Þorsteinn Briem, 30.11.2017 kl. 21:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hverjir ætli hafi verið í ríkisstjórn Íslands haustið 2003 aðrir en Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra?!

Þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. maí 2003 - 15. september 2004

Þorsteinn Briem, 30.11.2017 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband