Sígur á ógæfuhliðina hjá réttarríki lýðræðis.

Eftir að Íslendingar gerðust aðilar að Mannréttindadómstólnum í Strassborg, hefur Hæstiréttur Íslands verið margsinnis, bráðum tíu sinnum, verið rassskelltur af dómstólnum.

Mannréttindi og sjálfstæði fjölmiðla eru hornsteinar lýðræðisins, en sífellt bætast við dómar og úrskurðir, sem lækka einkunn Íslands í þessum efnum. 

Þótt Hæstiréttur og einstakir héraðsdómarar hafi of oft verið of þýlyndur við valdaöfl, svo sem í stjórnlagaþingkosningamálinu, geta einstakir sýslumenn þó gengið það langt í rangsleitni, að dómstólar setji ofan í við þá.

Úrskurður sýslumanns í lögbannsmáli Glitnis var einfaldlega svo augljóslega rangur, að það hefði verið nýtt met að endemum, ef honum hefði ekki verið hrundið. 

Lögbannið er því miður ekki í eina skiptið sem úrskurðir af því tagi sem sýslumaður felldi  og veikja trúna á íslensku réttarfari og íslensku lýðræði. 

En verst er, að langvinnur málarekstur þjónar þeim aðila málsins, sem síst ætti að hagnast á hinu eindæma rangláta lögbanni.  


mbl.is „Fólkið í landinu sem tapar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband