Leynistríð og staðgenglastríð.

Þótt skæruliðar ættu víða stóran þátt í stríðsrekstrinum í Heimsstyrjöldunum tveimur voru línur þó yfirleitt nokkuð skýrar varðandi það hver væri að fást við hvern. 

Hermenn voru yfirleitt í einkennisbúningum og flugvélar og önnur stríðstól merkt með einkennismerkjum. 

Í helstu árásum var nokkuð ljóst hver réðist á hvern. 

Stríðsþjóðirnar forðuðust það í Seinni heimsstyrjöldinni að beita efnavopnum, bæði vegna hættunnar á að gasið bærist óvart til sendandans eða að slíkur hernaður gæti stigmagnast öllum  stríðsþjóðunum til bölvunar og tjóns. 

Flugvélum og öðrum hernaðartækjum stjórnuðu menn í merktum einkennisbúningum. 

Það var helst í skæruhernaði sem tala mátti um staðgenglastríð, svo sem í vaxandi aðgerðum andófsfólks í Júgúslavíu, Noregi og Frakklandi í Seinni heimsstyrjöldinni eftir því sem leið á stríðið.

Þar lék leyndin oft stórt hlutverk og dæmi voru um stríðsaðgerðir þar sem gerendur þrættu fyrir verknaði sína, svo sem morðin í Katynskógi, sem upplýstust ekki til fulls fyrr en við fall Sovétríkjanna. 

Í Sýrlandsstríðinu og fleiri átökum í Miðausturlöndum virðast leynd og staðgenglastríð verða æ fyrirferðarmeiri atriði. 

Eldflaugaárásir og árásir með drónum verða æ meiri hluti af hernaðinum og þar með leyndin yfir því, hverjir beri ábyrgð á hverju og hver ráðist á hvern. 

Þetta á víð þegar hernaðarþjóðir koma hergögnum til leynilegra andófshópa og herja eins og gert hefur verið ótæpilega í Sýrlandi. 

Þegar leitað var að nýyrði yfir mannlausar flugvélar kom fram tillaga um heitið mannleysu. 

Það hefði að mörgu leyti átt vel við það þegar menn sitja í leynilegum og vel földum og vörðum húsakynnum og dunda sér við að drepa mann og annan úr launsátrum sínum með mannlausum drápstækjum. 

Það er ekki mikil reisn yfir slíku, heldur vekur frekar viðbjóð. 

Munurinn er að vísu ekki mikill á því og aðferðum í lofthernaði Seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem flugmenn í sprengjuflugvélum gátu stundað þá miklu firringu sem felst í því að limlesta og drepa fólk í hundraða þúsunda tali án þess að sjá neitt, hverjir það eru sem verða fyrir sprengjunum og hvernig þeir eru drepnir. 

En friðsamleg notkun dróna, svo sem við kvikmyndagerð og björgunarstörf er þess eðlis, að yfirbragð orðsins mannleysa hefði ekki verið viðeigandi nýyrði á slíkum vettvangi.  

 


mbl.is Árás á herstöð Sýrlandshers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýrlenski herinn er gott sem búinn að vinna borgina og væri hvílíkur afleikur að varpa efnavopni þar og fá allann heiminn á móti sér.
Það ætti ekki að koma á óvart að þar séu á ferð sömu aðilar og fengu með falsfréttum allann hinn "siðmenntaða" heim til að myrða Írak.

Jon Pall Gardarsson (IP-tala skráð) 9.4.2018 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband