Eiga "breytingarnar" að byrja á kröfu um hefð, - sem þó er ekki hefð?

Þegar einn listi hefur fengið meirihluta í borgarstjórn hefur það sagt sig sjálft, að oddviti þess flokks yrði borgarstjóri. 

Sú hefð var rofin 1978 þegar maður utan borgarstjórnar, Egill Skúli Ingibergsson, var ráðinn borgarstjóri fyrir nýmyndaðan meirihluta Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. 

Samt var Birgir Ísleifur Gunnarsson efstur á lista langstærsta framboðsins, sem fékk meira en tvöfalt meira fylgi en næststærsti flokkurinn í borgarstjórn, Alþýðubandalagið. 

Þegar Davíð Oddsson hætti sem borgarstjóri 1991 var farið út fyrir borgarstjórn að nýju og Markús Örn Antonsson ráðinn borgarstjóri. 

Það var í boði Sjálfstæðisflokksins sem "hefð" hans sjálfs var rofin. 

Það var líka í boði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn að Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri 2008.

Þessi "hefð" hefur verið rofin fjórum sinnum og þar af tvisvar af sjálfum Sjálfstæðisflokknum, því að 2008 varð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þótt hann væri ekki oddviti stærsta flokksins í borgarstjórn. 

Það er auðvitað skiljanlegt að Eyþór Arnalds fýsi að verða borgarstjóri. 

En maður hélt að málefnin og samkomulag á grundvelli þeirra og möguleika á samstarfi flokka skipti meira máli. 

Þegar er samkomulag um að það verði breytingar í málefnum borgarsjórnar, þótt ekki væri nema vegna stórkostlegrar uppstokkunar í henni. 

Að setja það fram sem "hefð" að aðalatriðið sé að efsti maður á þeim lista sem fær flest atkvæði verði borgarstjóri og að slíkur óumbreytanleiki sé forsenda fyrir því hverjar breytingarnar verða, er hins vegar hæpið. 


mbl.is „Hefð að stærsti flokkurinn leiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband