"Það getur allt gerst í beinni útsendingu..."

Þessi orð Agnesar Bragadóttur á spennuaugnabliki í þættinum "Á líðandi stundu" 1986 voru hent á lofti af mörgum. 

Ekki hefur þurft annað en að gjóa augunum á sjónvarpsskjáinn undanfarna daga til að sjá ótrúleg atvik, eins og til dæmis það, hve litlu munaði að Marokkó og Íran slægju út stórveldin Spán og Portúgal í gær. 

Þýsk nákvæmni birtist með eftirminnilegum hætti í ótrúlegri aukaspyrnu á lokamínútu, sem sópaðði öllum þremur stigum leiksins til meistaranna frá HM 2014. 

Í leikjum Íslands, hliðstæðum þeim sem fer fram í dag á milli Króatíu og Íslands, hafa úrslit orðið á ýmsa vegu og gangur leikja ekki síður, samanber leikurinn við Englendinga á EM. 

Þess vegna er bara að senda strákunum fjöldaskilaboð með "essemmessi" hugaraflsins í kvöld. 


mbl.is Svona vinnum við Króata í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Kannski fótbrotna allir leikmenn Króatíu samtímis. En ég myndi samt ekki veðja á það.

Aztec, 26.6.2018 kl. 14:32

2 Smámynd: Aztec

... sem gerðist ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ég veit ekki hvort ég hafi rétt fyrir mér, en mér fannst íslenzku liðsmennirnir hlaupa hægar en Króatarnir og áttu erfitt með að hlaupa þá uppi til að ná boltanum af þeim. Var það gert viljandi? 

Aztec, 26.6.2018 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband