Margar magnaðar sögur af ríkum Rússum.

Það er alveg í stíl við ótrúlegar sögur af ríkum Rússum hér á landi, að þeir panti ekki aðeins þyrlur og hvers kyns bruðlkennda þjónustu í ferðum sínum til Íslands, heldur geti afpantanirnar orðið jafn tilkomumiklar og margbrotnar. 

Í sumum tilfellum eru sögurnar þannig, að engu er líkara en að heilu ferðirnar og tilstandið hjá gestgjöfum og gestum hafi verið stanslaus drykkju- og svallgleði frá upphafi til enda og að þeir varla vitað hvað þeir ættu að gera við alla peningana sína. 

Uppátæki og umfangi í svona ferðum eru að vísu kunnugleg í frásögnum af ferðum Íslendinga, en ríku Rússarnir eru bara miklu ríkari en Íslendingar af svipuðu sauðahúsi, og geta því farið mun stórfelldari hamförum í flippinu en áður hefur þekkst hér á landi, nema ef vera skyldi á þeim tíma sem svonefndir útrásarvíkinga slógu heldur betur um sig.   


mbl.is Rússar afbóka 100 milljóna kr. ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband