Tapa repúblikanar jafnmikið á Trump og ekki Trump?

Bæði austan hafs og vestan eru nú nýir pólitískir straumar sem trufla og rugla hina hefðbundnu skiptingu í hægri og vinstri. 

Þetta eru straumar kjósenda, sem eru óánægðir þvert á hina hefðbundnu vinstri-hægri skilgreiningu, óánægðir með dýpkandi gjá á milli annars vegar stjórnmálastéttarinnar og ráðamanna sem eru á spena hjá "kerfinu" og hins vegar almennings. 

Þeir Republikanar sem börðust gegn Trump í forkosningum forsetakosninganna 2016 eru áfram ónægðir með hann, en þeir sem kusu Trump eru líka margir óánægðir með hina linu og kerfisspilltu fulltrúardeildarþingmenn, sem leita endurkjörs. 

Þrír mánuðir eru hins vegar mjög langur tími í pólítik eins og glögglega kom fram 2016, svo að það er ekkert óhugsandi að þegar líkur á kjöri Demókrata aukast, verði það álitinn verri kostur en að kjósa álíka ómögulegan Demókrata.  


mbl.is Repúblikanar halda áfram að missa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Látum pólitíska vindhana um að spinna upp fréttum,
óþarft að gerast sá gulrótarasni að japla það allt upp.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 04:32

2 Smámynd: Már Elíson

Er nú meintur "húsari" maður til þess að setja ofan í við síðuhafa um hans hugrenningar ? - Það er nú nægur og fúll vindur sem kemur úr þeirri átt þó "hann" fari nú ekki að fúkyrðast við mann mörgum kaliberum ofar eins og "besserwizzer". Já, svei....

Már Elíson, 9.8.2018 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband