Ein kenningin: Bára var send sérstaklega til að bjarga Ágústi Ólafi.

Undanfarna viku hafa hinar fjölbreytilegustu samsæriskenningar í Klausturmálinu hreinlega hrúgast upp á bloggíðum og samfélagsmiðlum, stundum fleiri en ein á dag hjá sumum skrifurum. 

Á tímabili var búið að rekja upptökurnar á Klausturbarnum til nafngreinds þingmanns Pírata, en síðan kom Bára Halldórsdóttir fram, og nú er búið að snúa málinu á haus með þeirri kenningu, að aðförin gegn sexmenningunum hafi verið skipulögð til þess að bjarga Ágústi Ólafi frá sínu máli með því að fela það og láta það drukkna.

Í svona kenningu kemur mál Ágústar út sem aðalmálið. 

Kenningin rekur í smáatriðum hvernig máli Ágústar hafi verið haldið niðri, en Bára Halldórsdóttir hafi verið send sérstaklega til þess að taka upp hinar einstæðu umræður sexmenninganna á Klausturbarnum, til þess að geta komið þeim í fjölmiðla á undan máli Ágústar. 

Þessi samsæriskenning virðist líta nokkuð vel út í augum spunameistarinnar, og nú er bara að sjá rökrétt framhald, útlistun á því hvernig Bára gat vitað um það fyrirfram hve lengi og hvernig sexmenningarnir myndu tala og haga sér.

Miðað við hinar fjölbreytilegu samsæriskenningar er ekki útilokað að næst verði fundin nauðsynleg kenning um að samstarfsmaður Báru í hópi sexmenninganna, svikari í hópnum, hafi tryggt þá útkomu á upptökunni sem að hafi verið stefnt. 

Reyfarar eru vinsælt lesefni um hátíðarnar. Við getum beðið spennt eftir næsta skrefi í þessum mest lesna reyfara á aðventunni. 

 


mbl.is Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jólagjöfin í ár?

https://images-na.ssl-images-amazon.com/images/I/61N3UgocqkL._SL1000_.jpg

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2018 kl. 20:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað rosalega grunsamlegt að þær skuli báðar heita Bára. Eins og Jón Valur, sem er nú ekki ginkeyptur fyrir samsæriskenningum, nefndi, þá er sjaldan ein Báran stök!

Ætli George Soros sé ekki bara á bak við þetta allt saman, ásamt auðvitað elítunni, frímúrurum, gyðingum og múhameðstrúarmönnum, að ekki sé talað um ESB?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2018 kl. 20:42

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta slær út alla reyfara!! cool

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.12.2018 kl. 20:51

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Þessi samsæriskenning virðist líta nokkuð vel út í augum spunameistarinnar, og nú er bara að sjá rökrétt framhald, útlistun á því hvernig Bára gat vitað um það fyrirfram hve lengi og hvernig sexmenningarnir myndu tala og haga sér""

Björt Ólafstóttir sem var tekin niður af kjósendum í síðustu kosningum. Sagði okkur í einhverjum spjallþætti í vikunni að hún hefði oft hugsað að þetta horn í klaustrinu væri staðurinn til að ná svona upptöku. Sem segir meir um hana en margt annað, en sjaldan er ein báran stök, og kannski var Ágúst líka búin að átta sig á þessu.

Guðmundur Jónsson, 12.12.2018 kl. 10:14

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég tilnefni nafna minn Ásgeirsson fyndnasta mann á íslandi.surprised

https://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1190460/

Guðmundur Jónsson, 12.12.2018 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband