Hluti af tólf mikilvægum og stefnumarkandi vegvísum.

Dag frá degi er nú hnykkt á stefnumarkandi vegvísum, sem ráðandi valdaöfl hér á landi hafa teflt fram á leiðinni til þess að fórna sem allra flestum einstæðum ósnortnum náttúruverðmætum landsins á altari sameiginlegs orkukerfis Evrópu. 

Í umsögn Landsnets er hamast við að mæra þær miklu tilfæringar í átt til sameiginlegs markaðskerfis á alla lund, sem þriðji orkupakkinn geti fært okkur, en á sama tíma reyna aðstandendur hans á þingi allt hvað þeir geta til þess að telja okkur trú um að hann hafi enga þýðingu meðan enginn er sæstrengurinn til okkar.

Og ævinlega er talað um sæstreng í eintölu, þótt vitað sé, að engin þjóð í Evrópu reiðir sig á aðeins einn streng. 

En hver sæstrengur er talinn kosta hátt í þúsund milljarða króna, og tveir strengir því ígildi allrar þjóðarframleiðslu okkar í heilt ár. 

Til þess að þessi draumsýn geti staðist er augljóst að það mun þurfa tvöfalt fleiri virkjanir til að allt batteríið beri sig fyrir tvo strengi en einn.  

Hrifning Landsnets og enn eindregnari hrifning Landsvirkjunar eru tveir af tólf stefnumarkandi vegvísum, sem nefndir hafa verið í pistlum á þessari bloggsíðu, en tíu voru nefndir í grein í Fréttablaðinu fyrir rúmri viku. 

 


mbl.is Landsnet mælir með orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband