"Jónsmessuhret" geta ævinlega komið.

Fram að þessu hafa snjóalög á norðanverðu hálendinu verið álíka mikil og þau eru að jafnaði mánuði síðar. Öskju-og Kverkfjallal. 25.5.2019

Þetta sást vel í ferðalagi frá Reykjavík fyrir viku til þess að opna formlega Sauðárflugvöll, sem í ljós kom að hafði greinilega verið auður og vel nothæfur snemma í maí, sem er mánuði fyrr en venjulega. 

Mönnum, sem hafa langa reynslu af ferðum á þessu svæði, kom saman um að varla væru dæmi um jafn lítil snjóalög svona snemma vors. 

Síðastliðinn sunnudag var síðan flogið frá Reykjavík til að valta flugvöllinn betur og dytta að ýmsu, og þá sást vel úr lofti, að helstu aðal leiðir á hálendinu, Sprengisandsleið, Öskjuleið og Kverkfjallaleið voru nánast snjólausar.  BISA loftm úr na 25.5.2019

Á efstu myndinni er horft hátt úr lofti til norðurs yfir Holuhraun og Jökulsá á Fjöllum og sést vel, að Öskjuleið og Kverkfjallaleið sem liggja sitt hvorum megin við Vaðöldu, eru alveg auðar. 

Svipað er að segja um svæðið í kringum Sauðárflugvöll. 

Þetta breytir því hins vegar ekki, að ævinlega geta komið kuldaköst snemmsumars, sem hafa einhverja snjókomu í för með sér, en stundum getur hún verið einna mest nær ströndinni, þar sem kalda loftið skellur á landinu og úrkoma verður við það til, þótt hún nái ekki í sama mæli inn á hálendið. BISA hlað 25.5.2019

Og laust nýsnævi er oft margfalt fljótara að taka upp þegar hlýnar á ný heldur en gamall snjór, sem hefur þjappast saman með tímanum. 

Dæmin úr fortíðinni um "jónsmessuhret" sýna að við flestu má búast út allan júnímánuð. 


mbl.is „Veturinn neitar að yfirgefa okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband