Ungliðarnir varpa ljósi á stöðu íslenskunnar.

Kveðskapur á vegum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, sem nú er á ferli á netmiðlum, varpar ljósi á bága stöðu íslenskrar tungu, því að ætla má að það sé komandi forystufólk í stjórnmálum og menningu, sem þarna lætur ljós sitt skína. 

Höfundar þessa kveðskapar virðast enga tilfinningu hafa fyrir þeirri hrynjandi, sem felst í ljóðagerð Jóhannesar úr Kötlum, heldur skrumskæla, þverbrjóta og kaffæra fyrirmynd kveðskapar síns all hressilega. 

Enn verra er þó, hvernig rími er beitt þannig að kengbeygt er það einkenni íslenskunnar að áhersla sé jafnan á fyrsta atkvæði hvers orðs. 

Er brjóstumkennanlegt að sjá útkomuna. 

Tvö dæmi, þar sem áherslurnar hjá komandi menntamálaráðherraefnum eru með feitu skáletri:  

 

"...stinnur upp úr baði...

"...af auglýsingamarkaði." 

og

"...með gráa hausinn sinn..."

"auglýsingatíminn."

 

Hugsanlega er í uppsiglingu endurbót á kveðjunni "Gleðileg jól", sem komin er á kreik. 

Oftar en einu sinni hef ég heyrt fólk segja: "Eigðu gleðileg jól." 

Næsta skref gæti hugsanlega orðið að hætta að segja "Til hamingju með daginn", en segja í staðinn: "Eigðu hamingju með daginn."


mbl.is Takast á í bundnu máli á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er kannski ekkert nýtt. Man einhver eftir Skattalaginu?

Þorsteinn Siglaugsson, 13.12.2019 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband