Eiga öll þessi vandræði við línur í jörðu?

Sérkennileg umræða far nú fram á samskiptamiðlum og víðar um rafmagnsbilanirnar, sem enn hrjá fólk á norðanverðu landinu. Enn er því haldið fram að andstaða við lagningu nýrra lína í dreifikerfinu hafi valdið vanrækslunni á því að leggja betri línur, meira að segja átt þátt í banaslysi í Sölvadal. 

Og við útkomu skýrslu um jarðstrengi er alhæft um það, að engin leið sé að leggja þá og allt verði að vera ofanjarðar.  

Við slíkar ályktanir er skautað yfir þann mismun sem er á risalínum fyrir stóriðjuna og smærri línum fyrir almenna dreifikerfið. 

Nýlega er búið að leggja síðarnefndu gerðina 67 kílómetra í Kerlingarfjöll, án þess að nokkur vandkvæði hafi verið á.   

Einu álitaefnin um línur norðanlands hafa verið um stóriðjulínuna Blöndulínu 3. 

Hún kom ekkert við sögu og kemur ekkert við sögu í vandræðunum núna, heldur línur, sem liggja út til neyteda og ekki hefur verið amast við einfaldlega vegna þess að það hefur enginn áhugi verið hjá "fyrirtækjum þjóðarinnar" til þess að endurbæta þær, heldur hefur lagning stóriðjulína verið í algjörum forgangi. 

Í útvarpinu í dag og að hluta til á tengdri frétt á mbl. is er dramatísk lýsing á því hve "allt kerfið er viðkvæmt", og er selta, sem sest hefur á línurnar aðallega nefnd sem vandamál, af því að ef vatn kemst í ákveðið samband við seltuna, fer allt í bál og brand. 

Og þá vaknar spurningin:  Eiga öll þessi vandræði við línur í jörðu? 


mbl.is „Allt kerfið er viðkvæmt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það er villandi þegar þú talar um stóriðjulínur og tilgreinir Blöndulínu 3.
Það er ekki til neitt aðgreint "stóriðjulínukerfi".
Nú er hafist handa við að reisa 220 kV línu milli Kröflu og Fljótsdals og sambærilega tengingu stendur til að koma lengra vestur um Norðurland.

Seltan sem þú nefndir hrjáði tengivirki, en ekki línur.

Þórhallur Pálsson, 16.12.2019 kl. 21:55

2 identicon

Sæll Ómar.

Umræðan um jarðstrengi og möstur
leiðir fram nokkuð sjálfgefið svar:

"Mikið magn af báðu."

Húsari. (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 22:31

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Landsnet hefur lýst því yfir að það sé ódýrara að leggja línur sem eru upp að 66kV í jörðu.  Ég held að allar þessar línur sem brotnuðu í óveðrinu á dögunum hafi verið á þessum skala.Jarðstrengir frá Akureyri út á Dalvík yrðu líklega lagðir meðframm þjóðveginum svo andstaða er tæplega við þeim jarðstreng.  

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.12.2019 kl. 23:34

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hápennulínur eru menning sem mega sjást alveg eins og bílar og eiga að leggjast þar sem henta þykir.Forsjóri Landsnets benti á að jarðstrengjum td,yfir hraun geti fylgt meiri umhverfisáhrid en loftlínum

Halldór Jónsson, 17.12.2019 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband