Mannhelgi í farþegaflugi án töku blóðsýna? Líklegasta svarið er: nei, of dýrt.

Aðeins tvær leiðir sýnast vera færar til þess að halda uppi sóttvörnum í farþegaflugi; annars vegar það sem Emiriates er að gera, að fyrirbyggja að nokkur sýktur ferðist með vélunum, eða að hafa það langt á milli farþega, að nægileg mannhelgi sé tryggð. 

Ef litið er á síðari möguleikann blasir við, að algengustu flugvélarnar, sem notaðar eru í farþegaflugi í dag, eru með farþegarými sem er aðeins um 3,50-3,70 metra breið. Í miðjunni er gangur langsumm, og þrjú sæti eru sitt hvorum megin við ganginn, alls um 30 raðir í algengustu mjóþotunum. 

Það blasir því við, að aðeins einn farþegi getur setið hvorum megin í hverri sætaröð, og orðið að sitja út við gluggann, því að mannseskja, sem gengur eftir ganginum, er í aðeins 2,70 metra fjarlægð frá þessum sætum, sem setið er í. 

Á milli sætanna langsum, er í kringum 80 sentimetrar, og því er aðeins hægt að halda sig eitthvað nálægt 2 metrunum með þvi að hafa aðra hverja eða jafnvel þriðju hverja sætaröð alveg tóma. 

Nú kunna einhverjir að segja, að hægt sé að búa til eins konar létta upphækkun á stólbökin, eða létt tjald sem hengi upp í loftinu og niður yfir brúnirnar á sætisbökunum svo að öndunarúði frá farþegum sé komist ekki á milli sætaraða. Airbus A380 (2)

Engu að síður gætu aldrei verið nema tveir farþegar í hverri sætaröð í stað sex. 

Það þýðir meira en tvöfalda hækkun á flugfargjöldum. 

Málið yrði ekkert auðveldara í allra stærstu breiðþotunum, en Emirates er það flugfélag heims, sem á flestar Airbus-A380 þoturnar, sem eru stærstu þotur heims. 

Þær og Boeing 747 eru með tíú sæti í hverri sætaröð á neðri hæðinni, sem er aðalfarþegarýmið, alls 6,5 metra breitt. 

En þessi breidd gagnast ekki, enda eru gangarnir langsum tveir í stað eins. 

Ástæðan er fólgin í vandræðunum, sem skapast við það að farþegar fari á salerni og færi sig til bæði þversun og langsun í vélinni auk flugþjónanna, og erfiðleikum við stjórnun gangandi umferðar um vélina sem tryggi mannhelgi. 

Niðurstaða: Ef hægt er að taka blóðsýni af hverjum einasta manni um borð, virðist það eina örugga leiðin. 

Gallinn er hins vegar fólginn í tímatöf, kostnaði og fyrirhöfn við slíkt, auk þess að reynt sé að viðhalda örygginu á leið farþega út í vél. 


mbl.is Emirates tekur blóðsýni fyrir flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

EasyJet íhugar að taka miðju sætin út og minnka þannig líkur á snertingu. Svo má skikka alla til að bera grímur til að minnka úðasmit frá hóstandi/hnerrandi farþegum. Tveggja metra reglan byggir á úðasmiti ekki líkamlegri snertingu.

Ragnhildur Kolka, 17.4.2020 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband