Í rétta átt, en betur má ef duga skal.

Síðan um það var upplýst í sjónvarpsþætti um Kröflumálið að farið hefði verið á skjön við varúðarreglur Guðmundar Pálmasonar um orkunýtingu gufuaflsvirkjana hefur þvi miður frekar hallað á ógæfuhliðina en hitt. 

Þó örlaði á umbótaviðleitni þegar ákveðið var að hafa Þeystareykjavirkjun miklu minni en áætlað hafið verið, og nefndi forstjóri Landsvirkjunar þetta sérstaklega við vígslu virkjunarinnar. 

Því miður var langur vegur frá því að þessi varúðarsjónarmið væru viðhöfð við virkjanir á Reykjanesskaga. 

Hvað Hellisheiðarvirkjun árhrærði hefði hún átt að vera minnsta kosti fjórum sinnum minni í upphafi en hún varð. Þar var anað af stað með skammsýnis græðgissjónarmið í fyrirrúmi ´alltof stóra orkusölusamninga og virkjun. 

Niðurstaðan varð "ágeng orkuöflun" með tilheyrandi orkufalli, rányrkju og brennisteinsvetnisloftmengun, sem til dæmis kemur fram í því, að nokkrar klukkustundir í hverri viku fara í að hreinsa óhroðann af tækjakosti Hörpu, svo að hann geti virkað af fullu öryggi. 

Í ofanálag fara 85 prósent orkunnar óbeisluð út í loftið, engum til gagns. 

Í ruman áratug hefur hið vænsta fólk verið í forsvari fyrir gufuaflsvirkjanir Reykvíkinga og lagt sig fram um að vinna úr hinni illleysanlegu stöðu, sem allt of stór virkjun hefur skapað. 

Lofsvert dæmi um þessa viðleitni er CarbFix verkefnið, sem er hluti af þeirri vísindalegu forystu, sem Ísland hefur áunnið sé á sviði nýtingar jarðvarma. 

Þetta er í rétta átt, en betur má ef duga skal. 


mbl.is BBC fjallar um íslensku „gaströllin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hellisheiðarvirkjun er eiturspúandi skrínmsli sem stórskaðar umhverfi sitt, eyðlileggur lungumannfólksins í nábýlinu og stútar háapennumöstrunum sem þjóðin og Landsvirkjun eiga. En þau eru að tærast til ólífis í kring um virkjunina. Þar að auki er hún ekki sjálfbær, verður alltaf rekin með með tapi og því á bara að loka henni. Setja fallega styttu af Alfreð Þorsteinssyni þar sem hún stóð til minningar um óbeislaðan stórhug. 

Halldór Jónsson, 21.6.2020 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband