Grimmilegt stríð við blákaldar tölur.

Nú er háð grimmilegt stríð í farþegaflugi heimsins vegna samdráttaráhrifa COVID-19. Spurningin er ekki hvort, heldur hve mörg flugfélög muni troðast undir í þeirri samkeppni, sem áður var hörð en verður nú mun harðari og óvægnari. A6-EDY_A380_Emirates_31_jan_2013_jfk_(8442269364)_(cropped)

Minni framleiðsla á Airbus A380 en reiknað hafði verið með sýndi, að að óbreyttu var stækkun þotna komin á endastöð. Þar stóð meðal annars ein tala, 80 metra hámarksvænghaf í vegi fyrir frekari stækkun, jafnvel þótt önnur tæknileg atriði hefðu batnað. 

80 metra vænghafshámark var óhjákvæmilegt, því að annars hefði þurft að hanna öll flughlöð, flughafnir og flugvelli heims upp á nýtt. 

Með hönnun A380 var meira að segja farið aðeins lengra en ítrasta hagkvæmni leyfði, því að ef farið er lengra í hlutföllum á milli vænghafs og breiddar vængja en ca 8,5 á móti einum, líða klifur og flughraði fyrir það. 

Þess vegna er hlutfallið lægra á A380 til þess að hægt sé að fara á ystu nöf með það að hafa vængflötinn sem stærstan. 

Boeing 747 líður ekki fyrir þetta vandamál, en á móti kemur, að í breiðþotum verður rúmmál skrokksins hlutfallslega meira en á mjóþotum, vegna þess hve mikið rými gangvegirnir taka og vegna þess að vegna hringlagsins á þversniði skrokksins vex rúmmálið í öðru veldi við það að gólfið verður breiðara. 

Á þessu byggist hagkvæmni minni þotnanna, sem auk þess byggist á því, að farþegar í þeim láta sig hafa það, að þrengslin séu almennt meiri í þeim en í breiðþotunum. 

Minni þoturnar njóta þess einnig síðustu árin, að framleiddir hafa verið hreyflar sem skila mun meiri flugdrægni en áður var og gera þessar þotur því fjölhæfari og hagkvæmari fyrir bragðið. 

Niðurstaðan verður sú að breiðþoturnar mun verða meira fyrir barðinu á samdrætti þessa faraldusárs en mjóþoturnar.

Vegna fjölbreytni flugleiða og mismunandi fjölda flugfarþega eftir svæðum og leiðum munu breiðþoturnar þó varla hverfa, þótt hlutur þeirra muni minnka.    


mbl.is Hætta að notast við breiðþoturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góður pistill og vel skrifaður.

Tók eftir þessu..; Á þessu byggist hagkvæmni minni þotnanna, sem auk þess byggist á því, að farþegar í þeim láta sig hafa það, að þrengslin séu almennt meiri í þeim en í breiðþotunum. 

Þá erum við enn komin að því, að hagkvæmnin til handa flugfélögunum nær ekki til farþegans, sem auk þess þarf að taka á sig óþægindin líka. - Ekki er rétt, held ég, að segja að "farþegarnir láti sig hafa það", því þá lítur það út þannig að þeir hagnist í leiðinni. - Svo er ekki.

Már Elíson, 20.7.2020 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband