Langsótt alhæfing.

Það er langsótt alhæfing þegar fullyrt er að ríkisstjórnin "skýli sér á bak við þríeykið" í sóttvarnarmálum. 

Nú síðast í dag liggur fyrir að heilbrigðisráðherra hafi breytt tillögum sóttvarnarlæknis varðandi líkamsræktarstöðvar. 

Þegar litið er yfir sviðið í löndum heims sést, að í meginatriðum eru sóttvarnaraðgerðir svipaðar í öllum löndum. 

Reynt er eftir föngum að afla gagna um útbreiðsluna og stöðuna og bregðast við stöðunni, með auknum sóttvarnaraðgerðum þegar veiran virðist í sókn og með slökun á aðgerðum eftir að svo virðist sem hægt hafi verið að hægja verulega á henni. 

Í þessum atriðum eiga yfirvöld og kjörnir fulltrúar engra skárri kosta völ en að nýta sér sérþekkingu sérfræðinga á sviði farsótta og smitsjúkdóma. Annað væri oábyrgt í meira lagi, 

 


mbl.is Segir ríkisstjórnina skýla sér bak við þríeykið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég tek nú meira mark á því sem þríeykið mælir heldur en það sem kemur út úr munnum Klausturdóna.

Ragna Birgisdóttir, 19.10.2020 kl. 18:26

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ágætt að ríkisstjórnin skuli nú hætt að fylgja í blindni öllum tilskipunum sóttvarnalæknis, en reyni einnig að hafa hliðsjón af landslögum.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 18:38

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Við skulum sjá til eftir nokkra daga eða vikur Þorsteinn og fylgjast með smittölum....frábært þegar að sjálfskipaðir sérfræðingar telja sig vita betur en sóttvarnalæknir og landlæknir.

Ragna Birgisdóttir, 19.10.2020 kl. 20:19

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað sem smittölum líður, þá er það skylda stjórnvalda að haga aðgerðum sínum þannig að þær séu innan ramma laganna. Eða á sóttvarnalæknir kannski að hafa hér einræðisvald, sem gengur framar lögum og stjórnarskrá?

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 20:29

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hans vinna er að vernda mannslíf sem greinilega er ekki það sem svokölluðum sjálfskipuðu sérfræðingum finnst skipta aðal máli.Það er brotið hér á mannréttindum á hverjum degi af yfirvöldum.

Ragna Birgisdóttir, 19.10.2020 kl. 20:38

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er svo sannarlega stutt í fasismann þegar fókusinn tapast. Ekki í fyrsta sinn í mannkynssögunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 22:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ragna. Góður rökstuðningur með mannréttindabrotum að mannréttindi séu brotin á hverjum degi. Takk fyri djúphyglina. 

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2020 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband