Svipað í gangi og í spönsku veikinni. Enginn lærdómur?

Sagan endurtekur sig er stundum sagt. Og það kemur í hugann við að skoða heimildarmyndir um spönsku flensuna, sem var raunar frekar Kansas-veiki ef miðað ver við upphafsstaðinn. 

Áhugavert er að sjá, hve margt er sameiginlegt með þessum tveimur drepsóttum, fyrsta bylgjan kemur í mars og fer verst með eldra fólkið, síðan kemur lægð síðsumars, en um haustið rýkur drepsóttin upp og dánartíðnin þrefaldast og stendur miklu lengur, og fólk á öllum aldri deyr. DSC00879

Þriðja bylgjan kemur í lokin, og faraldurinn fjarar út 1920. 

Þetta sést á línuriti. 

Sama gerðist þá og nú í Bandaríkjunum, að sum ríki og borgir voru á svipaðri línu og Trump nú, en aðrar gripu til aðgerða, og þá, eins og nú fólust þær meðal annars í því að banna fjöldasamkomur og loka til dæmis leikhúsum og kvikmyndahúsum. 

Og afleiðingarnar voru eftirtektarverðar. Faraldurinn rauk upp í borgum eins og Fíladelfíu, en ekki í neitt svipuðum mæli í St. Louis og fleiri borgum, þar sem gripið var sem fyrst til gagnaðgerða. DSC00883

Nú hefur verið rannsakað, að líkast til hafa 700 manns látist úr kórónaveirunni vegna þeirra grímulausu hópsamkoma, sem Trump hefur haldið. 

Þegar á leið í drepsóttinni 1918-192, sem lagði ekki færri en 20 milljónir að velli á heimsvísu, má sjá myndir af hörðum sóttvarnaraðgerðum í landi frelsisis eins og sést á spjaldinu á konunni í meðfylgjandi mynd: "Vertu með grímu, annars ferðu í fangelsi."   

Svo virðist sem spánska veikin hafi fljótari að koma í ljós eftir smit en á COVID-19, og auðvitað er öll læknismeðferð og tækni við hana mun betri nú en þá. 

En eftir að hafa skoðað þessar upplýsingar um aldar gamla drepsótt, sem engir núlífandi muna, vaknar spurning  í ljósi hinnar miklu upplýsingatækni á okkar tímum og sterkrar andstöðu við sóttvarnaraðgerðum, sem beitt er nú: 

Höfum við ekkert lært?  

 


mbl.is Auðveld ákvörðun að banna rjúpnaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held reyndar að spænska veikin hafi lagst verst á yngsta fólkið.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 21:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, í annarri bylgjunni.  Í þriðju bylgjunni var veiran ekki eins skæð. 

Ómar Ragnarsson, 1.11.2020 kl. 22:14

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú höfum við upplýsingar um hvernig veiran leggst á fólk eftir aldurshópum. Við eigum að nýta okkur þær upplýsingar. Annað er í raun glæpsamlegt.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 23:21

4 Smámynd: Egill Vondi

Reyndar skilst mér að meirihluti dauðsfalla í BNA hafi verið í fylkjum undir stjórn Demokrata þar sem lokanir voru miklu strangari - alla vega enn sem komið er. Efnahagshörmungarnar eru einnig miklu meiri þar sem lokanirnar voru strangastar, eins og gefur að skilja, en slíkt leiðir einnig til aukninga á umfram dauðsföllum.

WHO hefur nýverið mælt gegn lokunum:

https://www.neweurope.eu/article/who-says-it-is-against-lockdowns/

Ekki virðast leiðtogar Evrópuþjóða taka mikið mark á því.

Egill Vondi, 2.11.2020 kl. 03:08

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, WHO virðist loksins vera að ná áttum, að einhverju leyti í það minnsta. Hugsanlega er ástæðan sú að nú er að koma æ betur í ljós að því fer fjarri að bóluefni séu á næsta leyti. Þá þurfa hugsanlega málaliðar lyfjafyrirtækjanna innan WHO að láta undan.

En WHO ber hins vegar að miklu leyti ábyrgð á þeim röklausa óttafaraldri sem athafnir stjórnvalda í flestum ríkjum grundvallast á. Við sjáum til dæmis afrakstur þessa óttafaraldurs á því að fólki finnist í raun og veru sjálfsagt að bera þessa pest saman við spænsku veikina. 10% þeirra sem fengu spænsku veikina létust. Það er ekki nema einn fjórði af þessari tölu sem lendir einu sinni á sjúkrahúsi með covid-19, og dánarhlutfallið er 0,14%. Samanburðurinn er því algerlega út í hött.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2020 kl. 11:00

6 identicon

Ekki ertu í alvöru að bera saman heilbrigðisástandið 1918 og 19 við 2020? Það er algerlega og fullkomlega út í hött. Annars vegar er veröld við lok langvinnrar styjaldar þar sem vannæring og ofþreyta hrjáði heimsbyggðina, sýklalyfjalausa og veirulyfjalausa, og svo nútímalæknavísindi, ofgnótt lyfja og ofgnótt matar. 

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 3.11.2020 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband