Fyrir löngu var vitað um slæm áhrif þungaflutninga á vegina.

Svo mörg ár eru síðan síðuhafi sat við fótskör sérfróðra manna um vegi og heyrði þá lýsa áhrifum þungaflutninga á íslenska vegi, að minni rekur ekki til hvað þeir hétu. 

En þeir fullyrtu að þyngstu bílarnir stórskemmdu vegina og að áhrif hvers slíks bíls á vegina væru skaðlegri en hjá þúsundum venjulegra bíla. Þetta ylli milljarða tjóni þegar allt dæmið væri gert upp.  

Á stórum köflum væri hægt að sjé hvernig þessir níðþungu drekar þrykktu vegunum svo niður með þunga sínum, að merkja mætti það á því hvernig vegurinn gengi í öldum þar sem viðkomandi bíll væri alltaf í öldudal við að aka bylgjunni á undan sér. 

Þessir fróðu menn töldu þá tímabært að rannsaka þetta til hlítar og af alvöru og taka það með í reikninginn þegar aðrir kostir við flutninga væru skoðaðir, svo sem skipaflutningar, sem þá höfðu lotið í lægra haldi fyrir bílunum.  

Síðan yrði að gera alla flutningana upp og leita að sem réttastri lausn. Ef hún fælist í verðskrám, flutningum að hluta, eða breytingu á bílaflotanum, ætti tvímælalaust að taka hagkvæmustu lausnina, þegar búið væri reikna dæmið allt. 

Ein lausnin gæti fólgist í því að finna út áhrif mismunandi mikillar þyngdar flutningabílanna. 


mbl.is Er svarið takmörk á þungaflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegirnir eru illa uppbyggðir,svokallað burðarlag er ekki nema 60 cm og var sett ofaná mold eða leir hér áður fyrr frostlyftingar gætir síðan í þannig vegum.Klakinn fer niður á ca.1.2 m. í þjöppuðum vegfyllingum og veldur misjöfnum á yfirborði vegarins og óþarfa álagi á yfirborðinu.Vann útí í Noregi í vegagerð þar var malbikað í 20 cm.þykkt á malbiki hér er það hámark 10 cm.í malbiki.Norðmenn fræsa síðan ofan af malbikinu þegar hjólför eru of djúp en eru ekki með klastursviðgerðir sem valda bara ójöfnum vegi og eykur álagið mikið frá þungaumferð.Vinnubrögðin hjá okkur eru slæleg og alltaf verið að redda hlutunum til bráðabirgða í stað þess að vanda betur til í upphafi.Það er vandamálið,fjárskorti er kennt um en ef allt það fjármagn færi í vegina sem af ökutækjum og umferð er tekið færi í vegina væri hægt að byggja upp góða vegi á mestu umferðaræðunum,en pólitíkin er ætíð söm við sig og henni er erfitt að hnika til. 

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 16.12.2020 kl. 09:56

2 identicon

"Það er vandamálið,fjárskorti er kennt um en ef allt það fjármagn færi í vegina sem af ökutækjum og umferð er tekið færi í vegina væri hægt að byggja upp góða vegi á mestu umferðaræðunum,..."

Þetta er ótrúlega lífseig della, en staðreyndin er sú að allar tekjur ríkisins af umferð duga ekki til að mæta útgjöldum sem af umferðinni stafa. 

https://www.frettabladid.is/frettir/kostnaur-vegna-umferarslysa-nam-500-milljoerum-a-tiu-arum/

Þá er ótalinn kostnaður vegna löggæslu í umferðinni sem ekki er lítill.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.12.2020 kl. 13:06

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Öxulþungatakmarkanir hafa lengi tíðkast en það er annar liður í jöfnunni sem aldrei virðist vera tekið tillit til.

Fyrir langa löngu þá átti að flytja níðþungar túrbínur í Svatsengi og setið var og reiknað og reiknað til að deila þessu upp í undir hámarks öxulþunga.

Þegar niðurstaðna lá fyrir var brunað á 110 frá Reykjavík til Svartengis.

Nú vita allir að krafturinn í högginu sem verður þegar farið er yfir hraðahindrun er veldisvísismargfeldi af hraðanum. (ef ekki farið út og prófið sjálfir á næstu hraðahindrun - nóg er af þeim í Reykjavík)

Slit á þjóðvegum mundi sennilega minnka um 50% ef þyngri bílar væru skyldaðir til að vera á 80 Km hraða

Grímur Kjartansson, 16.12.2020 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband